Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 22

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 22
menn, og samt gera þeir engan greinar- mun á hundraðsta hluta þeirra þefja sem fyrir mönnum eru óbrigðular vísbending- ar ákveðinna hluta. Og snertiskynið, sem apar varla hafa í grófustu upphafsmynd, þróaðist fyrst samhliða þróun manns- handarinnar sjálfrar, fyrir tilstilli vinnu. Þróun heilans og skynfæranna sem hon- um þjóna; skýrari vitund og vaxandi færni til að alhæfa og draga niðurstöður; — þetta orkaði svo aftur á vinnu og talmál og hvatti án afláts frekari þróun. Pað urðu ekki lyktir þessarar þróunar þegar menn greindust frá öpum; hún hélt áfram af krafti þegar á heildina er Iitið, þó hún hafi verið mismunandi um stig og stefnu meðal ólíkra þjóðflokka á ólíkum tímum og stöðvaðist jafnvel endrum og sinnum tímabundið eða staðbundið. Nýr þáttur, sem kom fram á sjónarsviðið um leið og hinn fullmótaði maður, gerði hvort tveggja að ýta þessari þróun sterklega áfram og stýra henni á afmarkaðri braut- ir: nefnilega þjóðfélagið. Hundruð þúsunda ára, sem í jarðsög- unni eru ekki merkilegri en sekúnda í lífi manns,6 liðu áreiðanlega áður en mann- félag myndaðist upp úr hópum apa sem príluðu í trjánum. Og þó birtist það að endingu. Og hvert er það sérkenni sem við rétt eina ferðina finnum fyrir og skilur á milli apahóps og mannlegs félags? Vinnan. Apahóparnir gerðu sig ánægða með það að rása bítandi um svæði sem mörkuðust af landfræðilegum aðstæðum ellegar mótspyrnu annarra hópa í grennd- inni; apahóparnir lögðu upp í leiðangra og bardaga til að afla fæðu á öðrum svæðum, en gátu ekki nýtt þau umfram það sem þau höfðu að bjóða í náttúrlegu ástandi; nema hvað þeir gerðu jaröveginn frjórri á óvísvitaðan hátt með eigin hægðum. Um leið og búið var að nema land alls staðar þar sem fæðu var að hafa gat ekki orðið nein frekari fjölgun á öpunum; tala þeirra stóð í stað þegar best gegndi. En allar skepnur ónýta yfrið magn fæðu og eyðileggja þar á ofan þá næringu sem enn er í uppvexti. Veiði- menn hlífa kvenhjörtunum sem leggja til ungviði að ári liðnu, en það gera ekki úlfarnir; geiturnar í Grikklandi, sem sporðrenna nýjum runnum áður en þeir ná þroska, hafa étið svo að öll fjöll þar í landi standa eftir nakin. Þessi „rányrkja" dýra á mikilvægan þátt í því að stigþróa tegundir með því hún neyðir þær til að aðlaga sig óvanalegu fæði sem þær geta þakkað fyrir að breyta efnalegri samsetn- ingu blóðsins og síðan smám saman allri líkamsbyggingu, meðan hinar tegundirn- ar sem ekki aðlaga sig, deyja út. Enginn vafi leikur á því að þessi rányrkja átti mikilvægan þátt í umbreytingu forfeðra okkar úr öpum í menn. Með kynþætti apa sem gnæfði yfir alla aðra hvað greind og aðlögunarhæfni snerti hlýtur þessi rányrkja að hafa leitt til neyslu æ fleiri plöntutegunda ®g æ fleiri ætra pöntuhluta. í stuttu máli varð fæðan æ fjölbreyttari, eins og líka fæðuagnirnar sem þaðan komu inn í kroppinn, fæðu- agnir sem voru kemískar forsendur fyrir tilurð mannsins. Allt var þetta þó ekki enn vinna í réttri merkingu þess orðs. Vinnan hefst á því að búa til verkfæri. Og hvaða verkfæri finnum vér elst, af þeim erfðagripum frá forsögulegum mönnum að dæma sem fundist hafa, af lífsháttum elstu sögulegu þjóða að dæma auk heldur hrásoðnustu villimðnnum nútímans? Þetta eru tól til fisk- og dýraveiða, en þau síðar- nefndu eru sömuleiðis brúkleg vopn. Fiskirí og veiðar eru á hinn bóginn vís- bendingar um breytt mataræði, sem nú einskorðaðist ekki lengur við grænmeti, 118

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.