Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 1

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur 1989 — 3. hefti Það koma margir stórviðburðir mannkynssögunnar upp í hugann, þegar farið er að íhuga núverandi ár, 1989. Það eru 200 ár síðan franska stjórnarbyltingin hófst 1789 og batt enda á miðaldir og aðals- yfirráð. Það eru 75 ár síðan heimsstyrjöldin fyrri hófst 1914 og leiddi til uppreisna og byltinga alþýðu gegn því auðvaldi, er sök átti á henni. Það eru 40 ár síðan ísland var svikið inn í Nato 1949, svift því hlut- leysi, er lýst var yfir um leið og landið loks fékk sjálfstæði. En 50 ár eru síðan heimsstyrjöldin síðari hófst 1939, sú mannskæðasta, sem sag- an þekkir, — þannig að síðan er óttinn við styrjaldir með kjarnorku- vopnum slíkur að hugsanlegt væri að tryggja mannkyninu frið, ef vel er að unnið. En þessara stórviðburða mannkynssögunnar verður ekki minnst sérstaklega í þessu hefti, heldur látum vér nægja að rita um áhrifin á íslandi af hálfu stórvelda þeirra, er næst okkur eru.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.