Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 2
2 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR Georg Alexander, færðu endur- greitt hjá Einari? „Nei, ég býst nú ekki við því.“ Georg Alexander Valgeirsson sótti námskeið hjá Einari Bárðarsyni þar sem áhugasamir keppendur í Idolinu gátu fræðst um hina og þessa taktík sem nauðsynlegt væri að hafa á takteinum í keppninni. Georg lauk þátttöku sinni í Idolinu síðastliðinn föstudag. Nýttu þér framúrskarandi þekkingu og þjónustu ásamt úrvalinu á stærsta varahlutalager landsins fyrir allar tegundir bíla. Gerðu vel við bílinn þinn! Erum með varahlutaþjónustu um allt land. N1.ISN1 440 1000 Á B Y R G Ð V A R A H L U T I R 3 ÁRA SJÁVARÚTVEGUR Áhöfnin á Sædísi ÍS fékk drjúgan aukaafla á grá- sleppuveiðunum á föstudaginn þegar hákarl lá í netunum. Sædís gerir nú út frá Norðurfirði á Ströndum en Reimar Vilmundar- son sem gerir bátinn út segir þetta þó ekki í fyrsta sinn sem slíkt hendi á grásleppuveiðun- um. „Svo erum við með hákarla- línu svo okkur bregður ekkert við einn hákarl,“ segir hann. „Það er miklu erfiðara að eiga við eina stórskötu.“ Hákarlinn verður skorinn og settur í kös og tilbú- inn til neyslu á næsta þorra. - jse Grásleppuveiðar á Ströndum: Hákarl í netið REIMAR VILMUNDARSON Með einn ófrýnilegan. VIÐSKIPTI Stjórn verslunarinnar Egils Árnasonar mun í dag óska eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Lýkur þar með langri sögu félagsins, sem hefði átt 75 ára afmæli síðar á árinu, segir Birgir Þórarinsson, stjórnarfor- maður Egils Árnasonar. „Við sjáum ekki lengur neina ástæðu til að halda áfram, stjórn- völd virðast hreinlega ekki skilja hvað hlutirnir ganga út á,“ segir Birgir. Hann segir verslunina, sem seldi flísar og gólfefni, hafa orðið illa úti í efnahagskreppunni, tekjur hafi dregist saman um helming og skuldir í erlendri mynt tvöfaldast. Alls unnu 22 hjá fyrirtækinu. - bj Verslunin Egill Árnason í þrot: Náðu ekki 75 ára afmælinu VIÐSKIPTI Tap Eimskips á fyrsta ársfjórðungi nam 40,2 milljónum evra, eða tæpum 6,6 milljörðum króna miðað við gengi Seðlabank- ans í gær. Á sama tíma í fyrra nam tapið 38,9 milljónum evra. Rekstrartekjur námu 131,1 milljón króna og lækkuðu um 23,7 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og rekstrargjöld á fyrsta ársfjórðungi í ár voru 130,1 milljarður evra, en 160,2 í fyrra. Heildarskuldir félagsins í lok fjórðungsins nema 1.950,5 millj- ónum evra en heildareignir 1.776 milljónum evra. Eigið fé er því neikvætt um 174,5 milljónir evra, um 28,5 milljarða króna. - kóp Tap á fyrsta ársfjórðungi: Eimskip tapar 6,6 milljörðum MIKLAR SKULDIR Eimskip tapaði um 6,6 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2009 og eigið fé er neikvætt um 28,5 milljarða króna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NOREGUR Föðurlandsvinir Noregs (Norgespatriotene) eru nýr flokk- ur sem safnað hefur nógu mörg- um undirskriftum til að mega bjóða fram í komandi þingkosn- ingum í Noregi. Meðal helstu stefnumála flokks- ins er að frekari aðflutning- ur fólks til Noregs frá öðrum en vestrænum löndum verði stöðv- aður, og sem flestir úr röðum slíkra „nýbúa“ verði sendir til síns heima. Flokkurinn vill líka að öll bænahús múslima sem reist hafa verið í landinu verði rifin niður. Formaður hins nýja flokks er Öyvind Heian sem hyggst verða í framboði á Vestfold. - aa Stjórnmál í Noregi: Þjóðernissinnar í framboð SUÐUR-KÓREA, AP Stjórnvöld í Norður-Kóreu vöruðu í gær japönsk stjórnvöld við því að skipta sér af fyrirhuguðu eldflaugaskoti, og sögðu að litið verði á afskipti af skotinu sem stríðsyfirlýsingu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu áforma að skjóta langdrægri eld- flaug yfir Japan út á Kyrrahaf. Segja þau tilganginn með skotinu að koma gervihnetti á braut um jörðu, en talið er að tilgangurinn sé öðru fremur að prófa nýja gerð langdrægra flugskeyta. Japanar hafa hótað því að skjóta flugskeyt- ið niður með varnarflaugum. - bj Andar köldu á Kyrrahafi: Hóta stríði í flugskeytadeilu DÝRALÍF Undanfarnar vikur hefur óvenju mikið verið af fugli í Hafn- arfjarðarhöfn auk þess sem smá- hveli eiga það til að synda þangað inn þessa dagana. Ástæðan er sú að þykkar síldartorfur hafa verið í höfninni undanfarnar vikur. „Það fylgir þessu náttúrulega mikið fuglalíf,“ segir Már Sveinbjörns- son hafnarvörður. „Fuglinn er líka afar vel haldinn þessa dagana; æðarfuglinn hefur sig ekki einu sinni á loft. En svo koma smærri hvalir, eins og hnísa og höfrungar, inn í höfnina stöku sinnum en þeir stóru halda sig rétt fyrir utan.“ Svo mikið er af henni að ekki er hægt að setja vélarnar í gang án þess að tæta torfunar. „Mínir menn [sjómennirnir í Hafnarfirði] hafa sagt mér það að þegar þeir setja vélina í gang og skrúfan fer af stað þá þyrlist upp dauð síld svo hún er þarna alveg í þykkum torfum. Svo hafa einhverjir verið að húkka hana á stöng af bryggjunni.“ Ekki hafa þó Hafnfirðingar orðið varir við grút eins og gerst hefur í Vestmannaeyjahöfn. En hafa menn einhverja skýringu á þessari vöðu? „Ég hef heyrt að þegar hún er illa haldin, eins og verið hefur með þessa sýktu síld, syndi hún í fersk ara vatn til að létta sér lífið. Þar á hún auðveldara með að anda en ég sel þessa skýringu nú ekki dýrara en ég keypti hana.“ - jse Smáhveli og fuglar elta þykkar síldartorfur inn í Hafnarfjarðarhöfn: Hvalir fá sér síld í höfninni FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R MÁR SVEINBJÖRNSSON Kannski fer vel á því að Már sé hafnarvörðu nú þegar svona mikið fuglalíf er við höfnina. TÓMSTUNDIR „Við höfðum heyrt utan af okkur að það væri oft eins og að leita í frumskógi að finna upplýsingar um þessa hluti á Net- inu. Þess vegna réðumst við í þetta risavaxna verkefni og vonum að viðbrögðin verði góð,“ segir Gunn- hildur Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossi Íslands. Ný vef- síða sem nefnist Hvað er í boði?, þar sem safnað verður saman upp- lýsingum um frístundir og nám- skeið sem kosta lítið eða ekkert, var kynnt í húsi Rauða krossins við Borgartún í gær. Sjálfboðaliðar Rauða krossins, í samstarfi við SÍBS og Háskóla Íslands, hafa undanfarnar vikur unnið að því að kortleggja upplýs- ingar sem eiga að auðvelda fólki leitina að slíkum upplýsingum. Gunnhildur segir skjalið þó enn á byrjunarstigi, og því hafi verið ákveðið að efna til kynningarinn- ar í gær. „Þetta á að vera lifandi skjal sem þróast og tekur sífelld- um breytingum, enda hlutir allt- af að bætast við og detta út. Við vonum að þeir sem sjá um að koma svona upplýsingum á framfæri hafi okkur í huga og beini þeim upplýsingum til okkar, þannig að síðan geti nýst í sem víðustum til- gangi,“ segir Gunnhildur. Hvað er í boði?-skjalið verður að finna á vefsíðunum raudakross- husid.is, sibs.is og hi.is. Tenglum verður komið fyrir á öðrum síðum sem líklegt er að þeir heimsæki sem eru á höttunum eftir ódýrri eða ókeypis frístundum eða nám- skeiðum. - kg Vefsíða sem geymir upplýsingar um ódýr eða ókeypis námskeið og frístundir: Auðveldar upplýsingaleitina KYNNING Vefsíðan Hvað er í boði? var kynnt í húsi Rauða krossins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Þingmenn Sjálfstæðis- flokks komu í gær í veg fyrir að frumvarp um stjórnarskrárbreyt- ingar yrði afgreitt úr nefnd í gær- kvöldi eins og til stóð. Þeir hótuðu að koma í veg fyrir að frumvarp sem ætlað var að stoppa í götin á gjaldeyrishöftunum yrði afgreitt úr þinginu fyrir morgun. Stjórnarfrumvarp um breyt- ingar á tollalögum og lögum um gjaldeyrismál var lagt fram á Alþingi á sjötta tímanum í gær. Afbrigði þurfti til að fá málið á dagskrá þingsins strax, en afar mikilvægt var talið að afgreiða málið fyrir opnun markaða í dag. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins neituðu þingmenn Sjálf- stæðisflokks að veita afbrigði. Heimildarmaður orðar það svo að þeir hafi notað þetta mikil- væga mál sem skiptimynt til að tefja framgang frumvarps um stjórnar skrárbreytingar. Fáheyrt sé að hótað sé að stöðva svo mikil- væg mál með þessum hætti. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þetta oftúlkun á atburðarásinni. Sjálf- stæðisflokkurinn hafi vissulega þrýst á að samráð yrði haft við þingmenn flokksins um stjórnar- skrárbreytingarnar. „Það greiddi fyrir úrslausn málsins [í gær] að það var fallist á að ræða við okkur og hætt við að keyra málið úr nefndinni [í gær- kvöldi],“ sagði Birgir. Þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði önnur umræða um frum- varpið um breytingu á gjaldeyris- lögunum ekki farið fram, en þing- menn sem rætt var við töldu að það yrði að lögum um kvöldið. Frumvarpið á að tryggja að markmið stjórnvalda um styrk- ingu gengis krónunnar náist. Sam- kvæmt því verða útflytjendur að skrá verð vöru sem flutt er út í evrum eða annarri erlendri mynt. Ekkert bendir til að samkomu- lag sé í farvatninu um breytingar á stjórnarskránni og skipan stjórn- lagaþings. Sjálfstæðismenn geta ekki fellt sig við breytingartil- lögur flutningsmanna sem lagðar voru til um helgina. Fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins í sérnefnd um stjórnarskrár- mál voru sendar tillögurnar í tölvupósti á laugardagsmorgun og boðið að gera við þær athuga- semdir fyrir mánudagsmorgun enda hygðist formaður nefndar- innar, Valgerður Sverrisdóttir, þá taka málið úr nefndinni. Sjálf- stæðismenn héldu sem kunnugt er landsfund um helgina. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra sagði á fundi með blaða- mönnum í gær að málinu hefði þokað verulega áfram þó sam- eiginleg lending hefði ekki náðst. Reynt hafi verið að nálgast sjónar- mið sjálfstæðismanna. Birgir segir breytingarnar koma afskaplega skammt til móts við sjónarmið flokksins. „Í sumum tilvikum er aðeins um fegrunar- aðgerðir að ræða og í öðrum til- vikum vekja útfærslur upp fleiri spurningar eða er ýtt inn í fram- tíðina.“ Birgir segir því rangt hjá Jóhönnu að þokast hafi í samkomu- lagsátt, alls óvíst sé um framhald málsins. bj, bþs, kóp Segja hótanir hafa stöðvað frumvarp Sjálfstæðismenn komu í gær í veg fyrir að frumvarp um stjórnarskrárbreyting- ar kæmist úr nefnd með því að neita að hleypa frumvarpi sem stoppar í gat á gjaldeyrishöftum á dagskrá. Knúið á um samráð við flokkinn segir þingmaður. BIRGIR ÁRMANSSON Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfstæðimenn vissulega hafa þrýst á að samráð yrði haft um stjórnarskrárbreytingarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.