Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 21

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 21
yfir náttúrunni byrjaði með þróun hand- arinnar, vinnunni, og víkkaði sjóndeild- arhring mannsins við sérhvert framfara- skref. Stöðugt uppgötvaði hann nýjar og áður ókunnar eigindir í náttúrulegum hlutum. Á hinn bóginn hlaut þróun vinn- unnar að ýta á eftir því að meðlimir mannfélagsins færðust nær hver öðrum þar sem hún hafði í för með sér fjölgun dæma um gagnkvæman stuðning og sam- starf og leiddi í ljós fyrir hverjum einstak- lingi yfirburði þessarar sameiginlegu virkni. í stuttu máli komust hinir verð- andi menn á það stig að þeir höfðu svolít- ið að segja hver öðrum. Þörfin gat af sér tækið; óþróað barkakýli apans breyttist hægt en örugglega fyrir tilstilli tónbreyt- ingar og varð þannig fært um stöð- ugt flóknari tónbreytingar og líffæri í munninum lærðu smám saman að bera fram sífellt ný merkingarbær hijóð. Samanburður við dýr sannar að þessi skýring á uppruna tungumálsins í og úr vinnuferlinu er hin eina rétta. Pað Iitla sem jafnvel háþróuðustu dýrin þurfa að tjá sig hvort við annað krefst ekki merk- ingarbærs talmáls. í náttúruástandi finnst öngvu dýri það bæklun að geta ekki talað eða skilið orðræður mannsins. Allt öðru máli gegnir um dýr sem maðurinn hefur tamið. Hundurinn og hesturinn hafa vegna tengsla sinna við manninn þroskað með sér svo næmt eyra fyrir merkingar- bæru talmáli að þeir geta auðveldlega lært að skilja allt tal sem þau geta gert sér í hugarlund (within their range of concept). Þar á ofan hafa þau öðlast tilfinningar, svo sem væntumþykju í garð manna, þakklæti o.s.frv. sem áður voru þeim framandi. Allir þeir sem hafa mikið um- gcngist slík dýr munu eiga erfitt með að komast hjá að trúa því að í mörgum finna þau nú til vangctu sinnar til að tala sem galla, enda þótt þessi galli sé því miður óbætanlegur vegna þess að raddfæri þeirra eru of sérhæfð til ákveðins brúks. Samt sem áður hverfur jafnvel þessi van- geta að nokkru þar sem þessi raddfæri eru til staðar. Munnlíffæri fugla eru eins ólík munnlíffærum mannsins og frekast getur orðið, og þó eru fuglar einu dýrin sem geta lært að tala; og það er fuglinn með herfilegustu röddina, páfagaukurinn, sem talar best þeirra allra. Nú skyldi enginn halda því fram að páfagaukurinn skilji ekki það sem hann segir. Satt er það að hreinlega fyrir sakir ánægjunnar af því að tala og samneyta mönnum getur páfa- gaukurinn blaðrað klukkustundum saman, og endurtekur þá í sífellu gjörvallan orðaforða sinn. En það sem rúmast innan endimarka ímyndunarafl hans getur hann líka skilið. Nú kennir maður páfagauki blótsyrði þannveg að hann fái hugmynd um merkingu þeirra (einhver besta skemmtun sjómanna á heimleið úr hita- beltislöndum) og hrekkir hann svo; verð- ur maður þess þá bráðlega vísari að páfa- gaukurinn kann rétt eins vel að beita blótsyrðunum og götusali í Berlín. Sama gildir um sætindabetl. Fyrst vinnan og síðar einnig talmálið — þetta voru þeir tveir hvatar er mestu vörð- uðu um stigþróun apaheilans í mannsheil- ann, sem þrátt fyrir allan skyldleika er mikl- um mun stærri og fullkomnari. Hönd í hönd við þróun heilans fór þróun nærtæk- ustu hjálpartóla hans — skynfæranna. Rétt eins og stigþróun talmáls óhjá- kvæmilega helst í hendur við samsvarandi aukiö næmi hlustanna, þannig fylgir og þróun heilans yfirleitt aukið næmi allra skynfæra. Örninn sér mun lengra frá sér en maðurinn, en mannsaugað greinir tals- vert meira í hlutum heldur en arnaraugað. Hundar hafa miklu næmara þefskyn en 117

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.