Réttur


Réttur - 01.08.1987, Síða 36

Réttur - 01.08.1987, Síða 36
Kraftaverk aldarinnar Sovétbyltingin 70 ára Tekst því verkalýðsvaldi að bjarga heiminum? Menn gera sér alltof sjaldan ljóst hvílíkt kraftaverk það er að sósíalistísk bylt- ing skuli hafa sigrað og fengið staðist í 70 ár — í einu afturhaldssamasta og frum- stæðasta landi álfunnar, eins og Rússland keisarans var 1917. Burgeisastétt Frakklands hafði kæft fyrstu byltingu verkalýðsins — „Komm- únuna“ í París í blóði 1871 — með aðstoð þýska hersins, sem hafði sigrað þann franska. Það varð þá greinilegt að auðmannastétt álfunnar mundi beita hvaða inorðvopnum sem var til að berja verkalýðinn niður, ef hann dirfðist að ógna valdi þeirra. I. Borgarastyrjöld 1919-21 Það var heldur ekki beðið boðanna af auðvaldsins hálfu. Ef um það var að ræða að berja verkalýðinn niður, þá voru auð- menn allra landa samtaka. Eins og áður hefur verið skýrt frá í „Rétti" þá bauð þýska herstjórnin þeirri frönsku að lána henni lið og vopn til að ráðast á Moskvu og kæfa byltinguna í blóði. Og Focli, franski herstjórinn, vildi með ánægju þiggja boðið. En það var Wilson, Bandaríkjaforseti, sem lagði blátt bann við slíkum viðskiptum. En ekki var fyrr komin ró á eftir stríðið, en auðvaldsherir sitt úr hverju landi — og á ólíkum tímum — tóku að ráðast á Sovétríkin. Frá 1919-1921 var ekkert lát á árásun- um. Englendingar að norðan, tóku m.a. Arkangelsk, Japan og Bandaríkin lögðu undir sig mestalla Síberíu. Sunnan frá sóttu enskir herir og fleiri í olíulindir Kákasus — og þannig mætti lengi telja. Hið unga verkalýðsríki varð að taka á öllu sínu til að lifa af. Helmingurinn af þeim mönnum, sem voru í Bolshevika- flokknum 1917, féll í þessari borgara- styrjöld. — En byltingin sigraði. 1921 hafði rússnesk alþýða náð völdunum yfir öllu hinu gamla Rússlandi, þegar Eystra- saltslöndin eru undanskilin. Þau höfðu Bolshevikarnir orðið að láta af hendi með samningum. Og þar voru áður róttækustu verkalýðssinnarnir, sem nú voru ofurseld- ir yfirdrottnun burgeisastéttanna í þess- um löndum, — sem nú fóru að tala um sjálfstæði, en burgeisastéttir þessar höfðu aldrei hreyft sig meðan Rússakeisari drottnaði þar, — undu sælar hag sínum í skjóli hans! 148

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.