Morgunblaðið - 16.01.2006, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 9
FRÉTTIR
Mánudagur 16.01
Karrý korma með naanbrauði
Þriðjudagur 17.01
Grænmetisbaka með heitri sósu
Miðvikudagur 18.01
Aloo-Saag spínatpottur & buff
Fimmtudagur 19.01
Fyllt paprika með pastasalati
Föstudagur 20.01
Karabískur pottur í appelsínusósu
Helgin 21.01-22.01
Próteinbollur með cashewhnetusósu
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Glæsilegar ullarkápur
á stórútsölunni
Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is
Sigurstjarnan
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15
Öðruvísir vörur en annars staðar
20-70% afsláttur
Einnig á nýjum vörum
Stórútsala
Síðumúla 13
108 Reykjavík
Sími 568 2870
Opið frá 10:00–18:00
Dæmi um verð: Áður: Nú:
Tveir fyrir einn
Þú kaupir eina flík og færð aðra fría
Rúllukragapeysa 6.000 1.900.- + ein frí
Marglit peysa 7.200 1.900.- + ein frí
Jakkapeysa 6.200 2.900.- + ein frí
Dömubolur 3.200. 1.000.- + ein frí
Flís-jakkapeysa 5.300 1.900.- + ein frí
Dömuskyrta 4.900 1.900.- + ein frí
Ullarblazer 6.600 1.900.- + ein frí
Gallajakki 5.300 1.900.- + ein frí
Úlpa m. hettu og skinni 5.800 1.900.- + ein frí
Mokkajakki 10.800 2.900.- + ein frí
Kjóll m. perlum 7.300. 1.900.- + ein frí
Gallapils 4.800 1.900.- + ein frí
Teinóttar buxur 3.600 1.000.- + ein frí
Kvartbuxur 4.700 1.500.- + ein frí
Gallabuxur 5.400 1.900.- + ein frí
Silfur sandalar 5.400 1.500.- + ein frí
Hefst í dag
Tveir fyrir einn tilboð á kr. 990 og 500
BJARNI Gaukur
Þórmundsson
gefur kost á sér í
þriðja sæti Sam-
fylkingarinnar í
Kópavogi fyrir
bæjarstjórnar-
kosningarnar í
vor. Hann er
menntaður
íþróttakennari frá Íþróttakenn-
araháskóla Íslands og starfar sem
slíkur í dag.
Bjarni hefur lengi tekið virkan
þátt í félagsmálum og hefur starf-
að í íþróttapólitíkinni síðan 1989
þegar hann var formaður körfu-
knattleiksdeildar Breiðabliks, þá
einungis 21. árs að aldri. Hann sit-
ur nú í framkvæmdastjórn og að-
alstjórn Breiðabliks, unglingaráði
körfuknattleiks- og knatt-
spyrnudeildar Breiðabliks og
stjórn Körfuknattleikssambands Ís-
lands, KKÍ.
Bjarni hefur látið til sín taka í
íþrótta- og æskulýðsmálum hvar
sem hann hefur komið, enda hefur
hann mikinn áhuga á að bæta for-
varnir meðal barna og unglinga í
gegnum íþrótta- og æskulýðsmál.
Ekki bara þessi hefðbundnu mál
sem eru í dag styrkt af sveitafélög-
unum heldur einnig önnur æsku-
lýðsmál, t.d. tölvu-, videó- og jað-
arsportsklúbba undir handleiðslu
launaðs leiðbeinanda eins og er í
íþróttum, skátastarfi og tónlist.
Bjarni Gaukur
Þórmundsson
Bjarni stefnir
á 3. sætið
INGIMUNDUR
K. Guðmundsson
býður sig fram í
4. sætið í próf-
kjöri Sjálfstæð-
isflokksins í
Kópavogi. Ingi-
mundur er 35 ára
gamall. Hann hef-
ur sl. 3 ár setið í
stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs.
Þá hefur Ingimundur setið í leik-
skólanefnd Kópavogs fyrir hönd
Sjálfstæðisflokksins sl. 4 ár.
Ingimundur var ritari Geðhjálpar
frá 1995 til 1997 og varaformaður
frá 1997–1998. Ingimundur var aft-
ur kjörinn í stjórn félagsins 2001.
2002–2004 var hann gjaldkeri fé-
lagsins.
Ingimundur var varafulltrúi Geð-
hjálpar í stjórn Öryrkjabandalags-
ins, 1996–1998 og 2001–2004. Hann
sat í atvinnumálanefnd Ör-
yrkjabandalagsins frá 1997–2000.
Hann er nú formaður kjaramála-
nefndar Öryrkjabandalagsins.
Frá 2004 hefur Ingimundur setið í
trúnaðarráði Verslunarmannafélags
Reykjavíkur og verið fulltrúi Versl-
unarmannafélagsins á ASÍ þingi.
Árið 1998 gekk Ingimundur í JCI
Garðabæ, Kópavog. Hann var vara-
forseti félagsins 1999–2000 og for-
seti 2000–2001. Hann gegnir nú
embætti landsgjaldkera JCI hreyf-
ingarinnar á Íslandi. Ingimundur er
kerfisstjóri hjá Og Vodafone.
Í fréttatilkynningu frá Ingimundi
segir að fjölskyldumál skipi stóran
þátt í áherslumálum hans. „Leik-
skólamálin eru ofarlega í huga og
brýnt að leysa þann vanda sem upp
er kominn. M.a. þarf að skoða vand-
lega hvort Kópavogur eigi að hætta
því samstarfi sem nú er í launanefnd
sveitarfélaganna og semja beint við
sitt starfsfólk.
Skóla- og íþróttamál má sam-
þætta betur en gert er í dag. T.d.
mætti koma á meiri tengingu
íþróttafélaganna við skólana og
tengja þá jafnvel saman dægradvöl
yngstu barnanna við íþróttastarf
íþróttafélaganna.
Huga þarf betur að tenglsum og
samþættingu leikskóla og grun-
skóla, þannig að tenging elstu barna
leikskóla við grunnskólann verði
skýr. Skoða þarf samvinnu við ríkið
um að gera hluta 5 ára starfsins að
skyldunámi.
Ingimundur telur eðlilegt að um-
sjón með dagmæðrum sé á sömu
hendi og önnur dagvistunarmál bæj-
arins og því rétt að fræðslusviðið
taki við umsjón þeirra mála,“ segir
m.a. í tilkynningu frá Ingimundi.
Ingimundur K.
Guðmundsson
Býður sig fram
í 4. sætið í
Kópavogi
HELGA Jóns-
dóttir gefur kost
á sér í sjötta sæti
á lista Sjálfstæð-
isflokksins á Sel-
tjarnarnesi fyrir
bæjarstjórnar-
kosningarnar
sem fram fara í
vor. Prófkjörið
fer fram 4. febrúar nk. Helga er 38
ára gömul og hefur verið búsett á
Seltjarnesi frá 1991 að und-
anskildum 5 árum í Bandaríkj-
unum. Hún hefur lokið námi í
ferðamálafræðum og lýkur í vor
B.S. prófi í viðskiptafræði við HÍ
með áherslu á stjórnun. Helga hef-
ur unnið skrifstofustörf, lengst af
hjá Flugfélaginu Atlanta sem skrif-
stofustjóri.
Helstu baráttumál Helgu eru
m.a. uppeldis- og skólamál, skipu-
lagsmál, íþrótta-og tómstundamál
ásamt því að tryggja aðhald og ráð-
deild í rekstri bæjarfélagsins bæj-
arfélögum til hagsbóta.
Helga Jónsdóttir
Stefnir á 6.
sætið á Sel-
tjarnarnesi
MARGRÉT
Björnsdóttir,
varabæjarfulltrúi
og formaður Um-
hverfisráðs
Kópavogs, býður
sig fram í 3. sæti í
prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í
Kópavogi sem
fram fer 21. janúar nk. vegna kom-
andi bæjarstjórnarkosninga.
Margrét hefur verið varabæj-
arfulltrúi síðustu tvö kjörtímabil og
hefur setið í m.a. skipulagsnefnd og
umferðarnefnd, auk þess sem hún
hefur verið formaður umhverf-
isráðsins á þessu kjörtímabíli. Hún
hefur einnig tekið virkan þátt í
starfsemi sjálfstæðisfélaganna í
Kópavogi um langt árabil og hefur
gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á
vegum þeirra, m.a. sem formaður
Sjálfstæðiskvennafélagsins Eddu.
Jafnframt á hún sæti í stjórn Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna og
stjórn umhverfis- og skipulags-
nefndar Sjálfstæðisflokksins.
Þá hefur Margrét setið í stjórn
sóknarnefndar Hjallakirkju,
Skátafélagsins Kópa, Norræna fé-
lagsins í Kópavogi, Skógrækt-
arfélags Kópavogs og Foreldra- og
kennarafélags Hjallaskóla, auk þess
sem hún var ein af stofnendum
Körfuknattleiksdeildar kvenna hjá
Breiðabliki. Á vettvangi íþróttamála
í dag starfar hún sem formaður Sigl-
ingafélagsins Ýmis og er varamaður
í stjórn UMSK.
Í fréttatilkynningu frá Margréti
segir að hún leggi höfuðáherslu á að
haldið verði áfram að treysta og
byggja upp þjónustu við bæjarbúa
Kópavogs. Með stækkandi sveitarfé-
lagi náist aukin stærðarhagkvæmi
og nauðsynlegt sé að þjónusta bæj-
arins eflist samhliða og í takt við
stækkun hans. Mikilvægur liður í
þessu er að mati Margrétar að val-
kostum bæjarbúa fjölgi, hvort sem
litið er til dagvistunar, leik- og
grunnskóla eða öldrunarmála. Sem
dæmi nefnir hún að fjölga verði val-
kostum eldri Kópavogsbúa með m.a.
litlum sérbýlum á einni hæð. Jafn-
framt þurfi börn og unglingar að
hafa úr fleiri kostum að velja á
skólatíma, m.a. með því að tvinna
betur saman íþrótta- og tómstunda-
starf annars vegar og skólastarfið
hins vegar í samvinnu við íþrótta-
félög og skóla. Þá sé afar brýnt að
foreldrar ungra barna hafi tryggan
aðgang að dagvistunar- og leik-
skólaplássum og að virkja megi bet-
ur afl einkareksturs á leikskólastig-
inu í því skyni. Margrét er fædd í
Reykjavík en hefur búið í Kópavogi
frá árinu 1957.
Margrét Björnsdóttir
Býður sig
fram í 3. sæti
í Kópavogi
GÍSLI Rúnar
Gíslason býður
sig fram í 3. til 4.
sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks-
ins í Kópavogi
vegna komandi
bæjarstjórn-
arkosninga. Gísli
Rúnar er formað-
ur Sjálfstæðisfélags Kópavogs og
forstöðumaður lögfræðisviðs Fiski-
stofu. Áður hefur hann m.a. starfað
sem fulltrúi sýslumannsins á Ísa-
firði. Gísli Rúnar hefur setið í stjórn
Sjálfstæðisfélags Kópavogs síðan
2001 og verið varaformaður þess í
tvö ár áður en hann varð formaður
félagsins. Gísli Rúnar situr einnig í
stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag-
anna í Kópavogi. Hann á einnig sæti
í Lista- og menningarráði Kópavogs
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
og situr í stjórn Gerðarsafns, lista-
safns Kópavogs.
Í tilkynningu frá Gísla Rúnari seg-
ir að hann bjóði sig fram sem valkost
fyrir þá sem vilja nýja ásýnd og
breyttan lista sjálfstæðismanna í
Kópavogi fyrir næstu sveitarstjórn-
arkosningar. Hann hafi mikla
reynslu af störfum við stjórnsýslu og
félagsstörfum sem muni nýtast til
starfa í þágu íbúa Kópavogs.
Stefnumið Gísla Rúnars eru styrk
fjármálastjórn og niðurgreiðsla
skulda Kópavogsbæjar, skilvirk og
aðgengileg þjónusta við bæjarbúa
og að Kópavogsbær sé bær fjöl-
skyldunnar.
Hann vill beita sér fyrir því að
mótuð verði framsækin, skýr og öfl-
ug fjölskyldustefnu þar sem lögð
verði áhersla á þarfir fjölskyldunnar
í heild. Hann telur mikilvægt að
áfram verði veittur öflugur stuðn-
ingur við íþróttastarfsemi í bænum
og að bæjaryfirvöld sýni framsýni
og metnað í stuðningi við menningu
og listir í bænum og stuðli að fjöl-
breyttu menningarlífi.
Þá telur hann fjölbreytt og blóm-
legt atvinnulíf vera eina af for-
sendum árangurs í rekstri sveitarfé-
laga og nauðsynlegan hluta af
ímynd hvers bæjarfélags.
Gísli Rúnar Gíslason
Gefur kost á
sér í 3. til 4.
sæti í prófkjöri