Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 20

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 20
ávöxtum og steinum í óvinina. Þegar þeim er haldið föngnum framkvæma þeir með höndunum ýsmar einfaldar aðgerðir sem þeir apa upp eftir mönnum. Pá sést það regindjúp sem skilur á milli vanþró- aðra handa þeirra apa sem hvað mest líkjast mönnum og svo mannshandarinn- ar sem hefur náð geysilegri fullkomnun vegna vinnu hundruð þúsunda ára. I höndum beggja er fjöldi og almennt fyrir- komulag beina og vöðva hið sama, en hönd villimanns af lægstu stigum getur framkvæmt hundruð aðgerða sem engin apahönd kann að leika eftir — engin apa- hönd hefir nokkru sinni sniðið til frum- stæðasta hníf úr grjóti. Fyrstu aðgerðirnar sem forfeðrum vor- um smám saman tókst að laga hendurnar að á hinum mörgu árþúsundum þróunar- innar frá apa til manns, geta aðeins hafa verið afar einfaldar. Vanþróuðustu villi- menn, jafnvel þeir sem virðast í þann veginn að hverfa aftur til dýrslegra hátta ásamt með samsvarandi h'kamlegri hnignun, eru engu að síður miklu æðri þessum hálfþróuðu verum. Áður en mannshönd gerði sér fyrsta hnífinn úr steinvölu leið líklega tími sem gerir tíma- skeið hinnar þekktu sögu smávægilegt í samanburði. En úrslitaskrefið hafði verið stigið, höndin var orðin laus og gat þaðan í frá öðlast æ meiri fimi; sá aukni sveigj- anleiki sem þannig náðist gekk í erfðir og jókst frá kynslóð til kynslóðar. Höndin er þannig ekki aðeins verkfæri til að vinna með, hún er einnig afurð vinnunnar. Vinnan, aðlögun að sífellt nýjum aðgerðum, erfð vöðva, sina og á lengri tíma: beina, er tekið höfðu sérstakri þróun, og hin stöðugt endurnýjaða notk- un þessa arfbundna hagleiks til nýrra, æ flóknari aðgerða, hefur áorkað þeirri miklu fullkomnun mannshandarinnar sem þarf til að galdra fram myndir Rafaels, styttur Thorvaldsens og tónlist Paganinis. En höndin var ekki til sér á parti, hún var aðeins einn hluti samstæðrar og mjög flókinnar lífrænnar heildar. Og það sem kom höndinni til góða varð og öllum lík- amanum sem hún þjónaði til gagns; og það á tvenna lund. í fyrsta lagi gagnaðist líkamanum lög- málið um fylgni vaxtar, eins og Darwin nefndi það. Þetta lögmál segir að sérhæfð form aðskilinna hluta lífveru eru ávallt tengd sérstökum formum annarra hluta hennar sem virðast ekki tengd þeim á nokkurn hátt. Þannig hafa öll dýr með frumukjarnalaus rauð blóðkorn, dýr þar sem höfuðið er fest við efsta hryggjarlið- inn með tvöfaldri liðtengingu (leggjar- höfðum), undantekningarlaust mjólkur- kirtla til að gefa ungviðum sínum að sjúga. Á sama hátt hafa klaufdýr jafnað- arlega hólfaðan maga til jórturs. Breyt- ingar á afmörkuðum formum draga á eftir sér formbreytingar annarra líkamshluta þó að við getum ekki skýrt tengslin. Al- gjörlega hvítir kettir með blá, augu eru alltaf, eða nær alltaf, heyrnarlausir. Hin stigvaxandi fullkomnun mannshandarinn- ar og samsvarandi aðlögun fótanna að uppréttu göngulagi hafa vafalaust fyrir tilstilli slíkrar fylgni haft áhrif á aðra hluta líkamans. Aftur á móti hafa þessi áhrif ekki verið könnuð nógsamlega þannig að unnt sé að gera meira hér en setja stað- reyndina fram á almennum orðum. Miklu þýðingarmeiri eru hin beinu, sýnanlegu áhrif þróunar handarinnar á líkamann að öðru leyti. Vér höfum þegar drepið á að forfeður vorir apaættar (simi- anskir) voru hópsæknir; þaö er augljós- lega ógerlegt að leita beins uppruna mannsins, sem er félagslegastur allra dýra, í ófélagslyndum forfeðrum. Valdið 116

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.