Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 34

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 34
Minnihlutastjórn Suður-Afríku hefur drottnað yfir Namibíu í 74 ár og nýtt sér vinnuafl landsins og náttúruauðlindir að vild. Líkt og öðrum nýlendustjórnum er henni þannig farið að hún er ekki reiðu- búin að láta stjórnina af hendi. Alþýða manna í Namibíu er hins vegar staðráðin í að endurheimta sjálfstæði sitt fyrir fullt og allt. Alþýða Iandsins hefur barist gegn kúg- un og arðráni í rúma öld, fyrst gegn inn- rás Þjóðverja og síðar við suður-afríska nýlenduveldið. Namibía er strjálbýlt land með um það bil 1,7 milljón íbúa, þar af eru 90% blökkumenn. Helmingur landsins er eyði- mörk eða hálfgildings eyðimörk. I Nami- bíu er þurrast loftslag sunnan Sahara- eyðimerkurinnar. Áður en fyrstu landnemarnir settust að höfðu samfélögin í Afríku myndað með sér bandalög á sviði stjórnmála og versl- unar. Bretar komu á seinnihluta 19. aldar og gerðu tilkall til Walvis Bay, einu hafn- arborgar Namibíu þar sem er aðdjúpt. Þjóðverjar lýstu sjálfa sig lögmæta eig- endur annarrar hafnar, Lúderitz Bay. Þýskalandi úthlutað Namibíu Nýlenduveldin í Evrópu ákváðu á Ber- linarráðstefnunni 1884-1885 hver skyldi stjórna Namibíu. Þýskalandi var úthlutað öllu Iandinu, að undanskilinni Walvis Bay. Hana fengu Bretar í sinn hlut. Þýskaland stjórnaði Namibíu fram til upphafsára fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þýsku nýlenduherrarnir náðu aldrei öllu landinu á sitt vald og kusu því að láta nyrðrihluta landsins afskiptalausan. Þar bjó Ovambo-ættbálkurinn, vel vopnum búinn. Þjóðverjar reiddu sig á Portúgali, nýlendukúgara Angólu í fjórar aldir, en einbeittu sér þess í stað að mið- og suður- héruðunum. Þar bjuggu einkum ættbálk- ar Nama og Herera. Þjóðverjar gerðu árás á byggð Hendrik Witbooi, höfðingja Nama. Namar hrundu árásinni og tókst meira að segja að komast yfir 150 hesta úr riddaraliði Þjóðverja. Innrásarliðið skipti þá um aðferð og fór að deila og drottna með því að nýta sér mismunandi stöðu afrísku leiðtoganna, einangra hina sterkari og drottna yfir hin- um veikari. Engu að síður liðu 22 ár þar til þeir höfðu náð lendum Nama og Her- era á sitt vald. Til þess að flýta fyrir þróuninni setti þýska innrásarliðið lög þar sem kveðið var á um þungar refsingar, er greiddar skyldu með nautgripum. Lögunum var stefnt gegn Afríkubúum er gerðust á ein- hvern hátt brotlegir, oft án þess að gera sér grein fyrir því. Þjóðverjar buðu einnig lán til vörukaupa og notfærðu sér síðan dómskerfið til þess að knýja fram greiðslu skuldanna, ýmist í formi jarðnæðis eða nautgripa. Um 1903 var rúmur helmingur nautgripa Herera-ættbálksirts kominn í hendur þýsku landnemanna. Hererar og Namar rísa upp í janúar 1904 risu Hererar upp gegn nýlenduherrunum og í ágúst gengu Nam- ar í lið með þeim. Svar þýska hershöfð- ingjans, Von Trotha, var á þessa leið: „Hererar eru ekki lengur þegnar Þýskalands. Allir Hererar verða að yfir- gefa landið. Ef þeir þráast við mun ég neyða þá til þess með stóru byssunum. Sérhver Hereri sem dvelst innan þýsku Iandamæranna með eða án byssu, með eða án nautgripa, verður skotinn. Ég tek ekki Iengur á móti konum eða börnum, ég mun reka þau aftur til fólksins síns, að öðrum kosti mun ég skjóta þau... Ég tel 130

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.