Morgunblaðið - 16.01.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 19
UMRÆÐAN
Sími 5050 305
w w w . s a g a b o u t i q u e . i s
Tollfrjáls verslun
skýjum ofar
Glæsilegt vöruúrval í vetrarlista Saga Boutique.
Náðu þér í eintak af nýjasta Saga Boutique á söluskrifstofum Icelandair,
á ferðaskrifstofum eða um borð í flugvélum Icelandair.
SK
A
PA
R
IN
N
A
U
G
L
Ý
SI
N
G
A
ST
O
FA
MÁLEFNI og
rekstur Kópavogs-
bæjar hafa verið
nokkuð til umræðu að
undanförnu. Þar kem-
ur eðlilega til að fram-
undan eru sveitar-
stjórnarkosningar, en
einnig sú staðreynd
að, að undanförnu
hafa núverandi stjórn-
endur sýnt nokkuð
grímulaust hvaða sýn
þeir hafa á það hvern-
ig eigi að stjórna
næstfjölmennasta
sveitarfélagi landsins.
Kópavogur ehf.?
Þegar litið er yfir
ákvarðanir undanfar-
inna mánaða og miss-
era, gæti manni frem-
ur dottið í hug að þeir
sem stjórna bænum litu á hann og
reksturinn sem einkafyrirtæki, held-
ur en félagslega einingu þ.s. velferð
íbúanna ætti að koma fyrst. Þegar
kemur að launum starfsmanna bæj-
arins er það reksturinn og afkoma
hans sem kemur fyrst, en ekki sú
þjónusta sem bærinn veitir. Þannig
er í þeirra huga ágætt að starfsfólk
leikskólanna sé fátt eða lítið mennt-
að, því þannig kostar reksturinn
minna og hægt er að
borga lægri laun. Og það
er ekki fyrr en kjós-
endur hóta aðgerðum,
sem bæjaryfirvöldum
dettur í hug að hreyfa
sig, en með semingi þó.
Nú heyrast allt í einu
raddir frá meirihlut-
anum í bæjarstjórn um
að hækka þurfi lægstu
launin, korteri fyrir
kosningar. Þetta eru
sömu menn og hafa haft
16 ár til að bæta kjör
þessa fólks! Málið er
hins vegar ekki bara
spurning um laun og
starfsfólk og starfs-
mannaveltu, heldur einn-
ig spurning um þjónustu
við bæjarbúa. Það er
ekki hægt að stæra sig
af rekstrarafgangi sem
er á kostnað þjónustu
við fólk. Barnafjölskyldum sem búa
við óvissu um hvort börn þeirra fái
þá leikskólagöngu sem þeim hefur
verið lofað, er líklega nokkuð sama
um hvort Gunnar Birgisson langar
að byggja óperuhús, henda meiri
peningum í höfnina eða eitthvað ann-
að gæluverkefni. Öldruðum og ör-
yrkjum sem bíða á sjúkrahúsum eftir
þjónustu sem bæjarfélagið á að veita,
eða í heimahúsum við erfiðar að-
stæður er líklega nokkuð sama um
hvort rekstrarafgangur bæjarins er
milljóninni meiri eða minni. Þetta
fólk er ekki að borga skatta til bæj-
arins til að búa við óöryggi. Það
borgar ekki skatta svo Sjálfstæð-
isflokkurinn og Framsóknarflokk-
urinn geti rekið bæinn eins og sitt
eigið Ehf.
Fyrirgreiðslupólitík
En sjálfhverfni bæjaryfirvalda
kemur fram í fleiru. Nýlegar lóðaút-
hlutanir og „reglur“ sem farið er eft-
ir við þær hafa orkað mjög tvímælis,
og minnt óþægilega á þá fyrir-
greiðslupólitík sem svo mjög var
ríkjandi á Íslandi eftir seinna stríð
og fram eftir seinustu öld. Á sama
tíma og gegnsæi í ákvarðanatöku og
samráð við íbúa sækja á annars stað-
ar, virðist stjórnlyndi og pukur eiga
við hér. Ekki er hlustað á hugmyndir
íbúa um skipulag gróinna bæjar-
hverfa, heldur farið fram með full-
mótaðar hugmyndir um nýtt skipu-
lag, byggingarmagn og samsetningu
byggðar. Þrjú nýleg dæmi um þetta
sýna hugarfarið vel, Lundarhverfið,
bryggjuhverfið og skipulag Kópavog-
stúns. Í öllum þessum tilvikum var
farið fram með fullmótaðar hug-
myndir, og jafnvel búið að semja við
verktaka, áður en ástæða þótti að
ræða við íbúana. Íbúar vesturbæjar
lögðu til á fjölmennum borgarafundi
að skipulag bæjarhlutans yrði rætt í
heild en ekki var orðið við því. Það er
ljóst að núverandi valdhafar í Kópa-
vogi hafa setið alltof lengi. Svo lengi
að þeim finnst þeir eiga tilkall.
Vinstri grænir hafa lagt áherslu á
íbúalýðræði, opna stjórnsýslu og fé-
lagslegar áherslur í stjórn bæjarins.
Við höfum lagt fram mótaðar tillögur
um hvernig bærinn okkar á að
standa að leikskólamálum í gjald-
frjálsum leikskóla, þ.s. metnaður
bæjarfélagsins birtist í gæðum þjón-
ustunnar, ánægju fjölskyldunnar og
starfsmannanna. Við viljum tryggja
að bærinn verði þekktur sem fjöl-
skyldubær með umhverfisvænar
áherslur, þ.s. stjórnendur stjórna
með fólkinu og fyrir það, en ekki
bæjarstjórn sem telur það hlutverk
sitt að stjórna fólkinu.
Fjölskyldubærinn Kópavog-
ur eða Kópavogur ehf.?
Ólafur Þór Gunnarsson
fjallar um bæjarstjórnarmál
í Kópavogi
Ólafur Þór Gunnarsson
’… núverandivaldhafar í
Kópavogi hafa
setið alltof
lengi.‘
Höfundur er oddviti Vinstri grænna í
Kópavogi, í komandi bæjarstjórn-
arkosningum.
MENN sem kalla
sig fjárfesta kaupa
með látum hesthús í
Glaðheimum í Kópa-
vogi. Nú eiga þeir
þriðjung hesthúsanna,
jafnvel þótt hesta-
mannafélagið Gustur
berjist á móti.
Samningur félags-
ins og Kópavogs um
Glaðheima gildir til
ársins 2038.
Það er ekki nýtt að
kaupa upp á yfirverði
fasteignir á heilum
svæðum til að brjóta
niður og byggja aftur
á uppsprengdu verði.
En hér þarf líka að
mölva æskulýðsstarf
og tómstundir fólks.
Svo beygja bæjaryf-
irvöld og breyta skipulagi.
Verð lélegustu húsanna í Glað-
heimum hefur þrefaldast í verði síð-
an vitleysan byrjaði í sumar. Beitt er
gylliboðum og loddaraskap. Fólki er
sagt að aðrir hafi þegar selt, verðið
lækki og það missi af lestinni. Við
suma eru gerðir tveir samningar,
einn um hús og gervisamningur um
„búnað“. Lægri samningi er svo
veifað framan í næstu seljendur.
Mörgum finnst allt í lagi að hest-
húsin fari. En þetta er miklu stærra
mál. Óvandaðir menn reyna að
hrifsa til sín völd í bænum. Með
kaupunum þagga þeir niður í hverf-
inu og lama félagsstarfið. Þá minnka
umsvif í glæsilegri reiðhöll Gusts,
sem byggð var í sjálfboðavinnu. Þar
er enn eitthvert blómlegasta æsku-
lýðsstarf íslenskra hestaíþrótta.
Öll íþróttahreyfingin á að bregð-
ast við í þessu máli. Hér er ekki ein-
asta reynt að brjóta niður heilt
íþróttafélag. Hér er atlaga gerð að
heilli íþróttagrein. Hér er vegið að
fjölda atvinnugreina sem henni
tengjast. Hesthúsaverð á öllu höf-
uðborgarsvæðinu er sprengt uppúr
öllu valdi. Bráðum kostar helmingi
meira að hýsa hvert hross. Ung-
mennin hrekjast fyrst í burtu. Síðan
fleiri og hestamennska verður að-
eins íþrótt hinna ríku. Hreyfingu
hestamanna hefur tekist að byggja
upp á löngum tíma íþrótt fyrir al-
menning. Víða um land
hefur alls kyns atvinnu-
uppbygging fylgt í kjöl-
farið. Þar er gert út á
íslenska hestamenn.
Fækki þeim hefur það
víðtækar afleiðingar.
Það er engin þörf á
því að sportið sé á heið-
um uppi. Ég hef lagt til
að á málinu verði tekið
með táknrænni endur-
nýjun, lengri og betri
samningi við Gust.
Hestamennska er vel
sett í Glaðheimum.
Þess má gæta í skipu-
lagi og með því að leyfa
aðeins hesthús á svæð-
inu. Fjármálamennirnir
geta spreytt sig á því að
reisa ný hesthús fyrir
þau gömlu sem þeir
hafa keypt, eða bara selt aftur.
Gróðapungar spilla
æskulýðsstarfi
Samúel Örn Erlingsson fjallar
um hesthúsaverð í Kópavogi
Samúel Örn Erlingsson
’Óvandaðirmenn reyna að
hrifsa til sín
völd í bænum.‘
Höfundur hefur fjallað um hesta-
íþróttir í sjónvarpi í tæpa tvo áratugi
og stundar hestamennsku.