Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 25

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 25
lamb sitt, enda þótt þær geri það öldungis ómeðvitað. Hæfni dýra til að aðhafast á meðvitaðan og planlagðan hátt er háð þróun taugakerfisins, en í spendýrum er það tiltölulega háþróað. Á refaveiðum í Englandi má daglega sjá af hvílíkum hyggindum refurinn beitir frábærri þekk- ingu sinni á staðháttum til að hrista af sér þá sem hann elta; og hversu vel hann not- færir sér öll hagstæð sérkenni landsins til að eyða lyktinni af sér. Húsdýrin okkar, sem hafa þroskast af samneyti sínu við menn, getur maður sífelldlega staðið að bauki sem sýnir klókindi alveg á við börn. Því rétt eins og þróunarsaga mannsfóst- urs í móðurkviði er aðeins stytt endur- tekning á sögunni, sem gerðist á ármill- jónum, um líkamsþróun forfeðra vorra úr dýraríkinu, allar götur aftur í orma; þannig er og andlegur þroskaferill manns- barnsins aðeins enn styttri endurtekning á þróun þessara sömu forfeðra, altént þeim seinustu. En allar planlagðar athafnir allra dýranna samanlagðra hafa aldrei náð því að brenna jörðina marki vilja dýranna. Pað var manninum látið eftir. í stuttu máli notar dýrið aðeins um- hverfi sitt og veldur á því breytingum bara með því að vera til staðar; með breyting- um sínum lætur maðurinn það þjóna markmiðum sínum, ríkir yfir því. Þetta er endanlcgur, eiginlegastur munur manna og annarra dýra, og rétt eina ferðina er það vinnan sem veldur þessum mun. Látum samt vera að ausa okkur yfir- drifnu lofi í tilefni af sigrum okkar manna á náttúrunni. Fyrir hvern þvísa sigur tek- ur náttúran út hefnd sína á okkur. Satt er það að hver sigur færir okkur í fyrstu niðurstöðuna sem við væntum, en síðan fer hann að hafa ólík og ófyrirscð áhrif sem allt of iðulega þurrka út ávinninginn áður. Fólkið sem ruddi skógana í Meso- pótamíu, Grikklandi, Litlu Asíu og víðar til að komast yfir ræktarland óraði aldrei fyrir því að með því að ryðja burt skógun- um væri það jafnframt að ryðja burt stöð- unum þar sem raki safnaðist saman og lá í forða, og legði þannig grundvöll að nú- verandi auðn þessara landa. Þegar ítal- irnir í Ölpunum kláruðu furuskóginn í suðurhlíðunum, sem var í slíkum metum norðanmegin, höfðu þeir ekki hugmynd um að þar með skæru þeir á rætur mjólk- uriðnaðar í eigin lendum; því síður höfðu þeir hugboð um að þar með yllu þeir vatnsþurrð í fjallalækjum sínum lungann úr árinu og kæmu í veg fyrir að þeir flæddu yfir ekrurnar á regntímanum. Þeir sem útbreiddu kartöflur í Evrópu voru ekki klárir á því að samtímis þessum mjölkenndu hnýðum voru þeir að dreifa kirtlapest. Við hvert fótmál erum við þannig minnt á það að við stjórnum frá- leitt náttúrunni eins og landvinningamað- ur framandi fólki, eins og sá sem stendur utan við náttúruna — heldur tilheyrum við náttúrunni, hvort sem er hold og blóð og heili, viðhöfumst í henni miðri, og öll yfirráð okkar yfir henni felast í þeirri staðreynd að við höfum það fram yfir all- ar aðrar skepnur að geta lært lögmál hennar og hagnýtt þau á réttan hátt. Og með hverjum degi sem líður öðl- umst við raunar betri skilning á þessum lögmálum og förum að skynja hvoru tveggju þær afleiðingar sem fyrst verða af afskiptum okkar af háttbundnum gangi náttúrunnar og líka hinar sem síðar koma. Sér í lagi eftir hinar glæstu fram- farir náttúruvísindanna á þessari öld erum við nú færari cn nokkru sinni um að gcra okkur grein fyrir, og þannig að hafa taumhald á, fjarlægari náttúrulegum af- leiðingum af í það minnsta daglegum framleiðslustörfum okkar. En því lengur 121

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.