Morgunblaðið - 16.01.2006, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Rúmlegur helmingursvarenda í nýrrikönnun sagði að
þeir eða einhver í fjöl-
skyldu þeirra hefði orðið
fyrir afbrotum á síðustu
fimm árum, þar af 22% ár-
ið 2004. Þetta kemur fram
í bókinni „Brotaþolar, lög-
reglan og öryggi borgar-
anna“ eftir þau Rannveigu
Þórisdóttur, Helga Gunn-
laugsson og Vilborgu
Magnúsdóttur. Ríkislög-
reglustjóri og Háskólaút-
gáfan gefa bókina út.
Í bókinni eru birtar
helstu niðurstöður úr íslenska
hluta Alþjóðlegu fórnarlamba-
könnunarinnar sem framkvæmd
var hér á landi í fyrsta skiptið í
byrjun árs 2005. Um er að ræða
spurningalistakönnun sem bygg-
ist á úrtaki 3.000 Íslendinga 16 ára
og eldri af landinu öllu og var svar-
hlutfall 67%.
Þegar litið er til reynslu síðustu
fimm ára sögðu hlutfallslega flest-
ir að þeir eða einhver á heimili
þeirra hefði orðið fyrir reiðhjóla-
þjófnaði (22%), þá þjófnaði á veski
eða öðrum munum (20%), ofbeldi
eða hótun (16%) eða að munum
væri stolið úr ökutæki þeirra
(16%). Mun færri höfðu orðið fyrir
kynferðisbroti (6%), tilraun til inn-
brots (5%), innbroti (4%), þjófnaði
á ökutæki (3%) eða ráni (2%).
Fleiri konur en karlar
verða fyrir kynferðisbroti
Mun fleiri konur (10%) en karl-
ar (1,3%) sögðust hafa orðið fyrir
kynferðisbroti en ekki var mikill
munur á því hvort þau lýstu atvik-
inu sem alvarlegu kynferðisbroti
eða særandi framkomu. Af þeim
sem höfðu orðið fyrir kynferðis-
brot á síðustu fimm árum voru
hlutfallslega flestir á aldrinum 16-
25 ára (47,5%) en hlutfall fórnar-
lamba lækkar eftir því sem fólk
eldist. Þannig voru 4% í hópnum
56 ára og eldri. Þegar spurt var
nánar hvort fórnarlömbin hefðu
þekkt brotamanninn eða -menn-
ina í alvarlegum kynferðisbrotum
sögðust 34% ekki hafa þekkt hann
eða þá og 42% sögðust hafa þekkt
a.m.k. einn með nafni. Þegar spurt
var um tengsl við þann sem réðst á
hvert fórnarlamb í alvarlegu mál-
unum kom í ljós að í nærri 13% til-
vika var um að ræða náinn vin og í
tæplega 10% tilvika vinnufélaga.
Ennfremur kemur í ljós hvað al-
varlegu brotin snertir, að lang-
samlega oftast eru brotin framin
annars staðar í borginni eða bæn-
um (46,8%) en annar vettvangur
er á heimili eða dvalarstað (15%)
nálægt heimili eða dvalarstað
(4,3%), í vinnunni (8,5%), annars
staðar á landinu (8,5%) og erlendis
(17%).
Mun fleiri karlar en konur sögð-
ust hins vegar hafa orðið fyrir of-
beldi eða alvarlegri hótun, eða um
21 prósent karla og 12 prósent
kvenna. Sömu sögu er að segja af
ránum, ívið fleiri karlar en konur
höfðu orðið fyrir ráni.
En hvernig finnst fólki að refsa
eigi þeim sem brjóta af sér? Til að
skoða viðhorf til refsingar voru
svarendur spurðir að því hvaða
refsingu þeir teldu 21 árs mann
eiga að fá sem fundinn er sekur
um innbrot í annað sinn þar sem
hann stal sjónvarpi. Helmingur
svarenda taldi samfélagsþjónustu
viðeigandi refsingu en 19% nefndu
fjársektir og 17% fangelsi. Vakin
er athygli á því að karlar nefndu
fangelsisdóm frekar en konur.
Þær hölluðust frekar að sam-
félagsþjónustu sem hæfilegri refs-
ingu. Íbúar landsbyggðarinnar
voru þá hlynntari samfélagsþjón-
ustu en höfuðborgarbúar sem
nefndu fangelsi oftar. Athygli vek-
ur einnig að yngri þátttakendurn-
ir nefndu fangelsisrefsingu oftar
en hinir eldri.
Stefnt að því að dýpka þekk-
ingu á viðhorfum til afbrota
En hver eru næstu skref að
mati höfundanna? Stefnt er að því
að dýpka þekkingu á viðhorfum til
afbrota, sérstaklega hvað varðar
viðhorf til lögreglu og hlutverks
hennar í samfélaginu. Öryggi hef-
ur t.a.m. hingað til gjarnan verið
mælt með því að spyrja út í hversu
öruggan eða óöruggan viðkom-
andi telur sig vera þegar hann er
einn á gangi að næturlagi í hverfi
sínu eða á öðru skilgreindu svæði.
Höfundar greina frá því að miklar
umræður hafi orðið um það hvað
þessar spurningar mæla í raun og
veru og hvort þær hafi sömu
merkingu fyrir alla hópa. Að mati
höfunda er mikilvægt að nota fleiri
aðferðir en spurningalistakannan-
ir til að fá fram dýpri skilning á
þessu hugtaki og öðrum sambæri-
legum. Ein aðferð sé að styðjast
við umræðu í „fókushópum“. Þá
eru einstaklingar með ákveðna
reynslu eða viðhorf fengnir til að
ræða málefnið á opinskáan máta
sín í milli. Rannsakandi stýrir síð-
an umræðunum inn á ákveðin svið
en spyr einnig nánar út í einstök
ummæli.
Samanburðarþáttur rannsókn-
arinnar er einnig afar mikilvægur
að mati höfunda í ljósi þess að
hingað til hefur samanburður á af-
brotum á Íslandi við önnur lönd
yfirleitt byggst á opinberum töl-
um sem setja þarf ýmsa fyrirvara
við.
Fréttaskýring | Brotaþolar, lögreglan
og öryggi borgaranna
Eru vinirnir
varasamir?
2% urðu fyrir kynferðisbrotum og
bentu oftast á nána vini og vinnufélaga
Annar hver maður er fórnarlamb afbrota.
Þjófnaður og ofbeldi eða
hótun algengustu brotin
Svarendur voru spurðir hvort
þeir eða einhver í fjölskyldunni
hefði orðið fyrir afbrotum árið
2004. Flestir nefndu þjófnað og
ofbeldi eða hótun (7%), þjófnað á
reiðhjóli (5%) og þjófnað úr öku-
tæki (4%). Tæplega 2% sögðust
hafa orðið fyrir kynferðisbroti,
og þar af voru það nánir vinir
sem oftast voru nefndir sem ger-
endur í alvarlegu brotunum.
Vinnufélagar koma líka við sögu
í þessum brotaflokki.
Eftir Egil Ólafsson og Örlyg
Stein Sigurjónsson
egol@mbl.is orsi@mbl.is
Maður getur varla trúað því að maður hafi verið svona ofsalega duglegur, Ragnhildur mín.
FYRSTA útskrift nýs sameinaðs háskóla, Háskólans
í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu á laug-
ardag. Skólinn sameinaðist Tækniháskólanum á síð-
asta ári. Að þessu sinni útskrifuðust 229 nemendur.
Fjöldi útskrifaðra úr viðskiptadeild var 103, 15 nem-
endur úr lagadeild, 84 útskrifuðust með há-
skólagráðu úr tækni- og verkfræðideild og 27 nem-
endur af frumgreinasviði tækni- og verkfræði-
deildar.
Háskólinn í Reykjavík útskrifaði í fyrsta sinn nem-
endur með MSc gráðu í fjárfestingarstjórnun (MSIM)
úr viðskiptadeild og MSc gráðu í tölvunarfræði.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Fyrsta útskrift nýs sameinaðs háskóla
1. DESEMBER 2005 voru 84,1%
landsmanna skráð í þjóðkirkjuna
en fyrir áratug var þetta hlutfall
91,5%. Á sama tíma hækkaði hlut-
fall íbúa í fríkirkjusöfnuðunum
þremur – Fríkirkjunni í Reykjavík,
Óháða söfnuðinum og Fríkirkjunni
í Hafnarfirði – úr 3,3% í 4,6%.
Þetta kemur fram á vefsíðu Hag-
stofu Íslands.
Skráðum trúfélögum hefur fjölg-
að talsvert á undanförnum árum.
Skráð trúfélög utan þjóðkirkju og
fríkirkjusafnaða eru nú 23 en voru
14 fyrir 10 árum. Þessum trúfélög-
um tilheyra nú 4,6% íbúa en voru
2,7% árið 1995. Kaþólska kirkjan
er þeirra fjölmennust, þar hefur
meðlimum fjölgað um meira en
helming frá árinu 1995, úr 2.553 í
6.451. Árið 2005 tilheyrðu því 2,2%
þjóðarinnar kaþólsku kirkjunni en
fyrir áratug voru kaþólskir 1%.
Hvítasunnusöfnuðurinn er næst
stærsta trúfélagið utan þjóðkirkju
og fríkirkjusafnaða. Þar eru með-
limir nú 1.854 en voru 1.148 árið
1995 (0,6% þjóðarinnar 2005 en
0,4% árið 1995). Önnur trúfélög
hafa innan við 1.000 meðlimi og í
engu þeirra er hlutfall meðlima yfir
0,3% af íbúafjölda.
Í óskráðum trúfélögum og með
ótilgreind trúarbrögð voru 3,9%
þjóðarinnar 2005 en hafði verið 1%
árið 1995. Utan trúfélaga voru
2,5% 2005 en árið 1995 voru þeir
1,5%.
Nokkrar breytingar hafa orðið á
skipan sókna og prestakalla og á
síðasta ári sameinuðust tvö pró-
fastsdæmi í eitt, Barðastrandarpró-
fastsdæmi og Ísafjarðarprófasts-
dæmi í Vestfjarðaprófastsdæmi.
Sóknarbörnum þjóð-
kirkjunnar fækkar enn
FARÞEGUM um Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar fjölgaði um 11% á árinu
2005 miðað við árið 2004, eða úr rétt
rúmum 1.637 þúsund farþegum í
tæpa 1.817 þúsund farþega. Fjölgun
farþega til og frá Íslandi nemur rétt
tæpum 11% milli ára, en farþegum
sem millilenda hér á landi á leið yfir
N-Atlantshafið fjölgaði um 13%.
Þetta er í samræmi við farþegaspá
sem breska fyrirtækið BAA Plc.,
sem rekur stærstu flugvelli í Bret-
landi og víðar, gerði í upphafi árs
2005. Í þeirri spá er jafnframt gert
ráð fyrir að farþegafjöldi muni fara í
3,2 milljónir árið 2015. Skipulagssér-
fræðingar BAA horfa til ýmissa
þátta sem áhrif hafa svo sem hag-
vaxtar á Íslandi, fargjalda, markaðs-
sóknar og vinsælda Íslands sem án-
ingarstaðar ferðafólks.
Um 11% fjölg-
un farþega
í Keflavík