Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 46

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 46
Ungir stuAningsmenn SWAPO á fundi í Katuturu. og Hidipo Hamutenya, forystumenn SWAPO hafa lýst því yfir, að allir fangar hafi verið látnir lausir og sumum þeirra hafi verið misþyrmt. Þeir sögðu jafnframt, að þeir félagar í SWAPO er „tekið hafa lögin í eigin hendur“ verði gerðir ábyrgir gerða sinna. SWAPO bauð Alþjóða- nefnd Rauða krossins og Amnesty Int- ernational að kanna staðhæfingar um að samtökin héldu enn fanga. Þrátt fyrir öll þau erfiðu viðfangsefni sem blasa við, heldur SWAPO áfram og hvetur alla Namibíumenn til að stíga fram á sjónarsviðið og taka þátt í að raun- gera sjálfstæði landsins. í lok ræðu sinnar 24. september í Windhoek skoraði Nu- joma, forseti SWAPO, á alla stuðnings- menn samtakanna aö vinna af enn meiri krafti en fyrr að því að mennta og virkja alþýöu manna í Namibíu til starfa: „Við verðum að marséra áfram sjálfsörugg og ákveðin þar til fullnaöarsigur vinnst.“ HEIMILDIR: Baráttusamtök sósíalista, 1988: Suður-Afríka. Grcinasafn um aparthcid. 69 s. CIIR/BCC (Catholic Institut for International Relations/British Council of Churces), 1986: Nain- ihia in thc I980s. 83 s. IDAF (International Dcfcncc and Aid Fund for Southern Africa), 1989: Nainibia. Thc Facts. IDAF Publications. 112 s. Katjavivi, Peter H., 1988: A History of Rcsist- ancc in Namihia. UNESCO, 152 s. Militant. Alþjóðlcgt vikublaö, gefiö út í Banda- ríkjunum. Blaðið er til sölu á íslandi hjá bóksölu Pathfindei. 142

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.