Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 24

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 24
sýndust ríkja yfir þjóðfélögum mannsins, hurfu hinar látlausu afurðir vinnandi handa í skuggann, þess þá heldur úr því hugurinn sem áformaði vinnuna gat býsna snemma á þróunarvegferð þjóð- félagsins (til að mynda strax í frumstæðu fjölskyldunni) komið vinnunni sem hann hafði á prjónunum yfir á aðrar hendur en sínar eigin. Allt þakklæti fyrir skjótar framfarir siðmenningarinnar áskildu menn huganum, útfærslum og virkni heil- ans. Menn vöndust á að skýra gerðir sínar svo að þær spryttu af heilabrotum, en ekki þörfum (en þær skynjaði maður hvort sem er og ígrundaði í huganum); og þann veg kom í fyllingu tímans fram á sjónarsviðið sú hughyggjuheimsskoðun sem hefur drottnað yfir hugum manna, einkum frá því heimur fornaldar hrundi. Drottnunarvald hennar er slíkt fram á þennan dag að meira að segja efnis- hyggjusinnuðustu náttúruvísindamönn- um úr skóla Darwins er enn þá um megn að gera sér einhverja skýra grein fyrir uppruna mannsins, af því áhrifavald þess- arar hugmyndafræði hamlar því að þeir viðurkenni þátt vinnunnar þar. Eins og þegar hefur verið drepið á breyta dýr umhverfi sínu með því sem þau eru að bauka, á sama hátt og maður- inn, en kannski ekki í jafn ríkum mæli; og þessar breytingar orka svo aftur á þá sem ollu þeim og breyta þeim, eins og vér höf- um séð. I náttúrunni gerist ekkert í ein- angrun. Allt hefur áhrif á og verður fyrir áhrifum frá öllu öðru, og það er mest af því þessi margfalda hreyfing og víxlverk- an gleymist að náttúruvísindamönnum vorum tekst ekki að öðlast skýra hugmynd um einföldustu hluti. Vér sáum hvernig geitur hafa hindrað það að skógar sprctti á nýjan leik í Grikklandi; á cynni Sankti Helenu hefur geitum og svínum þeim sem fyrstu landnemarnir höfðu meðferðis þangað tekist að útrýma hinu gamla gróð- urríki eyjunnar hér um bil alveg, og þannig gert jarðveginn kláran fyrir tímg- un þeirra jurta sem sjómenn og nýlendu- herrar seinna meir höfðu í farteskinu. En dýr hafa varanleg áhrif á umhverfi sitt án þess að ætla sér það, og hvað dýrin sjálf varðar, af slysni. Því fjær sem manninn dregur frá dýrum verða aftur á móti áhrif hans á náttúruna að eðli til æ vísvitaðri, ráðgerðar athafnir er beinast að ákveðnu og áður bollalögðu marki. Skepnur eyði- leggja flóru staða án þess þær botni í því. Menn gera það til að sá fyrir akurkorni í jarðveginn sem við þetta losnar, ellegar þá planta niður trjám eður vínvið sem þeir vita að gefa vel af sér. Menn flytja gagnlegar jurtir og húsdýr milli landa og breyta þannig jurta- og dýraríki í heilum álfum. En í ofanálag breytast plöntur og dýr þannig í höndum manna fyrir tilstuðl- an ónáttúrulegrar æxlunar að þau verða óþekkjanleg. Enn er árangurslaust verið að skima eftir þeim villtu sortum sem korntegundir vorar spruttu af. 'Og enn er ágreiningur um það af hvaða villtum dýr- um afkaplega ólík hundakyn okkar elleg- ar jafnmörg hrossakyn okkar eru komin. Það segir sig sjálft að ekki hvarflar að oss að bera á móti því að dýr geta aðhafst í samræmi við áætlun og með áður ígrund- uðum hætti. Þvert á móti er planlagður athafnamáti til staðar í kímformi hvar scm frymi (prótoplasmi), lifandi eggja- hvíta, viðhefst og bregst við, þ.e. gerir til- teknar hreyfingar, þó afar einfaldar séu, vegna tiltckins ytra áreitis. Slík viðbrögð ciga sér stað meira að scgja þar scm enn er engin fruma til staðar, því síður tauga- fruma. fað er einhvcr vottur af planlagðri athöfn í þeim hætti sem skordýraáts- plöntur hafa á því að handsama fórnar- 120

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.