Morgunblaðið - 16.01.2006, Page 1
Veldu það besta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BEKKURINN var þétt setinn í messu helgaðri réttindabaráttu sam-
kynhneigðra í Fríkirkjunni í Reykjavík í gær. Séra Hjörtur Magni
Jóhannsson fríkirkjuprestur telur að hátt í þrjú hundruð manns hafi
sótt messuna. Fulltrúar samkynhneigðra, Sigursteinn Másson og
Ragnhildur Sverrisdóttur, predikuðu og tónlistarmenn léku.
Sigursteinn kvaðst ekki vilja trúa að Alþingi Íslendinga myndi
beygja sig fyrir biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni, og veita ekki
trúfélögum heimild til lögformlegrar vígslu samkynhneigðra para.
Ragnhildur Sverrisdóttir sagði að hún vildi, sem samkynhneigð
kona, njóta sama réttar innan kirkjunnar og aðrir. Ragnhildur
skráði sig úr þjóðkirkjunni og í fríkirkjuna í upphafi árs vegna orða
biskups Íslands um mál samkynhneigðra í nýárspredikun sinni. | 20
Messa helguð baráttu
samkynhneigðra
Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, Margrét Friðriksson og Bára Kristín Kristinsdóttir í messu helgaðri baráttu samkynhneigðra í Fríkirkjunni í gær.
Fasteignir og Íþróttir í dagFegursti dýrgrip-
ur úr svínseyra
Umsögn um Vínartónleika þar sem
gestir æptu af hrifningu Menning
STOFNAÐ 1913 15. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Fasteignir | Sundhöllin í fullu gildi Baðið verður
heilsu- og dekurherbergi Þéttiefni eykur þol steypu
Íþróttir | Handboltagull í Noregi Arnar Þór til Twente?
VÍSINDAMÖNNUM Íslenskrar erfða-
greiningar hefur tekist að finna erfðabreyti-
leika sem hefur veruleg áhrif á hættuna á að
fólk fái sykursýki 2 sem
einkum herjar á fullorðið
fólk. Sykursýki fullorð-
inna er sjúkdómur sem
leitar í síauknum mæli á
vestræn velmegunar-
samfélög og hafa þættir á
borð við offitu mikil áhrif
á tíðni hennar.
Í niðurstöðum ÍE seg-
ir að um 7% Íslendinga
hafi erft breytileikann
frá báðum foreldrum. Sá
hópur er í um 140% meiri hættu á að fá
sykursýki fullorðinna. 38% hafa fengið
breytileikann frá öðru foreldri og eru um
40% meiri líkur á að þeir fái sjúkdóminn en
þeir sem ekki hafa breytileikann.
Ætla að þróa greiningarpróf
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, telur líkur á að innan
tveggja til þriggja ára hafi ÍE þróað einfalt
greiningarpróf. Verði prófið markaðssett um
heim allan þurfi það ekki að verða svo dýrt.
Vísindamenn á sviði mannerfðafræðinnar
hafa löngum átt í erfiðleikum með fullorð-
inssykursýki, eða sykursýki 2 eins og hún
nefnist einnig. „Mér kom það töluvert á
óvart að finna breytileikann; einn erfðavísi
sem hefur svo mikil áhrif,“ segir Kári og
bætir því við að hann sjálfur hefði veðjað
gegn því að þetta tækist vegna sterkra
áhrifa umhverfisþátta á sjúkdóminn.
Vísindamenn ÍE finna erfða-
breytileika sykursýki 2
Hefur veru-
leg áhrif á
sykursýki
fullorðinna
Dr. Kári
Stefánsson
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@hi.is
ÍE finnur | 6
Helsinki. AP, AFP. | Tarja
Halonen, forseti Finn-
lands, fékk ekki þau 50%
atkvæða, sem þurfti til
að sigra í forsetakosn-
ingunum í landinu í gær,
og því verður að efna til
annarrar umferðar.
Þegar búið var að
telja rúmlega 99,9% at-
kvæða hafði Halonen
46,3% en Sauli Niinistö, leiðtogi Hægri-
flokksins, 24%. Matti Vanhanen forsætis-
ráðherra fékk 18,6%. Þau Halonen og Niin-
istö munu því takast á aftur 29. janúar nk.
Kannanir sýndu lengi, að Halonen, sem
er jafnaðarmaður, myndi sigra örugglega
en á síðustu dögum dró heldur úr stuðningi
við hana. Almennt er talið, að hún muni
sigra í síðari umferðinni. Ekki var mikill
ágreiningur með frambjóðendunum og
snerust kosningarnar því meira um menn
en málefni.
Önnur umferð
í Finnlandi
Tarja Halonen
Santíagó. AP, AFP. | Læknirinn og
sósíalistinn Michelle Bachelet bar
sigur úr býtum í forsetakosning-
unum í Chile í gær. Verður hún
fyrsta konan til að gegna forseta-
embætti í landinu.
Þegar talin höfðu verið 97,5%
af átta milljónum atkvæða, hafði
Bachelet, sem er fyrrverandi,
pólitískur fangi, fengið 53,5% en
keppinautur hennar, hægrimaður-
inn og auðjöfurinn Sebastián Piñ-
era, 46,5%. Nokkru síðar játaði
Piñera sig sigraðan og óskaði
Bachelet velfarnaðar í starfi. Mun
sigur hennar tryggja áframhald-
andi ríkisstjórn mið- og vinstri-
flokka í Chile en samstjórn þeirra
hefur verið við völd síðan einræði
Augusto Pinochet og hersins lauk
1990.
Bachelet fékk flest atkvæði í
fyrri umferð forsetakosninganna,
46%, en Piñera 25%. Þótt þau séu
hvort á sínum kanti í stjórnmál-
unum, þá virtust þau sammála um
flest í kosningabaráttunni og
studdu þann markaðsbúskap, sem
gert hefur efnahagslífið að einu
því öflugasta í Rómönsku Am-
eríku.
Kona, sósíalisti
og trúleysingi
Bachelet mun taka við embætti
11. mars og þá af Ricardo Lagos,
flokksbróður sínum, en hann á
mikinn þátt í efnahagsumbótun-
um í Chile og nýtur mikilla vin-
sælda. Lögum samkvæmt gat
hann þó ekki boðið sig fram nú en
stuðningsmenn hans segjast þeg-
ar vera farnir að vinna að fram-
boði hans 2010.
Bachelet, sem er 54 ára, var
um hríð heilbrigðisráðherra í
stjórn Lagos og síðar varnar-
málaráðherra en lét af því emb-
ætti fyrir rúmu misseri vegna for-
setaframboðsins. Þykir það
merkilegt hve langt hún hefur
náð í fremur íhaldssömu, kaþ-
ólsku samfélagi því að hún er
ekki aðeins kona, einstæð móðir,
og sósíalisti, heldur einnig yfir-
lýstur trúleysingi.
Michelle Bachelet verður þriðja
konan til að gegna forsetaemb-
ætti í Rómönsku Ameríku en þær
tvær fyrri voru Violeta Cham-
orro, sem var forseti Níkaragúa
1990 til 1997, og Mireya Moscoso,
forseti Panama frá 1999 til 2004.
Bachelet sigraði í Chile
Verður fyrsta konan til að gegna forsetaembætti í landi sínu
Michelle Bachelet eftir að hún
hafði greitt atkvæði í gærmorgun.
♦♦♦