Réttur


Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 28

Réttur - 01.08.1989, Blaðsíða 28
klofningar í ólíkar stéttir og þar með til andstæðna ráðastéttar og kúgaðra stétta. Hagsmunir ráðastéttarinnar urðu þannig hreyfiafl framleiðslunnar, þar eð fram- leiðslan einskorðaðist ekki lengur við það að leggja til brýnustu lífsþurftir hins kúg- aða fólks. Petta hefur náð hámarki í kap- ítalíska framleiðsluhættinum sem ríkir nú í Vestur Evrópu. Hinir einstöku kapítal- istar, sem ríkja yfir framleiðslu og vöru- skiptum, geta aðeins fengist um skjót- fengnasta árangur athafna sinna. Og raunar hverfa þessi nytsömu áhrif, að svo miklu leyti sem afurðin er nytsöm, ræki- lega í skuggann og eini hvatinn verður gróðinn af sölunni. Hinn klassíska þjóðhagfræði, félagsvís- indi borgarastéttarinnar, tekur yfirleitt aðeins til athugunar þær félagslegu af- leiðingar af athöfnum manna á sviði framleiðslu og vöruskipta sem eru í raun fyrirhugaðar. Þetta samsvarar fyllilega því félagsskipulagi sem hún tjáir fræði- lega. Þar eð einstakir kapítalistar fást við framleiðslu og vöruskipti til að afla skjót- fengins gróða, þá verður fyrst að taka ein- vörðungu nálægustu og skjótustu af- leiðingarnar til athugunar. Svo lengi sem hinum einstaka framleiðanda ellegar kaupsýslumanni tekst að selja vöru sem hann hefur framleitt eða keypt meö þeim vanalega hagnaði sem hann ásælist, er hann ánægöur og lætur sig engu varða hvað síðan verður um vöruna og kaup- endur hennar. Sama á viö um náttúruleg- ar afleiöingar sömu athafna. Hverju skipti það spænsku plantckrumennina á Kúbu sem brcnndu skóga upp til fjalla til þess að nota öskuna sem áburð fyrir cinn árgang af' hinum af'ar gróðavænlegu kaffi- trjám — hverju skipti það þá að hitabeltis- úrhellið sem sigldi í kjölfarið skolaði burt óvernduðum efstu jarðlögunum og skildi ekkert eftir nema nakið grjótið! Núverandi framleiðsluháttur fæst yfirleitt aðeins um fyrstu, áþreifanlegustu afleiðingarnar, hvort sem er í náttúrunni eða þjóðfélag- inu; síðan kemur hissan út af því að fjar- lægari afleiðingarnar reynast allt aðrar og mestanpart þveröfugar við hinar að eðli; hissan yfir því að jafnvægi framboðs og eftirspurnar snarsnýst í algjöra andstæðu sína, eins og sést af hverri tíuárahringrás — jafnvel Þýskaland hefur fengið lítils háttar smjörþef af því í „hruninu";7 og sérreignarréttur byggður á manns eigin vinnu hlýtur af nauðsyn að þróast yfir í arðrán á verkamönnum, á meðan heildar- auðurinn safnast æ frekar fyrir í höndum þeirra sem ekki vinna; ... (Hér lýkur handriti Engels). SKYRINGAR: 1 Marx/Engcls: Collccted Works, 5. bindi, Pro- gress Publishers, Moskvu 1976, bls. 31. 2 S.J. Gould: Evcr Sincc Dawin, Norton & Co. 1977. 3 C. Conner: Evolution versus Creationism, Path- finder, Ncw York 1981, bls. 43. 4 Sbr. bréf Engels til Marx 30. maí 1873, birt í Marx/Engcls: Selccted Corrcspondcnce, Pro- gress Publishers, Moskvu 1975, bls. 264-65. 5 Marx/Engels: Urvalsril I, Heimskringla, Reykja- vík 1968, bls. 312, 323. 6 Sérfræöingur á þessu sviði, Sir William Thomson, hcfur rejknað þaö út að litlu meir en hundrað milljón ár cru liðin síðan jörðin kólnaði nóg til að dýr og jurtir gætu þrifist. (Aths. Engcls). 7 Engels vísar hér til efnahagskreppunnar 1873. í Pýskalandi byrjaði kreppan á „hruninu mikla" í maí 1873, loiboða krcppu scm stóð fram undir lok áratugarins, 124

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.