Morgunblaðið - 16.01.2006, Síða 21

Morgunblaðið - 16.01.2006, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 21 FJÖLDI háskólanema hefur tvöfaldast á síðast- liðnum áratug. Framboð á há- skólanámi hefur aldrei verið fjöl- breyttara og ekkert lát virð- ist vera á ásókn- inni í framhalds- skólann. Það er sama hvar borið er niður í menntamálum þjóðarinnar, staðan hefur aldrei verið betri. Við höfum aldrei varið meiri fjár- munum til menntunar, það hafa aldrei verið fleiri í námi og við höfum aldrei brautskráð jafn- marga há- skólanema úr grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi. Í undarlegum leiðara um síð- astliðna helgi kemst Blaðið hins vegar að þeirri niðurstöðu að „skilnings- leysi á mikilvægi menntunar“ sé með ólíkindum. Blaðið segir stefnuleysi ríkja í málefnum háskólanna og að þróun háskólamenntunar sé líkust farsa og vera háð „undir formerkjum frjáls- hyggjunnar, frelsisins og samkeppninnar“. Ég hef aldrei skammast mín fyrir að vinna í anda frelsi og samkeppni og vil benda á að aukið frelsi og aukin samkeppni hefur styrkt okkar háskólakerfi og getið af sér aukið námsframboð og aukinn fjölda nemenda er sækir í nám. Líkt og á öðrum sviðum þjóðlífsins þar sem vindar frelsis og samkeppni leika leiðir hún til aukinna gæða kennslu og betri þjónustu við nem- endur. Er Blaðið virkilega andsnúið frelsi og sam- keppni? Flestar röksemdir Blaðs- ins koma raunar kunn- uglega fyrir sjónir þar sem þær virðast teknar beint úr smiðju Björgvins G. Sig- urðssonar, helsta spekings Samfylkingarinnar í menntamálum, og eru raun- ar endurteknar í makalausri grein sem þingmaðurinn rit- ar næsta útgáfudag á eftir leiðaranum. Það er með ólíkindum að blað sem vill vonandi láta taka sig alvarlega í þjóð- félagsumræðunni gangi fram með þessum hætti. Í fyrsta lagi virðist Blaðið ekki hafa staðreyndir á hreinu. Stendur meðal ann- ars í þeirri trú að skólar á háskólastigi séu tíu talsins, þeir eru átta, þar af sex er heyra undir mennta- málaráðuneytið. Í ráðherratíð minni hefur háskólum raunar verið fækkað um einn með sam- einingu Tækniháskóla Ís- lands og Háskólans í Reykjavík. Nú eru að hefj- ast viðræður um fýsileika þess að sameina Kenn- araháskóla Íslands og Há- skóla Íslands. Ég tel að það gæti orðið til að efla há- skólastigið verulega að ekki sé minnst á kennara- menntun í landinu. Þá virðist leiðarahöf- undur standa í þeirri trú að stórfelld hækkun fram- laga þýði sam- drátt. Blaðið segir stjórn- völd „nánast hafa lagt fæð á Háskóla Ís- lands“ og að framlög til hans veki at- hygli um alla Evrópu. Þetta eru skrýtnar stað- hæfingar. Frá árinu 2000 hafa framlög til Há- skóla Íslands auk- ist um tæp 50% á föstu verðlagi. Telur Blaðið að 50% raunaukning framlaga á örfá- um árum sé til marks um það að stjórnvöld vilji leggja fæð á HÍ? Í fjárlögum þessa árs er áfram gert ráð fyrir umfangsmik- illi hækkun fjár- veitinga til menntamála. Framlög til há- skólastigsins hækka um 13,4% frá fjárlögum síðasta árs og nema samtals 12,7 millj- örðum króna. Framlög til Háskóla Íslands og stofnana hans hækka mun meira eða um 19,3% milli ára. Þessar miklu hækkanir eru vegna áframhaldandi nemenda- fjölgunar í háskólum lands- ins, launabreytinga, stór- aukinna framlaga til rannsókna og framkvæmda við Háskólatorg. Framlög til framhalds- skóla aukast einnig veru- lega á milli ára, fyrst og fremst vegna áframhaldandi nemendafjölgunar. Útgjöld vegna framhaldsskólanna hækka um 11,4% frá fjár- lögum síðasta árs eða úr 12,64 milljörðum króna í tæpan 14,1 milljarð króna að frátöldum sértekjum. Séu launa- og verðlags- hækkanir einnig frátaldar hækka framlög til fram- haldsskólans um tæpan hálfan milljarð á milli ára. Alls er gert ráð fyrir að heilsársnemar verði 18.900 og er það fjölgun um 700 ársnema á milli ára. Allt mun þetta skila sér í fleiri háskólanemendum í fram- tíðinni. Í því sambandi má meðal annars nefna að ríkis- stjórnin hefur samþykkt frumvarp til nýrra há- skólalaga þar sem lögð er áhersla á að styrkja gæða- eftirlit og alþjóðlega aðlög- un háskólastigsins. Á næstu árum sjáum við fram á enn frekari fjölgun háskólanema en jafnframt verður að gera strangar kröfur til háskólanna um gæði. Því er mikilvægt að umræða um málefni háskól- anna sé upplýst en byggist ekki á innantómu blaðri án tengsla við raunveruleikann. Blaður Blaðsins um háskólamál Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ’Þróunin íháskóla- málum hefur verið gíf- urlega ör undanfarin ár jafnt hér heima sem erlendis og hún kallar á markvissa stefnumörk- un af hálfu stjórnvalda.‘ Höfundur er mennta- málaráðherra. Skrá sig í fríkirkjuna Ragnhildur Sverrisdóttir er í staðfestri samvist og kveðst í samtali við blaðamann hafa skráð sig í fríkirkjuna fyrir stuttu vegna orða biskups Íslands um hjóna- vígslu samkynhneigðra í nýárspredikun sinni og í fjölmiðlum í kjölfar hennar. Hjörtur Magni segist vita um fleiri sem hafi skráð sig í fríkirkjuna vegna orða bisk- ups. Hann kveðst þó ekki hafa yfirlit yfir fjölda þeirra. Ragnhildur sagði m.a. í predikun sinni í gær að hún vildi, sem samkynhneigð kona, njóta sama réttar innan kirkjunnar og aðr- ir. Kirkjan væri svo stór hluti samfélags okkar; svo órjúfanlega tengd samfélaginu. Hún sagði ennfremur að þróun mannrétt- inda styddi kröfu samkynhneigðra um jafna stöðu innan kirkjunnar. „Kirkjan hefur hingað til borið gæfu til þess að fylgja þjóðinni í mannréttindamálum. Eða getur einhver núna ímyndað sér kirkjuna setja sig upp á móti kvenréttindum, svo eitt dæmi sé tekið?“ s að biskup er ekki ta samkynhneigðum kju sinni? Hvar er hin ís- eiginlega stödd í dag, 006, og getur hún raun- ndir nafni? Við hvað er hræddur? Af hverju er fjölskyldulíf ógnun við er þessi hugsun um alræði fir öðrum söfnuðum í rnann í boðskap Jesús kjan kannski bara á nn. la að verða hlutskipti á nýrri öld að afhjúpa íslensku þjóðkirkju líkt ða annars staðar í veröld- fu sér merkilegt. En svo hrapallega fer að Al- beygir sig fyrir biskupi í l ég ekki trúa vegna þess ara eftir samvisku sinni, að gera, þá munu þeir éttinu og gegn misrétt- a baráttu samkynhneigðra Morgunblaðið/Árni Sæberg an hófst. Messan var helguð réttindabaráttu samkynhneigðra. Alþingi skupi HJÁLMAR Jónsson dóm- kirkjuprestur segir að umræðan um afstöðu þjóðkirkjunnar til sambúðar samkynhneigðra hafi verið villandi að undanförnu. Sérstaklega hafi afstaða bisk- ups Íslands, Karls Sigurbjörns- sonar, til þessara mála verið misskilin. Hann segir að biskup hafi í gegnum tíðina verið mun vinsamlegri í garð samkyn- hneigðra en ráða mætti af því sem fjölmiðlar hefðu haft eftir honum upp á síðkastið. Hjálmar segir að málið snúist fyrst og fremst um skilgrein- ingu á hjónabandinu, en ekki um það að önnur sambúðarform fólks séu ekki góð og gild. „Engin deila er um það að allir menn eru jafnir óháð lit- arhætti, kynhneigð, trúarbrögðum og hverju svo sem að- greinir fólk í veraldlegu samfélagi.“ Hjálmar gerði hjónavígslu samkynhneigðra m.a. að um- talsefni í predikun sinni í dómkirkjunni í gær og í messunni las samkynhneigt par ritningarlestra dagsins. Hjálmar sagði m.a. að þjóðkirkjan hefði átt sinn þátt í hugarfars- breytingum gagnvart samkynhneigðum. „Síðastliðin 20 ár hefur þjóðkirkjan fjallað um málefni samkynhneigðra. Hún hefur staðið fyrir málþingum og unnið með samtökum þeirra að réttarbótum og þó einkum viðhorfsbreytingu gagnvart þeim. Kirkjan á sinn þátt í hugarfarsbreytingu gagnvart samkynhneigðum. Hún hefur ekki verið í hæga- gangi, og hún hefur ekki hikað.“ Hjálmar tók auk þessa fram að biskupinn, Karl Sig- urbjörnsson, hefði útbúið form blessunar fyrir samkyn- hneigð pör til að nota í kirkjunni, blessi prestur samband þeirra. „Ég hef stundum blessað hjón, sem hafa verið vígð borgaralega í hjónaband. Og þetta er nákvæmlega sama fyrirkomulagið. Kirkjan viðurkennir þannig þetta fjöl- skylduform eins og önnur.“ Hjálmar sagðist að sjálfsögðu reiðubúinn til að blessa sambúð samkynhneigðra. Hann sagði ennfremur að þjóð- kirkjan myndi taka á þessum málefnum af ábyrgð. „Hún mun halda áfram samræðum um framtíðarlausnir. Og það mun takast með Guðs hjálp og góðra manna, karla og kvenna.“ Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur Umræðan um afstöðu kirkj- unnar villandi Hjálmar Jónsson gera göng frá Bolungarvík úr Syðri- dal í Tungudal við Ísafjörð og göng á þeim stað er Ísafjarðaflugvöllur er og til Súðavíkur. Kostnað við þessi tvenn göng áætlar hann um 7,4 milj- arða króna en þar með yrði öll um- ferð um hættulegar hlíðar aflögð. Steinþór benti á að til að menn gætu sett hlutina í eitthvað samhengi þá myndi sá afli sem landað var í Bolungarvík á síðasta ári, að frá- dregnum heildsölukostnaði skila um 9,4 milljörðum króna út úr búð t.d í Danmörku. Steinþór lauk máli sínu á því að kynna fyrir fundargestum skóflu sem hann hafði útfært með táknræn- um hætti og hugðist afhenda sam- gönguráðherra með hvatningu um að fara að hefjast handa um varanlega jarðgangagerð milli þéttbýlisstað- anna við Djúp. Óshlíð en fleiri slys hafa orðið á Ós- hlíð. Hinsvegar er áhættan á Súða- víkurhlíð mestmegnis vegna snjó- flóða en grjóthrunið er áberandi á Óshlíð. Í skýrslunni kemur fram að þrett- án manns hafa farist í snjóflóðum og grjóthruni á Óshlíð þar af sex manns eftir að vegurinn var lagður 1950. Síðast varð banaslys á þessari leið árið 1989. Óhætt er að segja að mesta athygli vakti erindi Steinþórs Bragasonar rekstarfræðings en hann nemur verkfræði í Danmörku. Steinþór hef- ur sett fram ákveðnar hugmyndir um það hvert skuli stefna í sam- göngumálum milli þessara byggðar- laga þar sem jarðgangagerð er að hans mati eina varanlega lausnin til framtíðar litið. Meðal hugmynda Steinþórs er að grjóthruns á þessari akstursleið. Fram kom í hennar máli að aukn- ing er á hraða gliðnunar í sprungu þeirri sem fylgst hefur verið með í Óshyrnu. Haldi sú þróun áfram má gera ráð fyrir að þar geti jarðvegur hlaupið fram á næstu 10 til 100 árum. Einnig að miðað sé við að farið sé um Óshlíðarveg einu sinni á dag þá eru dánarlíkur tvöfalt meiri en með- altals dánarlíkur í umferðinni á árs- grundvelli. Sex banaslys vegna hruns eða flóða frá 1950 Niðurstaðan í áhættumatinu er sú að áhættan sé ekki mikil fyrir þá sem fara sjaldan en hugsanlega ekki við- unandi fyrir þá sem fara daglega. Áhættan reiknast svipuð fyrir Súðavíkurhlíð/Kirkjubólshlíð og fyrir t og viðgang nnti á að góðar ur skipta máli l á búsetu ein- Vegagerðinni ir sem gerðar orm sem fyrir ð var af ríkis- dirbúning jarð- afla á Óshlíð. frá snjóflóða- gerði grein fyr- ún hefur tekið m snjóflóð og sleiðinni milli arvíkur en sú Súðavíkurhlíð, andshlíð, Eyr- eynt að leggja snjóflóða og Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Mikill áhugi var á jarðgangafundinum í Bolungarvík, en á annað hundrað manns sótti hann. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra komst ekki á fundinn vegna veðurs. kstrarhagfræðingur með skófluna sem ðjum Vestfjarðakjálkanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.