Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 9

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 9
mannkyninu óafvitandi eða vitandi vits. Aldrei hefur jörðin fóstrað hættu- legri lífverur en þessa vesalings menn. Það er verkefni okkar allra, sem ekki erum blindir á veruleika samtímans, að bægja þessari hættu frá.“ Næstu spurningu, hvað valdi þessum ósköpum, svaraði hann með því að gera fyrst ítarlega grein fyrir gangi vígbúnað- arkapphlaupsins allt frá lokum síðari heimstyrjaldar fram á þennan áratug þar sem kom skýrt fram hvernig Bandaríkin hafa verið vélaraflið í helför kjarnorkuvíg- búnaðarins. Síðan hélt Brynjólfur áfram: „Og það er heldur ekki vandi að sjá, hvað þessu veldur. Það kemur ekki til af því, að í Bandaríkjunum og Sovét- ríkjunum séu öðruvísi manngerðir. Hér eru þjóðfélagslegar og sögulegar ástæð- ur að verki, sem ráða viðbrögðum manna. Bandaríkin óttast ekki árás af hálfu Sovétríkjanna. En þau óttast stuðning þeirra við andimperíalísk öfl í þriðja heiminum. Og bandarískur kapítalismi stendur og fellur með yfir- ráðum sínum og arðránsmöguleikum í þessum heimshluta. Vopnaframleiðsla og vígbúnaður er einn allra stærsti þátturinn í bandarísku framleiðslu- kerfi. Að stöðva vígbúnaðinn án þess að gerbreyta markmiðum og eðli sjálfs efnahagskerfisins mundi hafa í för með sér efnahagslegt hrun. Fólk sem ekki hefur hugann við annað en framleiðsl- una og gróðann gengur í blindni og kann ekki fótum sínum forráð. Það getur anað fram af hengiflugi án þess að vita. Bandaríkin þekkja ekki stríð í eigin landi og þau hafa enn fávísa von um að geta sigrað í atómstríði og lifað það af. I Sovétríkjunum er þessu öfugt farið. Þar þekkja menn skelfingar styrj- alda af eigin raun og vígbúnaðurinn hvílir eins og mara á efnahagskerfinu. Sósíalisminn getur aldrei veitt fólkinu þau lífskjör og það frelsi, sem hann gefur fyrirheit um, meðan þessi mar- tröð hvílir á honum. Og þetta er líka ein af röksemdum haukanna í Wash- ington fyrir nauðsyn vígbúnaðar- kapphlaupsins.“ Um aðalatriðið, hvernig hægt sé að koma í veg fyrir kjarnorkustríð, sagði Brynjólfur: „Marx og Engels sögðu, að öll hin skráða mannkynssaga væri saga um stéttabaráttu. Hversu ótal oft hefur síðan verið vitnað til þeirra orða. Með þessa sögulegu sýn að leiðarljósi hef ég barist með sósíalistum minnar kyn- slóðar meðan kraftar entust. Og það er rétt: Kjarnorkuógnin á rót sína að rekja til heiftúðlegrar stéttabaráttu, sem spannar allan hnöttinn. En nú erum við líka komin svo á ystu þröm, að við verðum að beita öllu því mann- viti, sem náttúran hefur gætt okkur, ef við eigum ekki öll að farast. Andspænis kjarnorkuógninni erum við öll í sama báti, hver sem staða okk- ar er í þjóðfélaginu og hvar sem við eigum heima... Hið allt yfirskyggjandi pólitíska vandamál nútímans, lífið sjálft, varð- veisla lífsins á jörðinni, getur því ekki skipt mönnunr í fylkingar eftir stéttum nema af gamalli sögulegri tregðu. Það er sameiginlegt viðfangsefni allra manna á þessari jörð, sem kjósa lífið en ekki dauðann. Takist að gera mönnum þetta skiljanlegt, verður jarðlífinu bjargað, annars ekki.“ 105

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.