Réttur


Réttur - 01.08.1987, Side 52

Réttur - 01.08.1987, Side 52
inni yfir í sófann. — Og ég hef ekki séð hann síðan á föstudag. Honum er sama um allt. Móðirin virðist skreppa saman í sófan- um. Hún er grönn og loftkennd. Vitu finnst eins og hún sé að hverfa. — Hann kemur trúlega, segir Vita full- orðinslega. — Ég get ekki haldið áfram, það get ég bara ekki, segir móðirin mjóróma. Hún er þreytt og starir upp í loftið. — Nú bý ég til kaffi, segir Vita. Svo höfum við það notalegt. Þegar hún kemur heim til þess að laga mat og hann er ekki í portinu í það skiptið, finnur hún hvernig þetta þjakar hana. Hún ýtir Katrínu á undan sér inn í íbúðina, hendir kápunni á stól og nennir ekki einu sinni að líta í spegilinn. A leið fram í eldhúsið kemur hún auga á miðann fyrir innan dyrnar og hrifsar hann til sín gremjulega. Blaðið er vandlega samanbrotið. Kær kveðja. Ég sé, séð hitta, hitti, hitta við kirkjuna klukkan 21-22 Elskaðu, elska að verða ástfanginn. Ömer Yalsin Smátt og smátt þegar þýðing orðanna rennur upp fyrir henni, finnst henni hún vera útvalin. Og henni er strax Ijóst aö í kvöld verður enginn matur. í þessu ástandi getur hún ekki flysjað kartöflur og steikt kótilettur. Það er henni líkamlega ógjörn- ingur, hún er ekki meö sjálfri sér. Hún finnur aö frá þessu verður hún að segja, Kai fyrstum. Óróleg færir hún sig af einum stól á annan og heyrir ekki einu sinni tónlist en 164 tekur nokkrar róandi töflur. Hún brýnir fyrir sér hvað það sé yfirgengilega frekt að leita á gifta konu á þennan máta. Þarna suðurfrá eru þeir vanir að taka bara konurnar, segir hún við sjálfa sig og það fer hrollur um hana. Kai skáskýtur sér inn um dyrnar. Hendir frá sér jakkanum og grípur Katr- ínu í fangið. Hann stendur með Katrínu á handleggnum og sér Vitu þögla og þrúg- aða í stólnum með bréfið í hendinni. Hún er eins og lömuð eftir áfallið. Hann setur Katrínu á gólfið og er hissa. Vita réttir honum bréfið. — Hver djöfullinn? hvíslar hann. Og af einhverri ástæðu fer hún að gráta. Hún grætur lágt og móðursýkisíega og þrýstir sér að stórum líkama hans. — Já, en, hvað á þetta að þýða? hróp- ar Kai. Elskaðu, elska... Og hún segir frá öllu. Hversu skelfilegt það hafi verið og að hann hafi staðið þarna hvern dag, legið á gægjum og allt, svo hún gat varla farið úr. Munnurinn er opinn og hún sýpur hveljur. Tárin mynda rákir gegnum púður og kinnalit. Grátur- inn yfirbugar hana. Þetta er skelfilegt. — Þeir eru eins og dýr, segir hún, ekk- ert stöðvar þá. — Hann skal fjandinn eigi það, hrópar Kai. Hann ýtir borðinu til hliðar og stillir sér við gluggann en þar er ekkert að sjá. — Ég skal djöfullinn hafi það, hrópar hann og skellir huröinni á eftir sér. Katrínu hættir aö Ieika sér og stendur upp. Hún er miður sín yfir þessari alvöru og hún horfir á mömmu sína meðan munnurinn opnast mcira og meira. Kai kemur aftur mcð Svend. — Ég geri það ekki, segir Vita og drepur í sígarettunni og sýpur á kaffinu scm er orðið kalt. — Já, en við veröum þar, ítrekar Kai. Á

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.