Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 45

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 45
ar en aö þeir sem eftir eru haldi sig innan bækistöðva sinna. Engu að síður héldu fréttir af ofbeldisverkum áfram að berast og fleiri og fleiri erlendir aðilar kvörtuðu yfir því andrúmslofti kúgunar er ríkti í landinu. Ástand mála varð auðsærra er Anton Lubowski, einn leiðtoga SWAPO, var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Windhoek. Ofbeldisverk stuðningsmanna DTA, fylgismanna Suður-Afríku, halda áfram. Hinn 27. september grýttu þeir og börðu íbúa þorpsins Katutura, utan við Wind- hoek. Þessar sjálfskipuðu lögreglusveitir þrömmuðu gegnum þorpið vopnaðar byssum, kylfum og sveðjum. Peir öskr- uðu slagorð gegn SWAPO er þeir gengu framhjá húsum, þar sem fánar og plaköt stuðningsmanna SWAPO hengu úti og réðust á íbúana. Kosningastjórn SWAPO gaf út yfirlýs- ingu þar sem ögrunin er fordæmd: „SWAPO hefur margoft vakið athygli hershöfðingjans og landstjórans á þeirri hættu er stafar af DTA og ræningjaflokki þess." I yfirlýsingunni er bent á að með- limir DTA séu orðnir örvæntingarfullir þar sem þeim hafi ekki tekist að afla sér almenns stuðnings. Áður hafði aðalfull- trúi Sþ, Finninn Martti Ahtissari, átt fund með fulltrúum frá SWAPO og DTA í norðurhluta landsins eftir að DTA hafði rústað fund SWAPO þar. Heilsugæsla fyrir hvíta og blökku- menn er aðskilin. Talið er að tíu sinnum hærri fjárhæð á mann sé varið til heilsu- gæslu hvítra en blökkumanna. Um 95% lækna eru hvítir. I Ovambo-heimaland- inu eru einungis 10% allra lækna í Nami- bíu, þótt rúmur helmingur íbúa landsins búi þar. Myndun þjóðar SWAPO hefur af sögulegum ástæðum átt miklu fylgi að fagna í norðurhéruðun- um meðal Ovambo-ættbálksins, en til hans telst um helmingur íbúa landsins. Damar, Namar, Hererar og fleiri eru einnig í frelsishreyfingunni. Sameining landsins og myndun einnar þjóðar er stórt viðfangsefni, einkum vegna þess að ný- lenduherrarnir hafa ýkt skiptingu Nami- bíumanna af mismunandi uppruna. í stefnuskrá SWAPO er vikið að nauð- syn þess að takst á við „öll teikn um og til- hneigingar til ættbálkahyggju, átthaga- stefnu, afstöðu er byggir á mannfræði- legri kenningu og kynþáttamisrétti", í til- raun til að sameina alla Namibíumenn. Einn hópurinn, Rehobothers, fluttist búferlum til Namibíu fyrir rúmum 120 árum. Hann varðist öllum tilraunum ann- arra til yfirdrottnunar. Suður-Afríku- stjórn barði Rehobothers til hlýðni með vopnavaldi eftir að þeir höfðu lýst yfir sjálfstæði að lokinni fyrri heimsstyrjöld- inni. Nú kveður einn forystumanna þeirra þá ætla að berjast fyrir sjálfræði eftir að sjálfstæði Namibíu er náð. í Keetmanshoop í syðrihluta Namibíu hafa hvítir atvinnurekendur sagt svörtum landbúnaðarverkamönnum, en margir þeirra eru afkomendur Nama, að SWAPO séu „samtök Ovambo-manna", Svona hlutir gera umræður um sjálfstæði lands- ins erfiðar. Lögreglan í Keetmanshoop sagði stuðningsmönnum SWAPO er þangað komu aö hypja sig fyrir myrkur. DTA, áhangendur Suður-Afríku- stjórnar, hafa notfært sér til hins ýtrasta nýtilkomnar ákærur frá fyrrverandi með- limum í SWAPO þess efnis, að SWAPO hafi fangelsaö, misþyrmt og drepið félaga sína sem voru ásakaðir um að njósna fyrir Suður-Afríkustjórn. Theo-Ben Gurirab 141

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.