Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 35

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 35
nauðsynlegt að tortíma Hererum sem sjálfstæðri þjóð." Þýsku hersveitirnar voru margfalt bet- ur vopnum búnar og tókst því að hrekja Herera út á þurra Kalahari-eyðimörkina þar sem þeir létu lífið þúsundum saman. Namar áttu í skæruhernaði undir forystu Jacob Morenga frarn til ársins 1906. Þjóð- verjar ákváðu að afmá alla andspyrnu og frömdu þjóðarmorð með því að eitra vatnsbólin og skjóta af vélbyssum á flóttamenn. Hernaðurinn gegn ættbálk- um Herera og Nama kostaði líf helmings allra íbúa mið- og suðurhluta Namibíu. í árslok 1905 var búið að myrða 75- 80% Herera. Þá hafði þeim fækkað úr 60.000-80.000 í 16.000. Þar af voru 14.000 í fangabúðum Þjóðverja, aðrir flýðu land. Namar fengu svipaða útreið. Árið 1911 höfðu 35-50% þeirra verið myrtir. Tala þeirra var komin niður í 9.800, en þeir voru 15.000-20.000 árið 1892. Nýlendustjórn Þjóðverja í Namibíu hafði einkum þrjú markmið: I fyrsta lagi Namibía er lifandi dæmi um það, hvert arðrán, heimsvaldastefna og nýlendustefna leiða í sinni ýktustu mynd. Apartheid er kerfi sem er í senn villimannlegt, ógeðfellt og ómannúð- legt. Rúmur helmingur íbúa mið- og suðurhluta landsins var myrtur til að koma því á fót. Landið er nánast í eigu fjölþjóða fyrirtækja og er gróðahlutfall þeirra mjög hátt. Árið 1983 nam heild- argróði erlendra fyrirtækja 40% af landsfi'amleiðslunni. Talið er að undan- farin ár hafi 20% af landsframleiðslunni verið fluttur úr landi í formi ágóða. Laun hvítra eru átján sinnum hærri en laun blökkumanna og 40% íbúanna fá í sinn hlut einungis 6-7% heildartekna landsmanna. Sam Nujoma, forseti SWAPO. að ræna jarðnæði frá íbúum landsins og færa það þýskum landnemum; í öðru lagi að brjóta niður ríkjandi samfélagsskipan og gera íbúana sér háða og undirgefna; í þriðja lagi að neyða landsmenn til þess að vinna á búgörðum í eigu hvítra landnema og við nýhafinn námarekstur og iðnað. Eftir þetta blóðbað stóðu Þjóðverjar nú frammi fyrir skorti á vinnuafli og skipulögðu því ákveðin svæði þar sem 131

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.