Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 49

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 49
BÓKARFREGN: Benedikt Sigurösson í formála bókarinnar segir höfundur að þess hafi verið farið á leit við sig árið 1982 að hann skráði sögu verkalýðshreyfingar- innar á Siglufirði. Á síðustu árum og áratugum hafa kom- ið út ýmsar bækur þar sem verið er að skrá sögu sveitarfélaga og þekktra per- sóna. Slíkar bækur eru þá oft í annálsstíl eða þá persónulegar reynslusögur. Bækur af þessu tagi njóta oft mikilla vinsælda ef ályktað er út frá sölu þeirra. Á þetta er minnst vegna þess að sú bók sem hér er til umfjöllunar er af annarri gerð. Að sjálfsögðu fjallar bókin um að- dragandann að og stofnun verkalýðsfé- lagsins á Siglufirði og síðan sögu hreyf- ingarinnar, en inn í þetta fléttar höfundur atvinnu- og byggðarsögu staðarins á mjög svo skemmtilegan hátt. Bókin verður því hvorttveggja í senn heimildaríkt sögurit þar sem unnið er á vísindalegan hátt, og alþýðlegt fræðslurit. Heintilda er getið og vitnað í marga þeirra sem þátt tóku í at- burðum, enda hefur höfundur haft meiri eða minni kynni af þeim sem oft eru aðal- persónur frásagnarinnar. Gildi bókarinn- Éar er miklu meira vegna þess að höfundur- inn er í þessari nálægð atburðanna í tíma og rúmi. Umfjöllun, hugleiðingar og ályktanir höfundar um orsakir og afleiðingar hinna Benedikt Sigurðsson: Margvísleg- ur fróðleikur um verkalýðsbaráttu og mannlíf á Siglufírði. ýmsu atburða eru mjög svo forvitnilegar og sýna skarpa rökhugsun. Óhætt er að fullyrða að hin róttæka hreyfing verka- fólks sem í þessari baráttu stóð var lán- sönr að Benedikt var falið að rita þessa sögu; ekki hefði verið hugnanlegt að sjá hana ritaða af einhverjum óprúttnum sagnfræðingi. Það er alls ekki ætlunin að gera hér neina allsherjar úttekt á ritinu, heldur aðeins að benda öllum þeim sem áhuga hafa á sögu á útkomu þess. Þetta er aðeins fyrri hluti verksins. Sá síðari er væntan- legur á seinni hluta ársins 1990. Við hæfi væri að þeir sem nú fjalla mest um sameiningu svo kallaðra vinstri afla kynntu sér gaumgæfilega efni bókarinnar. Allur frágangur bókarinnar er prýði- legur. Útgefandi er bókaforlagið Myllu- Kobbi, í samvinnu við verkalýðsfélagið Vöku á Siglufirði. Óhætt er að óska höfundi og verkalýðs- hreyfingunni á Siglufirði til hamingju nreð þetta stórkostlega framlag til sögu róttækrar hreyfingar á íslandi. Hinrik Aðalsteinsson Brauðstrit og barátta

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.