Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.01.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 11 VESTURLAND MMC Pajero 2,8 Disel sjálfskiptur. Nýskráður 04/2000 35" breyttur. Leður, lúga, spoiler, varadekkshlíf, dráttarbeisli. Ný 35" dekk og felgur. Ásett verð 2.370 þús. Gott eintak. Toyota Corolla H/B VVTI. Nýskráður 05/2004. 5 gíra. Ekin 22 þús. Sumar- og vetrardekk. Áhvílandi 860 þús. 16 á mán. Ásett verð 1.420 þús. Toyota Corolla H/B VVTI. Nýskráður 09/003. 5 gíra. Ekin 56 þús. Vetrardekk. Ásett verð 1.220 þús. M. Benz C 320 Elegance. Nýskráður 02/2001, sjálfskiptur. Ekinn 96 þús. Álf., leður, lúga, navigation, rafmagn í öllu. Flott græja. 6 cyl. 218 hö. Ásett verð 3.190. Áhv. 2.300 þús., ca 49 á mán. www.bilasalaselfoss.is - Söluumboð Heklu - Selfossi KIA Sorento EX 2,5 disel. Nýskráður 03/2003. Ekinn 79 þús., sjálfskiptur, digital miðstöð, loftkæling, hiti í sætum, cruise control, beisli, heilsársdekk. Ásett verð 2.470 þús. Áhvílandi 2.015 þús. 33 þús. á mán. Dodge Durango SLT+ 4,7. Árg. 2001, sjálfskiptur. 4,7 bensín. Ekinn 61 þús. km. Leður, loftkæling, litað gler, beisli, álf. Ásett verð 1.990 þús. Áhvílandi 1.065 þús. 39 þús. á mán. Akranes | ALMENN ánægja virðist vera með þá þjónustu sem Stræt- isvagnar Reykjavíkur bjóða nú upp á á Akranesi en í upphafi árs hófu vagnar fyrirtækisins akstur til og frá Akranesi eftir að Akraneskaup- staður hafði gert samning þar að lút- andi. Allt að 13 ferðir eru daglega á virkum dögum, en einnig er ekið um helgar. Hafa margir nýtt sér þessa nýju þjónustu enda stunda margir íbúar Akraness vinnu og nám í Reykjavík og nágrenni. Það hefur komið fyrir í ein- hverjum ferðum vagnsins að nokkrir farþegar hafa þurft að standa alla leiðina frá Akranesi og í Mosfellsbæ en forsvarsmenn Strætisvagna Reykjavíkur hafa brugðist við þessu vandamáli með þeim hætti að nota stærri vagn á helstu álagstímunum. Strax í upphafi kom fram sterkur vilji farþega til að „Skagavagninn“ myndi ekki stansa í Mosfellsbæ í fyrstu ferðunum á morgnana og var orðið við þeirri ósk. Farþegum er hleypt út í Mosfellsbæ en ekki er ek- ið inn í bæinn og teknir upp aðrir far- þegar, en slíkt er gert í öðrum ferð- um vagnsins. Farþegar af Akranesi geta því ekið beint í Ártún þar sem skipt er um vagn eftir því hvert ferð- inni er heitið. Bæjaryfirvöld á Akranesi eru mjög ánægð með hve margir farþeg- ar hafa verið í ferðum Strætó fram til þessa, eru þeir mun fleiri en gert var ráð fyrir í upphafi, og er greinilegt að mikil þörf var á slíkum akstri. Mikil búbót Jóhannes Finnur Halldórsson hagfræðingur er einn margra sem hafa nýtt sér ferðirnar á nýju ári og er hann ánægður með þessa ný- breytni. „Það sem hefur komið mér mest á óvart er hve vel maður hvílist á þessari leið og hve mikla orku mað- ur notar þegar maður ekur sjálfur,“ segir Jóhannes en hann starfar við Háskóla Íslands og er um eina klukkustund í vinnuna. „Það er nauð- synlegt að tvær fyrstu ferðirnar á daginn séu með þeim hætti að vagn- inn fari beint í Ártún en taki ekki hring um Mosfellsbæinn. Í dag er það aðeins fyrsta ferðin á daginn sem fer beint í Ártún. Þessi háttur ætti einnig að vera á tveimur ferðum síð- degis. En ég finn að starfsmenn og bílstjórar eru að reyna að bæta þjón- ustuna og gera allt til þess að farþeg- ar nái sínum vagni á réttum tíma. En stundum gengur það ekki upp.“ Jóhannes hefur að sjálfsögðu reiknað það út lauslega að hver ferð í einkabifreið frá Akranesi til Reykja- víkur kosti um 1.700 kr. en hann ferðaðist oftar en ekki einn þegar hann ók á milli sjálfur. „Ef keypt eru afsláttarkort í Strætó reiknast mér til að hver ferð kosti um 170 kr. og er þetta því mikil búbót fyrir þá sem vinna og stunda nám í Reykjavík,“ sagði Jóhannes Finnur. Hann hefur sjálfur einnig getað notað tímann á leið sinni frá vinnu og í vinnu til þess að vinna að ýmsum verkefnum. „Það eru einhverjir sem hafa opnað far- tölvurnar sínar á leiðinni en ég hef reynt að lesa og stundum er það eitt- hvað sem tengist vinnunni. En það er ekki mjög gott að vinna með fartölvu í fanginu í þessum vögnum.“ Á vef Akraneskaupstaðar hafa far- þegar skrifað um reynslu sína af þessum ferðum á umræðuvef og er greinilegt á þeim skrifum að margir hafa beðið lengi eftir þessari þjón- ustu og aðilar sem hafa skipst á um að keyra til vinnu frá Akranesi allt frá opnum Hvalfjarðarganga árið 1998 eru nú hættir þeim akstri og nota strætisvagninn eingöngu. „Skagavagninn“ nýtur vinsælda Morgunblaðið/Sigurður Elvar Skagamenn hafa tekið strætisvagnaferðum til Reykjavíkur fagnandi og mikill fjöldi ferðast með vögnunum sem fara allt að 13 ferðir daglega. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is PÁLMI Haraldsson, knattspyrnu- maður úr ÍA, var á dögunum kjörinn íþróttamaður Akraness árið 2005 og er þetta í fyrsta sinn sem Pálmi hlýt- ur þessa viðurkenningu. Hann var í haust kjörinn leikmaður ársins af leikmönnum ÍA liðsins í lokahófi fé- lagsins. Pálmi segir að hann hafi ekki átt von á því að verða efstur í kjörinu en Kolbrún Kristjánsdóttir, sundkona, varð önnur en hún hafði nánast einokað þetta kjör á und- anförnum árum. Badmintonmað- urinn Hólmsteinn Þór Valdimarsson varð þriðji í kjörinu. Pálmi hefur verið burðarás í liði Skagamanna í mörg ár en hann hef- ur leikið 209 leiki í efstu deild, þar af 18 leiki með Breiðabliki eitt tímabil, en að öðru leyti hefur Pálmi ávallt verið leikmaður ÍA. Pálmi á að baki 23 leiki með U-17 ára landsliðinu, 24 leiki með U-19 ára liðinu og 10 leiki með U-21 árs landsliðinu. „Ég satt best að segja átti ekki von á því að fá þessa viðurkenningu en þetta hvetur mig til þess að gera enn betur og gefur mér kraft í úti- hlaupunum sem við erum í flesta daga á þessum árstíma,“ segir Pálmi. Hann er þriðji knatt- spyrnumaðurinn á Akranesi sem fær Friðþjófsbikarinn afhentan, en verðlaunagripurinn er gefin til minningar um Friðþjóf Daníelsson. „Þetta er gríðarlega stór bikar og eftir samningaviðræður við eig- inkonuna, Elfu Margréti Ingvadótt- ur, fundum við heppilegan stað í stofunni fyrir gripinn. Dætur okkar, tvíburarnir Hjördís Tinna og Ingi- björg Birta, sem eru á níunda ári eru aðeins hærri en bikarinn,“ segir Pálmi en hann starfar nú sem að- stoðarútibússtjóri í Íslandsbanka á Akranesi. „Ég hef verið að vinna í Reykjavík undanfarin ár hjá Lands- virkjun og það er mikill munur að þurfa ekki að keyra á milli alla daga. Þetta verður kannski til þess að maður endist lengur í fótboltanum.“ Pálmi fer á æfingar ásamt fé- lögum sínum í ÍA á laugardags- morgnum í Egilshöllina í Reykjavík en leikmenn leggja af stað kl 7 að morgni á æfinguna sem hefst kl 8 að morgni. „Það er ekki laust við að maður gleðjist yfir því að verið sé að reisa fjölnota íþróttahús á gamla malarvellinum á Akranesi. Við fáum örugglega betri æfingatíma yfir vet- urinn og laugardagarnir verða mun skemmtilegri fyrir vikið – býst ég við,“ sagði Pálmi Haraldsson, íþróttamaður Akraness árið 2005. „Æft eldsnemma á laugardögum“ Morgunblaðið/Sigurður Elvar Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Pálmi Haraldsson, íþróttamaður Akraness 2005. SAMEINING Kennaraháskóla Ís- lands (KHÍ) og Háskóla Íslands (HÍ) er góður kostur að mati Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Ís- lands. Ólafur Proppé, rektor KHÍ, segir einn helsta ávinninginn af hugsanlegri sameiningu eflingu kennaramenntunar. Hann bendir á að sameiningarferli sé langt og vandasamt verk. „Skólarnir hafa þegar talsvert mikið samstarf,“ segir Kristín. „Það eru margar deildir hér í HÍ sem hafa þegar mikið samstarf við KHÍ. Ekki aðeins félagsvísindadeild vegna sam- starfs í kennslu- og uppeldisfræðum, heldur einnig raunvísindadeild, hjúkrunarfræðideild, læknadeild og hugvísindadeild.“ Kristín segir hið öfluga samstarf milli skólanna færa góð rök fyrir því að sameiningarkosturinn verði skoð- aður. „Með því markmiði að efla kennaranám hér á landi og efla rann- sóknir við skólana báða og í raun styrkja menntakerfið í heild,“ segir Kristín. „Fyrir nokkrum árum var gerð athugun, með þátttöku starfs- fólks skólanna, þar sem kannað var hvaða samstarfsleiðir væru vænleg- astar milli þessara tveggja stofnana. Niðurstaðan úr þeirri athugun var sú að sameining myndi gefa bestan árangur, en nú er okkur ætlað að rifja upp það sem fram kom í þessari skýrslu og fara yfir stöðuna á ný og meta í kjölfarið fýsileikann á samein- ingu.“ Kristín segir ekki nokkurn vafa að sameiningin geti leitt af sér öflugra háskólasamfélag. Aðspurð hvort slakni á samkeppninni og fjölbreytni og líf í samstarfi skólanna minnki þegar hinum óformlegu tengslum verði breytt í formleg og stofnunin festist í sessi segir Kristín ljóst að samkeppni verði til staðar eftir sem áður, bæði við erlenda og innlenda háskóla. „Aðalatriðið, ef af samein- ingu verður, er að unnið yrði að því að styrkja kennaramenntun í land- inu og rannsóknir á sviðum sem henni tengjast,“ segir Kristín. Langur vegur frá ákvörðun til sameiningar Ólafur Proppé, rektor KHÍ, segir að með sameiningu verði að nást ávinningur hvað varðar kennara- menntun í landinu og eflingu beggja háskólanna. Hann segir ekki verið að leita eftir fjárhagslegum ávinningi. „En ég er sannfærður um það að það verði ýmiskonar hagræðing en mein- ingin er að sú hagræðing nýtist í enn betri skóla og betri þjónustu á öllum sviðum,“ segir Ólafur. „Markmiðið er því að fá meira út úr hverri krónu, það er vissulega eftirsóknavert.“ Þá sé eitt markmiðið að nemendur hafi meira val. Ólafur leggur þó áherslu á að enn sé ekki búið að ákveða sam- einingu en að starfshópur mennta- málaráðherra, sem hann á sæti í, muni á næstunni skoða kosti og galla sameiningar. Ólafur bendir á að KHÍ hafi mikla reynslu af sameiningu, en fyrir fjór- um árum voru Kennaraskóli Íslands, Fósturskóli Íslands, Þroskaþjálfa- skóli Íslands og Íþróttakennaraskól- inn á Laugavatni sameinaðir. Sameining KHÍ og HÍ góður kostur en vandasamt verk Eftir Svavar Knút Kristinsson og Sunnu Ósk Logadóttur Kristín Ingólfsdóttir Ólafur Proppé FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.