Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 36

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 36
komið var á nauðungarvinnu. Þessi svæði voru í suður- og miðhluta landsins og gjarnan nefnd lögreglusvæði, enda réðu lögregla og her þar ríkjum. Þangað var farandverkafólki smalað frá nálægum nýlendum og úr norðri. Um það leyti sem heimsvaldaríkin hófu fyrri heimsstyrjöld- ina var í aðalatriðum búið að koma upp apartheid-kerfi í Namibíu. Blökkufólki Á árunum 1984-1985 varði Suður- Afríkustjórn 1,5 milljón Bandaríkjadala dag hvern til stríðsreksturs í Namibíu og lögreglunnar í landinu. Suður-Afríka var með 150.000 hermenn undir sinni stjórn. Auk þess voru undir stjórn hvítra nokkur þúsund er hlotið höfðu herþjálfun. I Namibíu hefur því á undanförnum árum verið 1 hermaður á hverja 10 íbúa. Rúmlega einn tíundi hluti útgjalda á fjárlögum Suður-Afríku og helmingur hernaðarstyrksins hafa farið til Namibíu. var safnað saman á ákveðin svæði, svo að þar myndaðist offramboð vinnuafls og blökkufólk því notað sem varavinnuafl. Eftir fyrri heimsstyrjöldina var Suður- Afríku úthlutað Namibíu, en hersveitir hennar hernámu nýlenduna árið 1915 með samþykki breska heimsveldisins. Ríkisstjórn Suður-Afríku, undir forystu Jan Smuts forsætisráðherra, þrýsti á um að Namibía yrði innlimuð í Suður- Afríku. Þjóðabandalagið, sem þá var ný- stofnað og gætti nýlendna hinna sigruðu Þjóðverja, lýsti því yfir að Suður-Afríka ætti að stjórna Namibíu í þágu „velsældar og þróunar“ hinna innfæddu íbúa landsins. Suður-Afríkustjórn var bannað að koma á fót herstöðvum í landinu og kveðja íbúana í herinn. Smuts kvað þctta 132 vera allt annað en innlimun og hleypti inn í landið þúsundum Búa (afkomendum hol- lensku landnemanna) og öðrum hvítum landnemum frá Suður-Afríku og Angólu. Árið 1926 hafði tala hvítra íbúa landsins nær tvöfaldast og voru þeir búnir að koma upp rúmlega 1.000 búgörðum. Aðskilnaðarlöggjöfin var nú hert í kjölfar þróunarinnar í Suður-Afríku. Afríkumönnum var bannað að eiga jarð- næði, í borgum var sett útgöngubann á þá og samþykkt voru vegabréfalög þar sem krafist var að blökkumenn bæru á sér persónuskilríki. Frá 1917 og fram á miðjan þriðja ára- tuginn sigraðist Suður-Afríkustjórn á þeim samfélögum sem enn neituðu að ját- ast undir stjórn hennar, og lét drepa höfðingja og konunga innfæddra. Að lokinni seinni heimsstyrjöldinni, árið 1945, þrýsti Suður-Afríkustjórn aftur á um að Namibía yrði innlimuð í Suður- Afríku. Nú var beiðnin borin fram við Sameinuðu þjóðirnar er þá voru nýstofn- aðar. Henni var hafnað. Þegar Þjóðarflokkurinn (fldkkur Búa) komst til valda í Suður-Afríku árið 1948 var apartheid-löggjöfin í landinu hert og apartheid fest í sessi í Namibíu. Apart- heid skipti íbúum landsins í ákveðna hópa og kom á fót heimalöndunum (bant- ustan), svæðum þar sem innfæddum íbú- um landsins var ætlað að búa. Namibíumenn stofna með sér samtök Þrátt fyrir ósigra héldu Namibíumenn áfram að veita viðnám, þótt ekki kæmi til beinna hernaðarátaka. Á þriðja áratugn- um byrjaði farandverkafólk að stofna mcð sér samtök og verkföll voru háð í námum og niðursuðuverksmiðjum. Nokk- ur hundruð Namibíumenn gengu til liðs J

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.