Réttur - 01.08.1987, Side 25
Vcrkfullsvcröir viö Hólinsá 1955: Áj>iíst F. Jónsson, Björn Bjurnason, Guönrundur J. Guömundsson, Cvrus
Hjurtarsson, Kristján Jóhannsson, Jón Ásgcirsson. Ljósin.: Jón Bjarnason.
þeir sem stóðu fyrir gengisfellingarlögun-
um 1939 og voru samþykkt með atkvæð-
um Sjálfstæðismanna gegn atkvæðum
Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins.
A sama ári, 1939, kom svo Þjóðstjórnin
til skjalanna og var Hermann enn forsætis-
ráðherra, með honum voru Eysteinn
Jónsson og Sjálfstæðismennirnir ólafur
Thors og Jakob Möller og að auki Stefán
Jóhann Alþýðuflokksmaður sem tróð sér
þar inn gegn meirihlutavilja síns flokks.
Síðan kom innrásarher Breta inn í
myndina og bast þá fljótlega samtökum
við ríkisstjórnina um hreina kaupkúgun
sem afhjúpað var í Þjóðviljanum (3. okt-
óber 1942). Þá höfðu Bretar í samráði við
ríkisstjórnina treyst á nýja gengisfellingu
sem girt gæti fyrir kauphækkun. En þá
var gengislækkunarvopnið í höndum Al-
þingis og því gat Sósíalistaflokkurinn
hindrað beitingu þess vopns. Og þess-
vegna varð innrásarherinn að borga allt,
vinnuafl sem annað, dýrara verði og
þannig mynduðust inneignir, sem ísland
átti í stríðslok, 580 miljónir króna, eða
um 90 miljónir dollara.
Kemur þá aftur að frásögn Eðvarðs af
verkfallinu í ársbyrjun 1941, verkfalli sem
137