Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 44

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 44
til við það pólitíska verkefni að virkja Namibíumenn til að berjast fyrir því að hinn kúgaði meirihluti landsins fái ráðið ráðum sínum sjálfur. Viðfangsefni SWAPO Fyrsta skrefið á leið Namibíu til sjálf- stæðis var að halda kosningar til stjórn- lagaþings. Þar verða lögð drög að nýrri stjórnarskrá. Samkvæmt ályktun 435 áttu eftirlits- sveitir Sþ að fylgjast nákvæmlega með framvindu kosninganna. í janúar rak Bandaríkjastjórn áróður innan Öryggis- ráðs Sþ fyrir því að fækkað yrði í eftirlits- sveitunum. Hinir fastafulltrúarnir fjórir í Öryggisráðinu Bretar, Kínverjar, Sovét- menn og Frakkar samþykktu fækkun úr 7.500 í 3.000 þrátt fyrir andstöðu grann- ríkja Suður-Afríku, Samtaka óháðra ríkja og ríkisstjórnar Kúbu. Suður-Afríkustjórn hefur æ ofaní æ brotið ákvæði samkomulags Sþ frá því í desember 1988. Með gríðarlegri hernað- aruppbyggingu í landinu samfara dyggri aðstoð Louis Pienaar, nýskipaðs nýlendu- landstjóra og leppa sinna í Turnhalle lýðræðisbandalaginu (Democratic Turn- halle Alliance, DTA) hafa kynþáttahatar- arnir staðið fyrir skemmdarverkum og of- beldi gagnvart liðsmönnum jafnt sem hugsanlegum fylgismönnum SWAPO. Svo einarðlega hafa SWAPO og stuðn- ingsmenn hennar barist fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti Namibíu og flett ofan af sóðalegum aðferðum Suður-Afríku- stjórnar, að hún hefur orðiö að draga úr þeim. í kosningunum, 7. - 11. nóvcmber, tóku 10 flokkar þátt og fengu 7 þeirra nægjanlegt atkvæðamagn til setu á stjórn- lagaþinginu. SWAPO hlaut 57% atkvæða og 41 sæti á þinginu. DTA fékk 21 sæti, Flestir sjúkdómanna stafa af hreinni fátækt og lélegri eða lítilli fæðu. Árið 1986 var gerð rannsókn á heilbrigðis- ástandi svartra barna á forskólaaldri í Namibíu. Hún sýndi að einn fjórði barnanna var vannærður og 11% þjáð- ust af bráðri vannæringu. Rannsóknin náði ekki til átakasvæðanna, en þar er ástandið enn verra. Hvítum börnum stafar engin hætta lengur af berklum, mislingum eða meltingarsjúkdómum. Þessir sjúkdómar eru hins vegar megin- ástæður ungbarnadauða meðal barna blökkumanna. Sameinaða lýðræðisfylkingin í Namibíu (United Democratic Front of Namibia) fékk 4 sæti, Kristilegi þjóðarflokkurinn (Action Christian National Party) fékk 3 sæti og þrír smáflokkar hlutu 1 sæti hver. Alls greiddu 670.830 atkvæði. SWAPO hlaut rúmlega 90% atkvæða í Ovambo- heimalandinu í norðri, en þar höfðu 248.000 kosningarétt. Talið er að 50.000 hvítra hafi kosið, meirihlutinn DTA. Samkvæmt ályktun 435 þarf tvo þriðju hluta atkvæða í stjórnlagaþinginu til að samþykkja stjórnarskrá. Koevoet bófaflokkurinn Yfirlýsingar voru gefnar úr 30. sept- ember síðastliðinn þess efnis að leysa bæri upp hinar hötuðu suður-afrísku Ko- evoet hersveitir og senda þær aftur til heimkynna sinna. í ályktun 435 er kveðið á um að sveitirnar verði leystar upp og stjórnskipulag þeirra lagt niður. Fram í ágústmánuð var þetta hunsaö. Síðan hef- ur Pienaar, hcrshöfðingi og bráðabirgða- landstjóri, ncyðst til að fullyrða aö marg- ar Koevoet hcrsveitanna hafi verið lcyst- ar upp og „fclldar inn í" lögreglusveitirn- 140

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.