Morgunblaðið - 16.01.2006, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Daglegt
málþing
þjóðarinnar
á morgun
„ÉG er mjög ánægður með mína út-
komu og það traust sem mér er sýnt,“
segir Erling Ásgeirsson sem varð
efstur í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Garðabæ á laugardag, vegna kom-
andi sveitarstjórnarkosninga. Hann
hlaut 848 atkvæði í
fyrsta sætið. Páll Hilm-
arsson, sem einnig sótt-
ist eftir fyrsta sætinu,
hlaut 664 atkvæði í
fyrsta til annað sætið,
Stefán Konráðsson
hlaut 798 atkvæði í
fyrsta til þriðja sætið,
Sturla Þorsteinsson
hlaut 787 atkvæði í
fyrsta til fjórða sætið og
Ragnhildur Inga Guð-
bjartsdóttir hlaut 974 at-
kvæði í fyrsta til fimmta
sætið.
Tólf gáfu kost á sér í
prófkjörinu; sjö konur
og fimm karlar. Á kjörskrá voru 2.200
manns og var kosningaþátttakan um
81%. Erling segir að félagatalan í
sjálfstæðisfélaginu í Garðabæ hafi
nærri tvöfaldast í aðdraganda próf-
kjörsins og gleðst hann yfir því. Hann
segist sömuleiðis ánægður með það
hversu stór hluti þeirra sem voru á
kjörskrá tók þátt í prófkjörinu, eða
rúmlega 81%, eins og áður sagði. Það
sé trúlega hlutfallslega mesta þátt-
takan í prófkjöri hingað til.
Samkvæmt prófkjörsreglum Sjálf-
stæðisflokksins er þátttaka í prófkjöri
einungis heimil flokksbundnum sjálf-
stæðismönnum. „Til þess að geta tek-
ið þátt í prófkjörinu skráði fólk sig í
stórum stíl í sjálfstæðisfélagið í
Garðabæ,“ segir Erling. Inntur eftir
ástæðu þess segir hann að nýir íbúar
séu þar að gera vart við sig en sjálf-
sagt hafi einhver smölun átt sér stað.
Hann segir að íbúum Garðabæjar hafi
fjölgað um tvö þúsund frá síðustu
sveitarstjórnarkosningum. Heildar-
fjöldi íbúa er um 9.200.
Ein kona í fimm efstu sætunum
Erling hefur verið í bæjarstjórn í
um tuttugu ár. Hann skipaði annað
sæti á framboðslista sjálfstæðis-
manna í síðustu kosningum. Ásdís
Halla Bragadóttir
vermdi þá efsta sætið,
en hefur síðan þá snúið
sér að öðrum störfum,
eins og kunnugt er.
Sjálfstæðismenn hafa
ekki haldið prófkjör
vegna sveitarstjórnar-
kosninga í Garðabæ
síðan 1978. Frá þeim
tíma og þar til nú hefur
listanum verið stillt
upp. Sjálfstæðismenn
eru með fjóra fulltrúa í
bæjarstjórn Garða-
bæjar af sjö.
Fyrir síðustu kosn-
ingar voru tvær konur í
fimm efstu sætum framboðslista
sjálfstæðismanna, en samkvæmt nið-
urstöðu prófkjörsins um helgina verð-
ur ein kona í fimm efstu sætunum,
Ragnhildur Inga, sem hafnaði í
fimmta sætinu. Erling segir það rétt
að hlutfall kvenna á listanum veki
óneitanlega athygli. Þetta sé hins
vegar lýðræðisleg niðurstaða. Hann
leggur þó áherslu á að sjálfstæðis-
menn sú nú með góða konu í fimmta
sætinu, baráttusætinu og bætir því
við að hann telji raunhæfan mögu-
leika á því að hún verði bæjarfulltrúi
eftir næstu kosningar.
Ingibjörg Hauksdóttir hafnaði í
sjötta sætinu í prófkjörinu, Laufey
Jóhannsdóttir í því sjöunda, Ragný
Þóra Guðjohnsen í því áttunda, Er-
lingur Þór Tryggvason í níunda sæt-
inu, María Grétarsdóttir í tíunda,
Auður Hallgrímsdóttir í ellefta og
Rannveig Hafsteinsdóttir í tólfta.
Erling Ásgeirsson varð efstur í próf-
kjöri sjálfstæðismanna í Garðabæ
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Erling Ásgeirsson
„Ánægður með
mína útkomu“
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME)
lagði dagsektir á fjóra stofnfjáreig-
endur í Sparisjóði Hafnarfjarðar
(SPH) sl. haust fyrir að svara ekki
eða veita ófullnægjandi svör við fyr-
irspurnum eftirlitsins. Kærðu menn-
irnir ákvarðanir FME til kærunefnd-
ar, sem starfar skv. lögum um
opinbert eftirlit með fjármálastarf-
semi. Kærunefndin felldi ákvarðanir
FME um dagsektirnar úr gildi með
þeim rökstuðningi, að það hefði ekki
verið ætlun löggjafans að veita FME
heimild til að beita einstaklinga, sem
eiga eignarhlut í lögaðila sem rekur
eftirlitsskylda starfsemi, dagsektum.
10 þúsund kr. sektir á dag
FME sendi öllum stofnfjáreigend-
um í SPH bréf í júní og óskaði eftir
upplýsingum í tengslum við rannsókn
sem hófst sl. sumar á hvort virkur
eignarhlutur hefði myndast í spari-
sjóðnum. Óskað FME m.a. eftir upp-
lýsingum um hvort stofnfjáreigendur
hefðu verið aðilar að samkomulagi
um sölu stofnfjár í sparisjóðnum,
þeim borist tilboð í stofnfé sitt, hvort
þeir hafi gerst aðilar að samkomulagi
um beitingu atkvæðisréttar á aðal-
fundi, eða gerst aðilar að samkomu-
lagi, formlegu eða óformlegu, um o.fl.
Einn stofnfjáreigendanna svaraði
ekki ítrekuðum fyrirspurnum FME
og var honum tilkynnt í ágúst að tek-
in hefði verið ákvörðun um að leggja á
hann dagsektir, alls 10.000 kr. fyrir
hvern dag allt til þess dags sem um-
beðnar upplýsingar bærust FME.
Maðurinn kærði ákvörðunina til
kærunefndar með þeim rökum að
FME væri ekki bært að lögum til að
leggja á sig dagsektir og innheimta
þær hjá sér. Vísaði hann til þess að
ákvæði laga um opinbert eftirlit með
fjármálastarfsemi þar sem skilgreint
væri hverjir væru eftirlitsskyldir að-
ilar sem FME hefði eftirlit með.
Hvergi væri vikið að eftirlitsskyldu
gagnvart einstaklingum sem ættu
hlutafé eða stofnfé í fjármálafyrir-
tækjum.
FME vísaði í rökstuðningi sínum
m.a. til þess að Fjármálaeftirlitið
hefði skv. lögum heimildir til eftirlits
með eigendum fjármálafyrirtækja.
Það geti krafist hvers konar gagna og
upplýsinga frá einstaklingum eða lög-
aðilum sem eigi eða hyggist eignast
eða fara með eignarhlut í fjármála-
fyrirtækjum í því skyni að meta hvort
þeir falli undir tilkynningaskyldu skv.
lögum og hvort þeir teljist hæfir til að
fara með virkan eignarhlut.
Kærunefndin komst að þeirri nið-
urstöðu í úrskurði sínum um málið
undir lok október sl. að fyrir lægi
skýr heimild FME til þess að afla
upplýsinga og gagna frá kæranda um
atriði er vörðuðu það hvort stofnfjár-
hlutur hans teljist hluti af virkum
eignarhlut í sparisjóðnum. Vísaði
kærunefndin hins vegar til þess að í
lögskýringargögnum eða lögum um
þetta efni, verði ekki með skýrum
hætti ráðið að ætlun löggjafans hafi
verið að veita FME heimild til að
beita einstaklinga sem eiga eignar-
hlut í lögaðila sem rekur eftirlits-
skylda starfsemi, dagsektum. „Að
mati kærunefndar verður heimild op-
inbers aðila til þess að beita einstak-
linga þvingunarúrræðum og refsi-
kenndum viðurlögum að byggjast á
skýrri og afdráttarlausri lagaheim-
ild,“ sagði í úrskurði kærunefndar,
sem taldi að FME hafi skort lagastoð
til að beita stofnfjáreigandann dag-
sektum.
Taldir hafa uppfyllt skyldur
sínar með svörum til FME
Aðrir stofnfjáreigendur sem beittir
voru dagsektum voru ekki taldir hafa
veitt fullnægjandi svör við fyrir-
spurnum FME að mati eftirlitsins. Í
svörum eins þeirra sagði stofnfjáreig-
andinn að hann hefði ekkert sam-
komulag gert um beitingu atkvæðis-
réttar og sagðist ekki vera aðili að
samkomulagi um frekari viðskipti
með stofnfé í sparisjóðnum. FME
taldi þörf á frekari upplýsingum og
sendi honum ítrekaðar spurningar,
m.a. um hver væri viðsemjandi hans
vegna kaupa á stofnfjárhlutum, hvort
það hafi verið seljandi beint eða til-
teknir milligönguaðilar og þá hverjir.
Ítrekaði FME einnig spurningar um
hvort stofnfjáreigandinn hefði fjár-
magnað kaupin af eigin fé eða lánsfé.
Í svari stofnfjáreigandans kom
m.a. fram að hann hefði keypt stofn-
bréf af tveimur konum, ekki hafi ver-
ið gerður skriflegur kaupsamningur
og að um staðgreiðslu hefði verið að
ræða, sem var fjármögnuð af eigin fé
og lánsfé. Taldi hann sé óheimilt að
upplýsa um kaupverð enda væri það
trúnaðarbrot gagnvart viðsemjend-
um hans.
FME taldi svörin ekki fullnægj-
andi og um miðjan september ákvað
FME að leggja dagsektir á manninn,
10 þús. kr. fyrir hvern dag þar til um-
beðnar upplýsingar bærust. Maður-
inn kærði ákvörðunina til kærunefnd-
ar. Hið sama gerðu hinir tveir
stofnfjáreigendurnir sem voru taldir
hafa gefið FME ófullnægjandi svör.
Kærunefndin úrskurðaði í málum
stofnfjáreigendanna þriggja 30. nóv-
ember og komst nefndin að sömu nið-
urstöðu og með sömu rökum og í máli
þess stofnfjáreiganda sem áður er
getið, þ.e. að FME skorti lagaheim-
ildir til að beita stofnfjáreigendurna
dagsektum.Taldi kærunefndin jafn-
framt að stofnfjáreigandurnir hefðu
uppfyllt skyldur sínar í þeim svörum
sem þeir gáfu FME.
Eins og fram hefur komið hefur
FME eftir rannsókn á stofnfjárvið-
skiptum í SPH nýlega tilkynnt emb-
ætti ríkislögreglustjóra að grunur
leiki á að lög um fjármálafyrirtæki
hafi verið brotin við kaup á stofnfjár-
hlutum í SPH sl. sumar. Er lögreglu-
rannsókn hafin á málinu.
Kærunefnd ógilti
dagsektir FME
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Kærunefnd ógilti dagsektir FME á hendur fjórum stofnfjáreigendum.
SIÐANEFND Blaðamanna-
félags Íslands hefur komist að
þeirri niðurstöðu að DV hafi
ekki brotið gegn siðareglum
með frétt um að gjaldkeri Fé-
lags fasteignasala hefði selt
ósamþykkta íbúð sem sam-
þykkta og verið dæmdur til að
greiða 1,3 milljónir í bætur.
Kærandi taldi að á forsíðu
DV hefði verið afar ósmekkleg
myndbirting af honum og til-
gangur framsetningarinnar á
forsíðunni hefði greinilega
verið sá að svívirða forystu
Félags fasteignasala og valda
persónu hans og starfsemi
sem allra mestu tjóni og æru-
meiðingum.
Siðanefnd komst að þeirri
niðurstöðu, að blaðamaðurinn,
sem skrifaði fréttina inni í
blaðinu hefði ekki brotið nein-
ar reglur. Varðandi forsíðuna
tekur siðanefnd undir það
sjónarmið kæranda að gert
hafi verið mikið úr málinu og
að farið sé með mistök hans í
starfi eins og um ásetning hafi
verið að ræða, enda megi
skilja fyrirsögnina á forsíðu á
þann veg að kærandi hafi verið
að selja eigin íbúð. Hins vegar
telji siðanefnd að ekki sé bein-
línis hægt að staðhæfa að fyr-
irsögnin sé röng, því það sé
vissulega málvenja að tala um
að fasteignasalar selji eignir.
Þá segist siðanefnd telja, að
það skipti máli að kærandi hafi
verið valinn til trúnaðarstarfa
í félagi fasteignasala sem
gjaldkeri félagsins og því sé
ekki óeðlilegt að það komi
fram. Það sé hins vegar hvorki
í höndum siðanefndar BÍ né
kæranda að meta eða ákveða
fyrir fjölmiðla hvenær fjallað
skuli um mál og hvenær ekki.
Siðanefnd
telur DV
ekki brotlegt
vegna
fréttar um
fasteignasala