Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 11

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 11
leið mína um Sjáland og heilsa upp á hann, — mikið þykir mér nú fyrir því að ekki varð af því. En þetta kvöld höfðum við nægan tíma. Við höfðum lokið góðu dagsverki og sátum að fram á nótt eða þar til þreyt- an bar mig ofurliði. Þarna tókust meðal annars á líkindafræðingurinn og löghyggju- maðurinn. Eitthvað reyndi ég að bera í bætiflákann fyrir tilviljunina með því t.d. að líkindafræðin sýni hvernig urmull smátilviljana leiði af sér lögbundna hegðun, en ekki beit það á Brynjólf enda kom það lítt við því vandamáli sem skipti hann mestu í þessu sambandi: Hvernig getur löggengi og frelsi farið saman? Mörgum sýnist löggengi og frelsi vera röklegar andstæður en Brynjólfur sýnir fram á í Heimi rúms og tíma að brigð- gengi sé engin lausn á því vandamáli: „Ekkert er fjær því að vera hending en mannlegt val. Væri það bláber hending hvern kostinn vér veljum, þá væri það ekkert frelsi. Annaðhvort mundi gerast, þetta eða hitt, án þess að við gætum svo mikið sem sagt það fyrir, hvað þá ráðið við það." (bls. 190) Brynjólfur var þeirrar skoðunar að löggengi sé beinlínis nauðsynlegt skilyrði frelsis. Rök hans voru eitthvað á þessa leið í útlagningu minni (það er helst skýr- ingardæmið á bls. 218-220 í Heimi rúms og tíma sem ég er að leggja út af). Hugsum okkur að við getum komið okkur fyrir utan heimsins (utan rúms og tíma) og virt hann fyrir okkur ekki bara á einu andartaki heldur sem heild frá upp- hafi vega til eilífðarnóns (tímarúmið). Hugsum okkur vitundarveru í þessum allsherjarheimi. Hún er í heiminum og getur engar ákvarðanir tekið og engin áhrif haft á hvað verður því allt í heimin- um „er" ekkert „verður", engar ákvarð- anir eru „teknar". Frá þessum utanheims- sjónarhóli er því ekki til frjáls vilji og jafnframt er ljóst að þessi heimur er lög- gengur í þeim skilningi að hann lýtur sjálfum sér sem lögmáli. En það er ekki þetta sem yfirleitt er átt Gautaborg ¦ inaí 1984. Brynjólfur og soiiur greinar- höfundar. 107

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.