Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 16

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 16
FRIEDRICH ENGELS: Þáttur vinnunnar í þróuninni frá apa til manns Formálsorð þýðanda í frægu riti sem þeir félagar Marx og Engels skrifuðu árin 1845-46 og markaði þáttaskil í þeirra hugsun, Þýsku hugmyndafræðinni, segir að það megi greina mann frá dýri á marga vegu, t.d. með því að nefna vitundarlíf mannsins eða trú- arbrögð. En þeir benda á að enda þótt sérkenni mannsins kunni að vera margvís- leg þá sé kjarni málsins sá að sjáifir hófu mennirnir að greinast frá dýrum þegar þeir tóku að framleiða það sem þeir þurftu til viðurværis. Menn urðu ekki menn af því að þeir hugsuðu það upp einn daginn, eða af því að þeir trúðu á guð (en vel á minnst, hver er nú það?). Mennskjunarferlið byrjaði með framleiðslunni, með vinnunni. Marx og Engels bættu við að þetta skref hafi á hinn bóginn verið háð lífeðlisgerð mannsins og að framleiðsla viðurværis sé um leið framleiðsla efnislegs lífs.1 Efni þessarar greinar Þessa hugmynd þróar svo Friedrich Engels frekar í greininni sem hér fer á eftir. Mikilvægi greinarinnar fyrir sögu- lega efnishyggju, þjóðfélagsvísindi marx- ismans, er verulegt. Margir nútíma vís- indamenn hæla henni, t.d. sá kunni steingervingafræöingur Stephen Jay Gould.2 Efni greinarinnar er þríþætt: í fyrsta lagi áréttar Engels á þessu méli að „vinnan skapi manninn," þ.e. að fram- leiðslustörfin séu forsenda tilurðar mannsins, en önnur tegundareinkenni mannsins komi í kjölfar þessa fyrsta ein- kennis. Þetta er kannski aöalatriði grein- arinnar því hvergi annars staðar er jafn ít- arlega um það fjallað í verkum Marx eða Engels, en í þann tíð var sú kenning hvað vinsælust sem sagði að forsenduna fyrir tilurö mannsins væri að finna í stækkun heilabúsins. Þeirri kcnningu hafnar Eng- els enda byggir hún á þeirri hughyggju- grillu að „það sem menn hugsi sé mikil- vægara fyrir þróun þeirra en efnislegar þarfir þeirra og vinnan sem þeir inna af hendi til að fullnægja þessum þörfum. I öðru lagi fjallar Engels um „efna- skipti" manns og náttúru og sívaxandi vald manna yfir lögmálum og duttlur.gum náttúrunnar. Hann bcndir á stöðugar 112

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.