Morgunblaðið - 16.01.2006, Side 18
18 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÉG HAFÐI hlakkað til að sjá
þessa sýningu. Hélt satt að segja
að það lægi einhver hugsun að
baki því að tefla saman Íslenska
dansflokknum, Leikfélagi Reykja-
víkur og þeirri flottu konu og
söngkonu Ásgerði Júníusdóttur í
óperu Bizet, sem hér er nefnd
söngleikur. Að sérstaða hverrar
listgreinar fengi að njóta sín og
þær segðu okkur söguna af hinni
sjálfstæðu skapríku Carmen á ein-
hvern ástríðufullan nýjan hátt. Það
hefði svo sannarlega mátt vænta
þess af LR eftir hugrökku tilraun-
ina með Sölku Völku, af Íslenska
dansflokknum almennt og Ásgerði
Júníusdóttur. En það gerðist ekki.
Hér var engin ný merking, engin
ný útfærsla. Allt var þetta bara
ansi beinaber stöðluð gömul klisja
um Carmen og Spánverja sem er
ekki alveg ljóst hvort á rætur sín-
ar að rekja til danshöfundarins
bandaríska Stephen Shropshire
eða leikstjórans Guðjóns Ped-
ersens, því erfitt er að finna í sýn-
ingunni, hvorki í leikmynd bún-
ingum né leik neitt af fyrri
höfundareinkennum leikstjórans,
líkast því helst að hann hafi ekki
verið viðstaddur.
Og hugmyndaríkur er þá Steph-
en Shropshire ekki, hvorki í út-
færslu dansanna né staðsetningum
og túlkun og hreyfingar persóna
oft ærið einhæfar, menn lyfta báð-
um höndum til að undirstrika mál
sitt (gera Spánverjar það ekki?!)
og konurnar standa helst með
hendur á mjöðmum (gera spænsk-
ar konur það ekki?!) og til að kór-
óna allt strjúka konurnar sér svo
auðvitað um brjóst og læri þegar
þær þurfa að heilla kallana (gera
konur það ekki svona yfirleitt?!).
En þó Stephen Shropshire sé
klisjukenndur kall (eða er ég að
flytja yfir á hann eitthvað af
ábyrgð leikstjórans sem var
kannski þarna líka eftir allt sam-
an) þá er varla við hann að sakast,
þegar kemur að aðalvanda sýning-
arinnar. Þeim vanda að í sönglist-
inni sem krefst kunnáttu, danslist-
inni sem krefst kunnáttu og
leiklistinni sem krefst kunnáttu, er
tillitslaust blandað eða teflt saman
kunnáttu og kunnáttuleysi og þá
getur því miður ekkert annað
gerst en að kunnáttan afhjúpar af
miskunnarleysi kunnáttuleysið, svo
einungis það hrópar oftast á mann.
Þetta er að sjálfsögðu ekki bara
illa gert gagnvart þessu fallega
verki Bizet. Það er illa gert gagn-
vart Ásgerði Júníusdóttur (Car-
men) sem stendur sorglega ein í
ákaflega fallegum söng sínum. Það
er illa gert gagnvart Kristjönu
Skúladóttur (Michaela) og Sveini
Geirssyni (Don José) sem syngja
eiginlega bæði vel, einkum Krist-
jana, en af kunnáttu leikarans. Það
er illa gert gagnvart ísmeygilega
fyndinni leikgerð Guðrúnar Vil-
mundardóttur. Og auðvitað öllum í
sýningunni.
Og hvað býr hér eiginlega að
baki? Árangurslaust, en öll af vilja
gerð, leita ég að sögn þessarar að-
ferðar. Merkingu sýningarinnar.
Það er nokkuð langsótt að reyna
til dæmis að ímynda sér að söng-
konan góða eigi að tákna að Car-
men sé hinn eini sanni tónn verks-
ins. Sömuleiðis að þetta eigi að
vera brandari þó að mönnum þyki
mikið gaman að spauga um ólík-
legustu hluti í íslensku leikhúsi.
Nærtækara að álykta að hér sé
bara verið að spara við sig óp-
erusöngvara. Kannski glæný ár-
angurstengd sparnaðaraðgerð í
Borgarleikhúsinu? Að skera niður
merkingu og kunnáttu? Já, sparast
mikið við það? Reyndar sparar það
mér að hafa fleiri orð um sýn-
inguna.
Sumstaðar og í sumum hlutum er sparað
LEIKLIST
Borgarleikhúsið
Leikfélag Reykjavíkur og Íslenski dans-
flokkurinn.
Söngleikur byggður á óperu Bizet. Hand-
rit: Guðrún Vilmundardóttir. Söngtextar:
Bergur Þór Ingólfsson, Davíð Þór Jóns-
son, Frank Hall, Kristján Hreinsson, Sig-
ríður Hagalín Björnsdóttir, Sjón og Þor-
steinn Valdimarsson. Danshöfundur:
Stephen Shropshire. Leikstjóri: Guðjón
Pedersen. Leikmynd og búningar: Helga
I. Stefánsdóttir. Ljós: Lárus Björnsson.
Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Leikgervi:
Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Tónlistar-
stjórn og útsetningar: Agnar Már Magn-
ússon. Leikarar: Ásgerður Júníusdóttir,
Birna Hafstein, Marta Nordal, Kristjana
Skúladóttir, Sveinn Geirsson, Theodór
Júlíusson, Pétur Einarsson, Guðmundur
Ólafsson, Bergur Þór Ingólfsson, Erlend-
ur Eiríksson. Dansarar Íd: Aðalheiður
Halldórsdóttir, Brad Sykes, Emelía Bene-
dikta Gísladóttir, Guðmundur Elías Knud-
sen, Guðrún Óskarsdóttir, Hjördís Lilja
Örnólfsdóttir, Itamar Serussi Sahar, Katr-
ín Ingvadóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir,
Peter Anderson, Steve Lorenz, Unnur E.
Gunnarsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir.
Hljómsveit: Agnar Már Magnússon, Ólaf-
ur Jónsson / Óskar Guðjónsson, Ásgeir
Ásgeirsson, Erik Qvick, Einar Jónsson /
Eiríkur Orri Ólafsson: Róbert Þórhallsson
/ Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson.
Borgarleikhúsið, stóra sviðið 14. janúar,
2006 kl. 20.00.
Carmen
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Það er nokkuð langsótt að reyna til dæmis að ímynda sér að söngkonan góða eigi að tákna að Carmen sé hinn eini
sanni tónn verksins,“ segir m.a. í umsögninni um söngleikinn Carmen sem nú er á fjölum Borgarleikhússins.
María Kristjánsdóttir.
SIGRÍÐUR Þorvaldsdóttir leikkona
var í fyrradag valin bæjarlistamað-
ur Seltjarnarness við hátíðlega at-
höfn í Bókasafni bæjarins. Sigríður
er þjóðkunn fyrir störf sín hjá Þjóð-
leikhúsinu, og fyrir síðustu jól kom
út ævisaga hennar „Í gylltum
ramma“ hjá Bókaútgáfu Æsk-
unnar.
Sigríður þakkaði fyrir sig með
ræðu og lauk henni með því að
leika þrjú lög á píanó. Seinna í dag-
skránni tóku dætur hennar, Þórunn
og Ingibjörg Lárusdætur, upp
þráðinn, ásamt unnusta Þórunnar,
Snorra Petersen, sem lék á gítar
undir söng þeirra systranna, auk
þess sem Ingibjörg tók undir á
trompet.
Sigríður tekur við þessum heið-
urstitli af Auði Hafsteinsdóttur,
fiðluleikara, og sagði í samtali við
Morgunblaðið að hún hygðist eins
og forveri hennar vinna íbúum bæj-
arins gagn með því að koma við í
skólunum. „Ég ætla að smala börn-
unum í rútur og fara með þau niður
í Þjóðleikhús; sýna þeim minn
heimavöll. Mig langar að kynna þau
fyrir því lífi sem á sér stað baksviðs;
sýna þeim undirbúning sýninganna
og það sem þar gerist – skoða
saumastofuna, hárgreiðsluna og
sminkið.“
Sigríður stofnaði Leikfélag Sel-
tjarnarness fyrir átta árum. „Það
gekk hreinlega ekki að hér væri
ekkert áhugamannaleikhús í gangi,
svo ég ýtti því af stað, segir hún og
hlær. „En fyrsta áhugamannaleik-
húsið sem ég stofnaði var leik-
félagið sem starfar í Mosfellsbæ, en
það verður þrjátíu ára í nóvember á
þessu ári. Bæði félögin hafa starfað
með öflugum hætti, sem betur fer,“
segir Sigríður.
Leiklist | Sigríður Þorvaldsdóttir
leikkona valin bæjarlistamaður
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona tekur við heiðursskjali af Sólveigu
Pálsdóttur, formanni menningarnefndar Seltjarnarness.
Ætlar að sýna börn-
unum sinn heimavöll
MENNINGAR- og ferðamálaráð
Reykjavíkurborgar samþykkti af-
greiðslu styrkja fyrir árið 2006 á
fundi ráðsins nýverið, samtals að
upphæð 21 m.kr.
KASA hópurinn og kammerkór-
inn Schola cantorum voru báðir
valdir Tónlistarhópar Reykjavíkur
2006 og fá hvor um sig 2 m.kr.
Til verkefna – og liststarfsemi
voru veittir eftirtaldir styrkir:
Myndhöggvarafélagið í Reykja-
vík 1.5. m.kr. vegna samvinnuverk-
efnis sex Evrópuþjóða, Site Ations-
Sense in Place, er opnar sýningu í
Viðey á Listahátíð í Reykjavík í
maí. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík fékk einnig 1,5 m.kr. til
rekstrar og þróunar kvik-
myndahátíðarinnar er haldin verð-
ur að hausti. Tónlistarþróun-
armiðstöðin hlaut 1,2 m.kr. til
rekstrar miðstöðvarinnar er hýsir
TÞM, tónleikasal, aðstöðu fyrir
unga tónlistarmenn til æfinga- og
tónleikahalds og ýmiss konar
menningar- og félagsaðstöðu. Þá
hlaut Strengjaleikhúsið 1 m.kr. til
uppsetningar óperunnar Skugginn,
þar sem Karólína Eiríksdóttir sem-
ur tónlistina, Sjón byggir textann á
samnefndri sögu H.C. Andersens
og Messíana Tómasdóttir leikstýrir
og annast umgjörð óperunnar.
Form Ísland hlaut 900 þús. kr. til
uppbyggingar á þjónustu félagsins
og Kling og Bang gallerí 700 þús.
til áframhaldandi gallerírekstrar að
Laugavegi 23.
500 þúsund kr. styrkir
500 þús. kr. styrk hlutu Kynn-
ingarmiðstöð íslenskrar myndlistar
til nýmæla í starfseminni, leik-
félagið Annað Svið til frumsamda
verksins Mamma eftir Maríu Ell-
ingsen og Charlotte Böving, Panic
Productions til nútímalegs dans-
leikhúss með áherslu á samruna
ólíkra listgreina og Hið íslenska
bókmenntafélag til starfsemi og út-
gáfumála.
400 þús. króna styrk hlutu Kór
Langholtskirkju, Listvinafélag
Hallgrímskirkju og Smekkleysa til
starfsemi gallerísins Humar eða
frægð.
300 þús. kr. styrk hlutu Kamm-
erkórinn Carmina, Sinfón-
íuhljómsveit áhugamanna, Sinfón-
íuhljómsveit unga fólksins,
Sönghópurinn Hljómeyki, Söng-
sveitin Fílharmónía, Blásarasveit
Reykjavíkur, Draumasmiðjan,
Leikfélagið Hugleikur, Rauði þráð-
urinn, Gregersen ehf, Listasafn
ASÍ, Hinsegin bíódagar í Reykja-
vík og Bókaútgáfan Hólar.
200 þús. kr. styrk hlutu 15:15
Tónleikasyrpan í Borgarleikhúsinu,
Aminamúsík, Camerarctica, Dean
Richard Ferrell, Félag íslenskra
tónlistarmanna, Snorri Sigfús Birg-
isson, Vox Academica, johann/
filippia productions, Kvenfélagið
Garpur, Sari Maarit Cedergren,
Tangófélagið, Friðarhús SHA,
Húsfélag alþýðu og IBBY á Ís-
landi.
Kvennakórinn Léttsveit Reykja-
víkur, Söngfélag Félags eldri borg-
ara í Reykjavík og leikfélagið
Snúður og Snælda hlutu 100 þús.
kr. styrk hver.
Annars er stærri hluta styrkveit-
inga menningar- og ferðamálaráðs
nú varið til starfssamninga til fleiri
ára og til þeirra eru þegar bundnar
í samninga tæpar 56 milljónir árið
2006. Þriggja ára samningar ráðs-
ins verða næst auglýstir haustið
2006 vegna áranna 2007, 2008 og
2009.
Morgunblaðið/Ómar
Nína Margrét Grímsdóttir og Áshildur Haraldsdóttir frá KASA-hópnum,
Stefán Jón Hafstein, formaður menningarmálaráðs, og Hörður Áskelsson,
stjórnandi Schola cantorum, bera saman bækur sínar.
KASA-hópurinn og Schola
cantorum fá hæstu styrkina