Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 23

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 23
heldur tók jafnframt til kjöts, og þetta er annaö þýðingarmikið skref í umbreyt- ingarferli apa í menn. Kjötið lagði til, svo að segja í tilbúnu formi, þá næringarþætti sem líkaminn þarfnaðist til efnaskipta sinna. Kjötátið stytti þann tíma sem melt- ingin tók og skar þannig líka niður þau ferli önnur í líkamanum sem komu til af grænmetisáti og svöruðu til plöntulífs, en þannig vannst frekari tími, efni og löngun til virkrar tjáningar hins eiginlega dýrs- lega lífs. Og því fjær sem hinn verðandi mann dró frá grænmetisríkinu, því hærra reis hann upp yfir dýrið. Rétt eins og það breytti hundum og köttum í þjóna mannsins að þeir vöndust á að éta græn- meti samhliða kjöti, þannig varð líka að- lögun að kjötáti ásamt grænmetisáti til að gefa hinum verðandi mönnum líkamleg- an styrk. Kjötátið hafði þó mest áhrif á heilann sem nú fékk til muna ríkulegar útlátin þau efni sem hann þurfti sér til næringar og þróunar, og gat þess vegna þróast miklu snarlegar og betur kynslóð fram af kynslóð. Með allri tilskilinni virð- ingu fyrir grænmetisætum þá varð maður- inn ekki til án þess hann borðaði kjöt, og enda þótt þaö hafi í einn eða annan tíma leitt til mannáts meðal allra þjóða sem við þekkjum (áar Berlínarbúa, Weletabíanar ellegar Wilzianar, voru vanir að borða foreldra sína fram á 10. öld) þá varðar það okkur engu nú. Kjötát leiddi af sér tvíþætta framför sem úrslitavægi hafði: beislun eldsins og húsdýrahald. Hið fyrrnefnda stytti enn meltingarferlið, þar sem eldurinn skilaði matnum svo að segja hálf-meltum; en húsdýrahaldið lagði til nýja og áreiðan- •ega uppsprettu kjöts ofan á það sem veiddist, en auk þess mjólk og mjólkuraf- uröir, nýja fæðutcgund sem var í það minnsta jafngóð og kjöt að samsetningu. Þannig var hvor tveggja þessara framfara í sjálfri sér nýtt afl til að áorka frelsun mannsins. Hér verður ekki dvalið við óbeinar afleiðingar þeirra í smáatriðum, þar sem það mundi leiða okkur of langt frá meginefninu, þó mikilvægar séu þær fyrir þróun manns og þjóðfélags. Rétt eins og maðurinn lærði að éta allt sem ætilegt var, þannig lærði hann líka að draga fram lífið í öllum tegundum tíðar- fars. Hann breiddi úr sér um allan hinn byggilega heim, var Iíka eina dýrið sem það gat fyllilega af sjálfsdáðum. Þau dýr önnur sem hafa vanist við allar tegundir tíðarfars, húsdýr og meindýr, gerðu það ekki upp á eigin spýtur, heldur í kjölfar mannsins. Og það að menn fluttu burt úr jöfnu og heitu loftslagi upprunalegra heimkynna sinna og til kuldasamari landsvæða þar sem árið greindist í sumar og vetur skóp nýjar þarfir — fyrir skjól- greni og flíkur til að verjast kulda og raka en þannig urðu til ný svið vinnu, ný at- hafnaform, sem stöðugt brekkuðu bilið milli manna og dýra. Með því að nota allt þrennt saman, hendur, talfæri og heila, gátu menn, ekki aðeins sem einstaklingar, heldur sem þjóðfélag, valdið æ flóknari verkefnum og sett sér og náð æ hærri markmiðum. Starf hverrar kynslóðar um sig fór að skera sig úr og verða fullkomnara og fjöl- breytilegra. Akuryrkja bættist ofan á veiðar og búpeningshald; og síðan spuninn, vefnaður, málmvinnsla, potta- gerð og siglingar. Ásamt með viðskiptum og iðnaði fór loks að bóla á listum og vís- indum. Ættflokkar urðu þjóðir og ríki. Lög og stjórnmál skutu upp höfði og þar með hin fantastiska endurspeglun á hlut- um mannanna í höfðum þeirra — trúin. Andspænis þessum fyrirbærum, sem sýnd- ust fyrsta kastið vera afurðir hugans og 119

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.