Réttur - 01.08.1987, Page 49
flíflllM
Hluli Ijósinyndannu frá íslandi á sýningu í Húsi samhands úkrainskra nivndlistarinanna í Kíev.
Þorsteins Gauta Sigurðssonar. Hin kunna
óperusöngkona, Elín Sigurvinsdóttir,
birti okkur fjölskrúðugt litaspjald þjóð-
laga og klassískra verka við undirleik
píanóleikarans og organistans Guðna
Guðmundssonar. Hann lék einnig undir
sögn karlakórsins og í nokkrum verkum
vakti leikur hans aðdáun úkrainsku
áheyrendanna“.
Fleiri dagblöð í Kíev, Odessa og á
Krímskaga birtu umsagnir um tónleika
Islendinganna og sýningu. Efni þessara
greina verður ekki rakið hér, en lofsam-
legar umsagnir undirstrika aðeins þá al-
mennu skoðun íslensku þátttakendanna í
Islandsdögunum í Ukraínu, að þar hafi
vel til tekist þegar á heildina er litið og
landkynningin verið þeim sem að henni
stóöu til sóma og íslendingum til álits-
auka.
Vitað er að forystumenn vináttufélaga í
mörgum lýðveldum Sovétríkjanna vilja
gjarna fá til afnota sem mest og best
kynningarefni af ýmsu tagi frá íslandi —
og telagsstjórn MÍR er staðráðin í því að
koma til móts við þessar óskir og halda
landkynningarstarfinu áfram í framtíð-
inni eftir bestu getu. En hvar og hvenær
MÍR gcngst næst fyrir Islandsdögum í So-
vétríkjunum cr spurning sem ekki verður
svarað nú, þegar þessi orð eru fest á blað.
161