Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 2

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 2
Það er nú brátt liðin hálf öld síðan ísland var hernumið og hefur ver- ið hersetið mestallan tímann. Hættan vofir því sífellt yfir landi og lýð, ef voldugasta herveldí jarðar, Bandaríkin, skyldi hleypa nýju stríði af stað. En hernámið, þótt friður haldist, þýðir missi sjálfstæðis í ákvarð- anatökum, því með hernáminu og þeim ægilegu mútum, sem því fylgir, er verið að breyta íslensku þjóðfélagi, skapa hér forríka og vold- uga yfirstétt, er með flokkum sínum og öðru áhrifavaldi er að svifta þjóðina möguleikum til endurheimtunar sjálfstæðis. Vér íslendingar ættum ekki að gleyma því að hið upprunalega hernám Bandaríkjanna í júlí 1941 er tilkomið með hótun þessara hervelda, Bretlands og Bandaríkjanna, að svelta þjóðina í hel með því að stöðva allar sígling- ar til og frá landinu. En hve margir íslendingar vita það? En svo háskalegt sem hernám Bandaríkjanna er sjálfstæðri, ís- lenskri þjóð, þá vofa nú enn meiri hættur yfir þjóð vorri og landi hennar. Vér höfum þó enn getað varðveitt yfir mestöllu landi voru hið hreina loft og ómengað vatn í ám og vötnum. En nú er hætta á að auðvald Efnahagsbandalagsins í Evrópu seilist til áhrifa hér og sölsi undir sig auðlindir vorar, sem felast í fossum vor- um og furðukrafti þeirra. Ál-hringar Evrópu myndu þar ryðja brautina og menga loftið, en síðar myndu aðrir auðhringar Evrópu seilast til landhelginnar og fiskimiðanna með því að koma fram inngöngu ís- lands í Efnahagsbandalagið. Það var eitt sinn — fyrir 70 árum — að búið var að selja flestalla íslenska fossa erlendu auðvaldi, en það tókst fyrir harðfylgi manna eins og Jóns Þorlákssonar, Bjarna frá'Vogi og fleiri að eyðileggja þá sölu. Nú er hættan sú, að þó við eigum foss- ana, þá sé afl þeirra selt það ódýrt og lán til virkjunar tekin erlendis í síhækkandi mynt, að íslendingar verði gerðir að skuldaþrælum. Gengislækkanirnar á þessari öld sýna hvernig slíkt er framkvæmt. Vér íslendingar verðum því að vera á verði nú. Annarsvegar að sameinast um að reka herinn úr landi, svo þjóð vor verði aftur hlutlaus og friðsæl. Hinsvegar að varast að ánetjast auðvaldi Efnahagsbanda- lagsins, er myndi gera land vort að nýlendu sinni, ef það fengi að ráða. Það er máske rétt að rifja upp það, sem Bjarni Benediktsson sagði við mig, er hann hafði lesið samninginn, sem Efnahagsbandalagið byggir á: „Eg er búinn að stúdera Rómarsamninginn. Ég get bara ekki skilið, hvernig nokkrum íslendingi dettur í hug að vera með í því að ganga í Efnahagsbandalagið." E.O. 98

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.