Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 12

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 12
við rneð löggengi heldur hitt, að ávallt þegar ákveðin heildarskilyrði séu fyrir hendi á ákveðnu andartaki þá muni þau hafa eitt og aðeins eitt í för með sér á næsta andartaki. Hugsum okkur því að við bregðum okkur inn í heiminn og virðum hann fyrir okkur á ákveðnu andartaki frá sjónarhóli vitundarverunnar sjálfrar. Setjum svo að hún hafi einmitt verið að taka ákvörðun. Það skiptir þá ekki máli hvort sú ákvörð- un hafi verið þvinguð upp á hana af lög- gengi þess heims sem hún er óaðskiljan- legur hluti af og orsakar því löggengi hennar sjálfrar eða hvort ákvörðunin hafi orðið til fyrir tilstuðlan innri lögmála hennar sjálfrar sem ekki eru afurð ytri lögmála og ekki gilda utan hennar og eru þar með „hennar" lögmál, — í báðum til- vikum tekur hún ákvörðun, ákvörðunin er hennar. Verði hins vegar ákvörðunin til á einhvern lögmálslausan hátt er hæpið að segja að vitundarveran taki ákvörð- un. En hvernig sem þessu er varið er vit- undarveran ekki frjáls nema hún komi ákvörðun sinni í framkvæmd, hún þarf að sjá það gerast sem hún vill að ger- ist annars er hún leiksoppur og tómt mál að tala um frelsi. Til þess að koma ákvörðun sinni um kring þarf hún að orka á heiminn og til þess að geta það þarf hún að hafa orðið þess áskynja að við vissar aðstæður gerist vissir hlutir, — þ.e.a.s. löggengi er nauðsynleg forsenda frelsis. Vandinn að lifa og skoða í senn Það virðist tvíklofið hlutverk að vera Iífvera sem er hluti af heiminum og lýtur lögmálum hans og samtímis vitundarvera sem virðir fyrir sér heiminn og þar meö sjálfa sig. Og það er mikil kúnst að sam- eina þetta í eitt, að vera heimspekingur á marxíska vísu, að vera í senn heimspek- ingur upp á gamla mátann sem virðir fyrir sér og skýrir, leitar sannleikans, og jafn- framt þátttakandi, hluti af viðfangsefn- inu, baráttumaður sem er háður því sem til athugunar er og vill breyta því. Mig langar að ljúka þessum hugleiðing- um með lokaorðum Brynjólfs sjálfs í formálanum að ritsafninu Með storminn í fangið (1973), en þau eru jafnframt gott dæmi um það hversu vel Brynjólfi tókst að sætta heimspekinginn og baráttumann- inn: „Þegar andstæðum í þjóðfélaginu lýst- ur saman, þá kemur það niður á mönn- um með holdi og blóði. En mér hefur alltaf þótt fyrir því að standa í stríði við menn. Það eru oftast önnur sterkari öfl en vilji einstaklingsins, sem ráða mestu um það í hvaða stöðu og hvar í fylkingu menn lenda í sundurvirku stéttaþjóðfélagi. Hitt veit ég, að hverj- um þeim, sem vísvitandi, lítt vitandi eða óafvitandi snýst í lið með ranglæt- inu, öflum undirokunar og arðráns, stétta- og þjóðakúgunar, verður í rauninni ekkert betra góðverk gert en að gersigra hann og það vald, sem hef- ur tekið hann í þjónustu sína. Öllum góðum mönnum vil ég að lokum þakka fyrir samfylgdina í þess- um heimi og samferðamönnum öllum, jafnt samherjum sem andstæðingum, bið ég velfarnaðar. Ég vona að mér gefist styrkur til að geta „með bróður- brosi á vör boðið öllum góða nótt"." 108

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.