Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 7

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 7
„Mér dugði ekki sú huggun marxískra vina minna, að starfið væri besta svarið og raunar eina svarið. Mér fannst þetta raunar svo aðkallandi, að ég fór að hverfa á vit þessa áhugamáls míns á stolnum stundum eins og ég orðaði það sjálfur." (bls. 19) Ennfremur lýsir hann viðhorfi marx- ismans (eða réttara sagt viðhorfi flestra starfandi marxista) svo: „Það liggur bara í hlutarins eðli, að það sem maður er að gera hafi mein- ingu." (bls. 25) og bætir við: „Þetta er það algengasta meðal marx- ista og yfirleitt meðal fólks, sem ekki byggir líf sitt á trúarlegum grundvelli. Svo eru aðrir sem gera það, og trúin er þeim næg." (bls. 25) Tilgangur mannlegs lífs var sú mikla gáta sem Brynjólfur glímdi við alla ævi. Hann áleit mannkyninu lífsnauðsyn á því að þessi gáta hefði jákvæða lausn því ann- ars gapti við siðlaus tómhyggja. Og Brynjólfur taldi framhaldslíf vera for- sendu þess að lífið hefði tilgang. Ekki ætla ég mér þá dul að gera grein fyrir við- horfum hans og rökum en læt nægja ör- fáar tilvitnanir í Gátuna miklu. Brynjólfur hafnaði athvarfi trúarinnar: „Ef vér á annað borð leitum athvarfs hjá trúnni, verðum vér að stíga skrefið til fulls. Trúin verður að vera blind. Ef vér leyfum Ijósi hugsunarinnar að skína á það, sem vér trúum, hverfur trúin eins og skuggi." „Hitt skiptir þó mestu máli, að hið trúarlega lífsviðhorf er í eðli sínu and- stætt mannlegri framvindu og þekking- arleit. Ef vér gerum gælur við það á einu sviði, tekur það að móta alla hugsun vora og seilist til valda á öllum sviðum mannlegs lífs. Á vorum dögum er áróður fyrir trúarbrögðum og trúar- legum viðhorfum, sem loka leiðum þekkingarinnar og hneppa hugsun manna í viðjar, siðlaust athæfi, sem einungis er hægt að fyrirgefa þeim, sem vita ekki hvað þeir gera." (bls. 110) Hann aðhylltist jafnframt vísindalega efnishyggju í vissum skilningi: „Vér höfum nú komist að þeirri niður- stöðu, að sannleikskenningar efnis- hyggjunnar séu hinar einu, er séu í samræmi við vísindin, hinn eini mögu- legi grundvöllur og forsenda vísinda- legrar sannleiksleitar." (bls. 104) og gerði sér engar tyllivonir um hvert þetta viðhorf leiddi: „Sú ályktun, að vitund einstaklingsins líði undir lok með líkamanum, er til- tölulega mjög örugg aðleiðsluályktun samkvæmt öllum venjulegum reglum vísindanna, enda hefði hún aldrei orð- ið sannfæring allmikils hluta mann- kynsins, ef sú væri ekki raunin á." (bls. 105) En vísindaleg efnishyggja og aðleiðslu- aðferðir hennar voru Brynjólfi ekki nóg. Gátan mikla krafðist sinnar lausnar. Hann heldur áfram og setur fram hug- myndina um „lífsnauðsyn sem verður að röknauðsyn": „Hið sanna er því aðeins nokkurs virði, að mannleg verðmæti séu til. Forsendurnar fyrir því, að vér greinum sannleika frá blekkingu, rétt frá röngu og leitum sannleikans, eru því: 1) Til er hlutveruleiki og 2) líf vort og starf 103

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.