Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 27

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 27
sem því fer fram því betur munu menn ekki bara finna heldur líka vita að þeir eru eitt með náttúrunni, og því ómögu- legri verður hin bjánalega og ónáttúru- lega hugmynd um kontrast hugar og efnis í milli, manns og náttúru, sálar og lík- ama, hgmyndin sem spratt fram eftir endalok hinnar klassísku fornaldar í Evr- ópu og birtist í þróuðustu formi í kristn- inni. Vinnu árþúsunda þurfti til að við lærð- um lítillega að reikna út fjarlægari náttúr- leg áhrif afhafna okkar á sviði fram- leiðslu, en það hefur reynst enn erfiðara hvað varðar fjarlægari félagsleg áhrif þessara athafna. Við minntumst á kar- töfluna og þá útbreiðslu kirtlapestar sem hún olli. En hvað er kirtlapest í saman- burði við þau áhrif sem það hafði á lífs- skilyrði þorra fólks í heilu löndunum þeg- ar mataræði verkafólks var einskorðað við kartöflur; m.ö.o. í samanburði við neyðina sem kartöflusýkingin leiddi yfir írland árið 1847 og kom í gröfina milljón írum sem nærðust eingöngu, eða svo til eingöngu, á kartöflum, en neyddi tvær milljónir að auki til að fara vestur um haf? Þegar arabar komust upp á lag með að búa til sterk vín kom þeim aldrei til hugar að þar væru þeir að sníða eitt skæð- asta vopnið til að útrýma frumbyggjum amerísku heimsálfunnar sem þá var enn ófundin. Og þegar svo Columbus síðar fann Ameríku vissi hann ekki að með því bjó hann í haginn fyrir þrælaverslun með negra og gaf þrælahaldi nýtt lífsmark, en það var þá löngu liðið undir lok í Evrópu. Þeir menn scm á 17. og 18. öld voru að puða við að búa til gufuvélina höfðu ekk- ert hugboð um að þeir væru að vinna að tæki sem í ríkari mæli cn nokkuð annað átti eftir að umbylta félagslcgum afstæð- um um gjörvallan heim. Sérstaklega í Evrópu; en þar varð þetta tæki til þess að auður safnaðist saman í hendur minni- hlutahóps en yfirgnæfandi meirihluti íbúanna varð eignalaus; og fékk þannig borgarastéttinni í hendur félagsleg og pólitísk yfirráð; varð síðan kveikja stétta- baráttu milli borgarastéttar og öreigalýðs sem getur aðeins lyktað með valdsvipt- ingu borgarastéttarinnar og afnámi allra stéttaandstæðna. En af langri og iðulega dýrkeyptri reynslu, aukheldur af því að safna og greina söguleg gögn, lærum við einnig á þessu sviði smám saman að gera okkur skýra hugmynd um óbein og fjar- lægari félagsleg áhrif framleiðslustarfa okkar, og öðlumst þannig tækifæri til að hemja og sníða þessum áhrifum stakk. Til þess þarf á hinn bóginn dálítið meira en blábera þekkingu. Til þess þarf að bylta algjörlega framleiðsluhættinum sem við búum við og hefur verið við lýði fram til þessa, og það þarf, í sama mund, byltingu á öllu núverandi þjóðfélagskerfi okkar. Allir framleiðsluhættir til þessa hafa einungis miðað að skjótfengnasta og beinasta nytsömum afrakstri vinnunnar. Þær frekari afleiðingar sem síðar komu í ljós og spruttu smám saman af endur- tekningu og upphleðslu var ekkert skeytt um. Hin upphaflega sameign á jarðnæð- inu samsvaraði annars vegar stigi þróunar mannsins þegar sjóndeildarhringurinn takmarkaðist almennt af því sem var til- tækt þegar í stað; hins vegar var það skil- yrði þcssarar sameignar að til staðar væri ákveðin ofgnótt jarðnæðis er gæfi svig- rúm til þess að vega upp á móti hugsan- lcgum lélegum afrakstri þessarar frum- stæðu gerðar hagkerfis. Þegar umfram- jarðnæði þraut fór líka að halla undan fæti fyrir samcigninni. Öll æðri form framleiðslunnar leiddu á hinn bóginn til 123

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.