Morgunblaðið - 16.01.2006, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 23
UMRÆÐAN
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Hef sérhæft mig í sölu á lóðum og öðru tengdu
byggingarrétti. Til mín hafa leitað aðilar sem hafa
áhuga á kaupa nýbyggingarlóðir/byggingarétt
ásamt atvinnuhúsnæði. Hef einnig til sölu gistihús í
fullum rekstri á höfuðborgarsvæðinu.
Ég óska einnig eftir eignum með byggingarrétti/nið-
urrifs. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og
ég mun fúslega veita nánari upplýsingar.
Hákon Svavarsson, lögg.
fasteignasali, sími 898 9396.
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda
að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga
frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og
með 16. janúar 2006, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. janúar 2006 og önn-
ur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 16. janúar 2006,
á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, van-
skilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila,
áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og
aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, ið-
gjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af
ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipu-
lagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöld-
um, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekju-
skattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatrygginga-
gjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald,
markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhús-
næði, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum
gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á
kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjald-
anda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 12.700 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.350
kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur
hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreg-
inn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði
stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á
að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem
skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir
gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrr-
greindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. janúar 2006.
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austurlands
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum
Stórútsala
Gjafa gallery gjafavöruverslun
Aðalstræti 7 — sími 896 2760 — www.gjafagallery.com
Nýtt kortatímabil
Útsalan er hafin
Hulda Guðmundsdóttir: „Ég
tel að það liggi ekki nægilega
ljóst fyrir hvernig eða hvort
hinn evangelísk-lútherski vígslu-
skilningur fari í bága við það að
gefa saman fólk af sama
kyni …“
Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til
vígslubiskups Skálholtsstiftis,
biskups Íslands, kirkjuráðs og
kirkjuþings.
Jakob Björnsson: Útmálun hel-
vítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur
úr losun koltvísýrings í heim-
inum borið saman við að álið
væri alls ekki framleitt og
þyngri efni notuð í farartæki í
þess stað, og enn meira borið
saman við að álið væri ella fram-
leitt með raforku úr eldsneyti.“
Þorsteinn H. Gunnarsson
fjallar um rjúpnaveiðina og aug-
lýsingu um hana, sem hann telur
annmarka á.
Prófkjörsgreinar á mbl.is
www.mbl.is/profkjor
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
UMRÆÐAN síðustu vikur ársins
hefur snúist um afleiðingar áfengis-
og vímuefnaneyslu. Rætt hefur verið
um að neyslan valdi æ fleirum vand-
ræðum og allt of margir hafa týnt líf-
inu. Bent hefur verið á
hvaða úrræði séu til
fyrir þá sem í vanda
eru komnir og hvernig
er hægt að koma þeim
til hjálpar. Það er
aðdáunarvert starf
sem unnið er í með-
ferðargeiranum og hve
margir ná sér á strik
og hætta neyslu. Við
skulum þakka þeim
sem leggja þar lið.
Er nóg að vera með
björgunarnet undir
þeim sem stíga þennan
línudans? Það hefur lítið verið rætt
um hversu mikill óþarfi það er að
taka þessa áhættu. Það hefur ekki
verið haldið á lofti þeim fjöldamörgu
leiðum sem hægt er að fara án þess
að neyta áfengis og vímuefna.
Fjölmiðlar hafa verið ósparir að
þiggja fé frá áfengisumboðum til að
hvetja til neyslu á áfengi. Það eru
farnar ótal leiðir til að telja okkur
trú um að áfengi sé ómissandi við öll
tækifæri. Ágengni áfengisumboð-
anna er yfirgengileg og birtist okkur
á ótrúlegustu stöðum. Það má nefna
að flestir fjölmiðlar landsins hafa
birt hvatningar í einhverri mynd,
hvort sem þeir telja það vera löglegt
eða ekki. Verslanir hafa tekið upp á
sitt einsdæmi að hvetja til neyslu
áfengis með ákveðnum tegundum
matar. Netsíður eru
notaðar óspart þó að
það séu bloggsíður
barna og unglinga eða
annarra að þeim for-
spurðum.
Í desember fór af
stað átak til að vekja
athygli á óáfengum
drykkjum og að vekja
fólk til umhugsunar um
að hafa ekki áfengi um
hönd innan um börn og
ungmenni þar sem for-
eldrar sem fyrirmynd
eru sterk forvörn.
Brautin, bindindisfélag ökumanna, í
samvinnu við Te og kaffi og Sam-
starfsráð um forvarnir fengu í lið
með sér Jónínu Tryggvadóttur ís-
landsmeistara kaffibarþjóna til að
setja saman uppskriftir að óáfengum
drykkjum. Það er ánægjulegt þegar
óeigingjarnt framtak forvarnaraðila
kemur af stað umræðu og margir
fylgja í kjölfarið og leggja um-
ræðunni lið. Bárður Guðlaugsson
fagstjóri framreiðslusviðs mennta-
skólans í Kópavogi, sem kennir bar-
þjónum að laga drykki, bendir á að
hægt sé að gera flesta kokteila
óáfenga í dag með því að nota hinar
fjölmörgu tegundir af bragðbættu
sírópi í staðinn fyrir áfengi.
Það má gera meira af því að birta
efni sem hvetur fólk til umhugsunar
um hvort eigi að stíga það skref að
neyta áfengis eða annarra vímuefna
þar sem sú leið sé varasöm. Það líf
sem auglýst er að fáist með áfengis-
og vímuefnaneyslu er ekki í neinum
tengslum við raunveruleikann.
Óáfengir drykkir
eru sjálfsagður valkostur
Aðalsteinn Gunnarsson
fjallar um áfengismál ’Það má gera meira afþví að birta efni sem
hvetur fólk til umhugs-
unar um hvort eigi að
stíga það skref að neyta
áfengis eða annarra
vímuefna...‘
Aðalsteinn Gunnarsson
Höfundur er formaður
Barnahreyfingar IOGT á Íslandi.
NÚ ER komið nóg.
Fyrir 10 árum út-
skrifaðist ég sem leik-
skólakennari, glöð,
stolt og full af eft-
irvæntingu hóf ég
störf.
Allt frá fyrsta degi
hef ég lagt allan minn
metnað í starf mitt.
Starf sem ekki er allra
og er mjög krefjandi á
allan hátt.
Ég hef kynnst svo
ótrúlega mörgum ynd-
islegum börnum, þakk-
látum foreldrum og
frábæru samstarfs-
fólki.
Ég hef horft á börn-
in „mín“ stækka og
þroskast, fara í skóla
og verða að ungu
myndarlegu fólki.
Ég hef staðið í ströngu með for-
eldrum sem þurft hafa að berjast fyr-
ir réttarstöðu fatlaðs barns síns,
ég hef glaðst með nýútskrifuðum
leikskólakennurum og sagt velkomin
í hópinn.
Fyrir 10 árum var ég bjartsýn, að
hefja göngu mína í starfi sem ég er
svo óendanlega ánægð í, þetta vil ég
gera, þetta átti að vera framtíðin
mín.
En nú get ég ekki lengur brosað
og verið stolt af menntun minni því
ekki er hún mikils virði, allavega ekki
þegar kemur að launaumslaginu.
Nú er svo komið að það myndi
borga sig fyrir mig að
brenna prófskírteinið
mitt og sækja um starf
sem ófaglærður starfs-
maður.
Þetta get ég á engan
hátt sætt mig við.
Ekki get ég heldur
sent börnum mínum
þau skilaboð að nám sé
einskis virði. Ungling-
urinn minn er byrjaður
að huga að framtíðinni
og ekki get ég sagt við
hann að menntun borgi
sig ekki.
Með þetta allt í huga,
kökk í hálsinum og allt-
of hraðan hjartslátt,
gekk ég á fund leik-
skólastjórans míns og
bað um uppsagnar-
eyðublað, sjaldan hefur
mér liðið eins illa eins og
þegar ég skrifaði nafnið mitt og
ástæðu uppsagnar, vegna kjaramála.
Þetta var mjög erfitt en varð að
gerast. Nú get ég aðeins beðið og
vonað að eitthvað gerist á næstu
mánuðum og að vinnuhópur sem
settur var á laggirnar komi með ein-
hverjar úrbætur, annars verð ég að
segja skilið við draumastarfið mitt,
sem ég hef alltaf verið svo stolt af.
Draumastarfið mitt
Helga Björg Dagbjartsdóttir
fjallar um erfiðleika sína við að
yfirgefa draumastarfið sitt
Helga Björg
Dagbjartsdóttir
’… annars verðég að segja skil-
ið við drauma-
starfið mitt.‘
Höfundur er deildarstjóri
á leikskólanum Ásborg.