Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 18

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 18
mun hafa byrjað að leggja drög að í maí 1873.4 Nafnið er raunar ekki frá Engels komið, en það hittir samt naglann á höfuðið: Engels ætlaði þar að sýna fram á að náttúran lúti lögmálum díalektíkur rétt eins og þjóðfélagið; í því skyni fór hann í saumana á landvinningum náttúru- vísinda sinnar aldar og leitaðist við að sýna heimspekilegt inntak þeirra; jafn- framt hugðist hann sýna fram á hvernig rangar heimspekiskoðanir náttúruvísinda- manna gátu hamlað örari framgangi vís- indanna. — Engels hafði lengi verið áhugasamur um náttúruvísindi ýmis og hann las geysilegan fjölda vísindarita til að undirbyggja verk sitt. Af margvísleg- um ástæðum auðnaðist honum þó aldrei að klára það; m.a. vegna ritdeilunnar við Eugen Díihring sem fræg er; einnig vegna allrar þeirrar vinnu sem hann varð að leggja í að búa annað og þriðja bindi Auðmagnsins til prentunar, að félaga hans Marx látnum; og sömuleiðis var stundum annasamt í pólitíkinni. Einn af styttri heimspekitextum Engels er til í íslenskri þýðingu, Ludwig Feuer- bach og endalok klassísku þýsku heim- spekinnar. Par er vert að taka eftir þeim beinu tengslum vísinda og heimspeki sem hann gerir ráð fyrir. Þar segir t.d. að frumspekin (þ.e. aristotelíska formrök- fræðin) hafi verið nauðsynleg í söguleg- um og díalektískum skilningi: hún til- heyrði því stigi vísinda þegar menn voru enn uppteknir af hlutunum sem slíkum, en horfðu framhjá þróun þeirra og tengsl- um við aðra hluti — „gagnasöfnunarstig- ið" má e.t.v. kalla þaö. Um leið og nátt- úruvísindi komust á það nýja og hærra þróunarstig að farið var að huga að inn- byrðis tengslum vísindagreina, rcynt að sjá hvernig „svið" náttúrunar tcngdust hvert öðru, þá brást frumspekin og hin forna náttúruheimspeki svonefnda. Þrjár uppgötvanir varða hér mestu að áliti Engels: 1) Uppgötvun frumunnar; 2) Umbreyting og varðveisla orkunnar; 3) Þróunarkenning Darwins. Af þcssum uppgötvunum spratt ný heildarsýn vís- inda sem díalektíkin gat varpað ljósi á, cn um leið varð líka náttúruheimspekin úrelt og allar tilraunir til að endurreisa hana ekki annað en afturför. „Heimspekin" að gömlum skilningi varð úrelt og óþörf, en eftir sátu einungis almennustu lögmál þróunar efnisins (og hugsunar mannsins): efnisleg díalektík.5 Af þessu öllu má mikilvægi bókarinnar um Díalektík náttúrunnar vera Ijóst. Sá hluti hennar sem hér fer á eftir í þýðingu myndar eins konar brú frá náttúru til þjóðfélags, en hefur raunar sjálfstætt gildi að slepptu hlutverki sínu í bókinni. Nú er sem betur fer margt úrelt í grcininni. Skárra væri það nú ef menn væru enn jafn nær og 1876 um staðreyndir þeirrar þró- unar þegar maðurinn varð til (eða þau dæmi sem Engels tekur). Eitt af því snert- ir raunar titilinn sjálfan, því nú er hætt að segja að maðurinn sé kominn af öpum eins og Darwin gerði, heldur eru maður- inn og apinn sagðir af sameiginlcgum forföður. En þó að þetta sé tekið með í rcikninginn, aukheldur önnur úrelding, þá stendur þróunarkenningin sjálf cftir óhögguð — sem og það sem mestu skiptir í grein Engels, en það eru ekki einstakar staðreyndir cða einstök dæmi, heldur sú díalektíska kcnning að maðurinn hafi skapað sig sjálfur, líkamsgerð sína og þjóðfélagiö, fyrst og fremst með vinnu sinni, sem svo aftur leiddi af sér ný teg- undareinkenni til viðbótar. Þetta cr kjarni grcinarinnar og um lcið mikilvægur kjarni marxismans. Quó Másson 26. sept. '89. 114

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.