Fréttablaðið - 01.04.2009, Síða 2

Fréttablaðið - 01.04.2009, Síða 2
2 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR Georg Alexander, færðu endur- greitt hjá Einari? „Nei, ég býst nú ekki við því.“ Georg Alexander Valgeirsson sótti námskeið hjá Einari Bárðarsyni þar sem áhugasamir keppendur í Idolinu gátu fræðst um hina og þessa taktík sem nauðsynlegt væri að hafa á takteinum í keppninni. Georg lauk þátttöku sinni í Idolinu síðastliðinn föstudag. Nýttu þér framúrskarandi þekkingu og þjónustu ásamt úrvalinu á stærsta varahlutalager landsins fyrir allar tegundir bíla. Gerðu vel við bílinn þinn! Erum með varahlutaþjónustu um allt land. N1.ISN1 440 1000 Á B Y R G Ð V A R A H L U T I R 3 ÁRA SJÁVARÚTVEGUR Áhöfnin á Sædísi ÍS fékk drjúgan aukaafla á grá- sleppuveiðunum á föstudaginn þegar hákarl lá í netunum. Sædís gerir nú út frá Norðurfirði á Ströndum en Reimar Vilmundar- son sem gerir bátinn út segir þetta þó ekki í fyrsta sinn sem slíkt hendi á grásleppuveiðun- um. „Svo erum við með hákarla- línu svo okkur bregður ekkert við einn hákarl,“ segir hann. „Það er miklu erfiðara að eiga við eina stórskötu.“ Hákarlinn verður skorinn og settur í kös og tilbú- inn til neyslu á næsta þorra. - jse Grásleppuveiðar á Ströndum: Hákarl í netið REIMAR VILMUNDARSON Með einn ófrýnilegan. VIÐSKIPTI Stjórn verslunarinnar Egils Árnasonar mun í dag óska eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Lýkur þar með langri sögu félagsins, sem hefði átt 75 ára afmæli síðar á árinu, segir Birgir Þórarinsson, stjórnarfor- maður Egils Árnasonar. „Við sjáum ekki lengur neina ástæðu til að halda áfram, stjórn- völd virðast hreinlega ekki skilja hvað hlutirnir ganga út á,“ segir Birgir. Hann segir verslunina, sem seldi flísar og gólfefni, hafa orðið illa úti í efnahagskreppunni, tekjur hafi dregist saman um helming og skuldir í erlendri mynt tvöfaldast. Alls unnu 22 hjá fyrirtækinu. - bj Verslunin Egill Árnason í þrot: Náðu ekki 75 ára afmælinu VIÐSKIPTI Tap Eimskips á fyrsta ársfjórðungi nam 40,2 milljónum evra, eða tæpum 6,6 milljörðum króna miðað við gengi Seðlabank- ans í gær. Á sama tíma í fyrra nam tapið 38,9 milljónum evra. Rekstrartekjur námu 131,1 milljón króna og lækkuðu um 23,7 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og rekstrargjöld á fyrsta ársfjórðungi í ár voru 130,1 milljarður evra, en 160,2 í fyrra. Heildarskuldir félagsins í lok fjórðungsins nema 1.950,5 millj- ónum evra en heildareignir 1.776 milljónum evra. Eigið fé er því neikvætt um 174,5 milljónir evra, um 28,5 milljarða króna. - kóp Tap á fyrsta ársfjórðungi: Eimskip tapar 6,6 milljörðum MIKLAR SKULDIR Eimskip tapaði um 6,6 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2009 og eigið fé er neikvætt um 28,5 milljarða króna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NOREGUR Föðurlandsvinir Noregs (Norgespatriotene) eru nýr flokk- ur sem safnað hefur nógu mörg- um undirskriftum til að mega bjóða fram í komandi þingkosn- ingum í Noregi. Meðal helstu stefnumála flokks- ins er að frekari aðflutning- ur fólks til Noregs frá öðrum en vestrænum löndum verði stöðv- aður, og sem flestir úr röðum slíkra „nýbúa“ verði sendir til síns heima. Flokkurinn vill líka að öll bænahús múslima sem reist hafa verið í landinu verði rifin niður. Formaður hins nýja flokks er Öyvind Heian sem hyggst verða í framboði á Vestfold. - aa Stjórnmál í Noregi: Þjóðernissinnar í framboð SUÐUR-KÓREA, AP Stjórnvöld í Norður-Kóreu vöruðu í gær japönsk stjórnvöld við því að skipta sér af fyrirhuguðu eldflaugaskoti, og sögðu að litið verði á afskipti af skotinu sem stríðsyfirlýsingu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu áforma að skjóta langdrægri eld- flaug yfir Japan út á Kyrrahaf. Segja þau tilganginn með skotinu að koma gervihnetti á braut um jörðu, en talið er að tilgangurinn sé öðru fremur að prófa nýja gerð langdrægra flugskeyta. Japanar hafa hótað því að skjóta flugskeyt- ið niður með varnarflaugum. - bj Andar köldu á Kyrrahafi: Hóta stríði í flugskeytadeilu DÝRALÍF Undanfarnar vikur hefur óvenju mikið verið af fugli í Hafn- arfjarðarhöfn auk þess sem smá- hveli eiga það til að synda þangað inn þessa dagana. Ástæðan er sú að þykkar síldartorfur hafa verið í höfninni undanfarnar vikur. „Það fylgir þessu náttúrulega mikið fuglalíf,“ segir Már Sveinbjörns- son hafnarvörður. „Fuglinn er líka afar vel haldinn þessa dagana; æðarfuglinn hefur sig ekki einu sinni á loft. En svo koma smærri hvalir, eins og hnísa og höfrungar, inn í höfnina stöku sinnum en þeir stóru halda sig rétt fyrir utan.“ Svo mikið er af henni að ekki er hægt að setja vélarnar í gang án þess að tæta torfunar. „Mínir menn [sjómennirnir í Hafnarfirði] hafa sagt mér það að þegar þeir setja vélina í gang og skrúfan fer af stað þá þyrlist upp dauð síld svo hún er þarna alveg í þykkum torfum. Svo hafa einhverjir verið að húkka hana á stöng af bryggjunni.“ Ekki hafa þó Hafnfirðingar orðið varir við grút eins og gerst hefur í Vestmannaeyjahöfn. En hafa menn einhverja skýringu á þessari vöðu? „Ég hef heyrt að þegar hún er illa haldin, eins og verið hefur með þessa sýktu síld, syndi hún í fersk ara vatn til að létta sér lífið. Þar á hún auðveldara með að anda en ég sel þessa skýringu nú ekki dýrara en ég keypti hana.“ - jse Smáhveli og fuglar elta þykkar síldartorfur inn í Hafnarfjarðarhöfn: Hvalir fá sér síld í höfninni FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R MÁR SVEINBJÖRNSSON Kannski fer vel á því að Már sé hafnarvörðu nú þegar svona mikið fuglalíf er við höfnina. TÓMSTUNDIR „Við höfðum heyrt utan af okkur að það væri oft eins og að leita í frumskógi að finna upplýsingar um þessa hluti á Net- inu. Þess vegna réðumst við í þetta risavaxna verkefni og vonum að viðbrögðin verði góð,“ segir Gunn- hildur Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands. Ný vef- síða sem nefnist Hvað er í boði?, þar sem safnað verður saman upp- lýsingum um frístundir og nám- skeið sem kosta lítið eða ekkert, var kynnt í húsi Rauða krossins við Borgartún í gær. Sjálfboðaliðar Rauða krossins, í samstarfi við SÍBS og Háskóla Íslands, hafa undanfarnar vikur unnið að því að kortleggja upplýs- ingar sem eiga að auðvelda fólki leitina að slíkum upplýsingum. Gunnhildur segir skjalið þó enn á byrjunarstigi, og því hafi verið ákveðið að efna til kynningarinn- ar í gær. „Þetta á að vera lifandi skjal sem þróast og tekur sífelld- um breytingum, enda hlutir allt- af að bætast við og detta út. Við vonum að þeir sem sjá um að koma svona upplýsingum á framfæri hafi okkur í huga og beini þeim upplýsingum til okkar, þannig að síðan geti nýst í sem víðustum til- gangi,“ segir Gunnhildur. Hvað er í boði?-skjalið verður að finna á vefsíðunum raudakross- husid.is, sibs.is og hi.is. Tenglum verður komið fyrir á öðrum síðum sem líklegt er að þeir heimsæki sem eru á höttunum eftir ódýrri eða ókeypis frístundum eða nám- skeiðum. - kg Vefsíða sem geymir upplýsingar um ódýr eða ókeypis námskeið og frístundir: Auðveldar upplýsingaleitina KYNNING Vefsíðan Hvað er í boði? var kynnt í húsi Rauða krossins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Þingmenn Sjálfstæðis- flokks komu í gær í veg fyrir að frumvarp um stjórnarskrárbreyt- ingar yrði afgreitt úr nefnd í gær- kvöldi eins og til stóð. Þeir hótuðu að koma í veg fyrir að frumvarp sem ætlað var að stoppa í götin á gjaldeyrishöftunum yrði afgreitt úr þinginu fyrir morgun. Stjórnarfrumvarp um breyt- ingar á tollalögum og lögum um gjaldeyrismál var lagt fram á Alþingi á sjötta tímanum í gær. Afbrigði þurfti til að fá málið á dagskrá þingsins strax, en afar mikilvægt var talið að afgreiða málið fyrir opnun markaða í dag. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins neituðu þingmenn Sjálf- stæðisflokks að veita afbrigði. Heimildarmaður orðar það svo að þeir hafi notað þetta mikil- væga mál sem skiptimynt til að tefja framgang frumvarps um stjórnar skrárbreytingar. Fáheyrt sé að hótað sé að stöðva svo mikil- væg mál með þessum hætti. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þetta oftúlkun á atburðarásinni. Sjálf- stæðisflokkurinn hafi vissulega þrýst á að samráð yrði haft við þingmenn flokksins um stjórnar- skrárbreytingarnar. „Það greiddi fyrir úrslausn málsins [í gær] að það var fallist á að ræða við okkur og hætt við að keyra málið úr nefndinni [í gær- kvöldi],“ sagði Birgir. Þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði önnur umræða um frum- varpið um breytingu á gjaldeyris- lögunum ekki farið fram, en þing- menn sem rætt var við töldu að það yrði að lögum um kvöldið. Frumvarpið á að tryggja að markmið stjórnvalda um styrk- ingu gengis krónunnar náist. Sam- kvæmt því verða útflytjendur að skrá verð vöru sem flutt er út í evrum eða annarri erlendri mynt. Ekkert bendir til að samkomu- lag sé í farvatninu um breytingar á stjórnarskránni og skipan stjórn- lagaþings. Sjálfstæðismenn geta ekki fellt sig við breytingartil- lögur flutningsmanna sem lagðar voru til um helgina. Fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins í sérnefnd um stjórnarskrár- mál voru sendar tillögurnar í tölvupósti á laugardagsmorgun og boðið að gera við þær athuga- semdir fyrir mánudagsmorgun enda hygðist formaður nefndar- innar, Valgerður Sverrisdóttir, þá taka málið úr nefndinni. Sjálf- stæðismenn héldu sem kunnugt er landsfund um helgina. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði á fundi með blaða- mönnum í gær að málinu hefði þokað verulega áfram þó sam- eiginleg lending hefði ekki náðst. Reynt hafi verið að nálgast sjónar- mið sjálfstæðismanna. Birgir segir breytingarnar koma afskaplega skammt til móts við sjónarmið flokksins. „Í sumum tilvikum er aðeins um fegrunar- aðgerðir að ræða og í öðrum til- vikum vekja útfærslur upp fleiri spurningar eða er ýtt inn í fram- tíðina.“ Birgir segir því rangt hjá Jóhönnu að þokast hafi í samkomu- lagsátt, alls óvíst sé um framhald málsins. bj, bþs, kóp Segja hótanir hafa stöðvað frumvarp Sjálfstæðismenn komu í gær í veg fyrir að frumvarp um stjórnarskrárbreyting- ar kæmist úr nefnd með því að neita að hleypa frumvarpi sem stoppar í gat á gjaldeyrishöftum á dagskrá. Knúið á um samráð við flokkinn segir þingmaður. BIRGIR ÁRMANSSON Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfstæðimenn vissulega hafa þrýst á að samráð yrði haft um stjórnarskrárbreytingarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.