Morgunblaðið - 16.01.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 16.01.2006, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 25 MINNINGAR ✝ Sævin Bjarna-son fæddist á Knappstöðum í Fljótum í Skagafirði 12. janúar 1945. Hann lést hinn 8. janúar sl. á Líknar- deild Landspítalans í Kópavogi. Sævin var einkasonur hjónanna Guðnýjar Hallgrímsdóttur, f. 2. júní 1924, og Bjarna Péturssonar, f. 16. febrúar 1919, d. 5. ágúst 1993. Sæ- vin fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum átta ára gamall og bjuggu þau í Eskihlíð í Reykja- vík. Hann tók landspróf frá Hér- aðsskólanum í Reykholti í Borg- arfirði árið 1962 og vann sem bifreiðastjóri hjá Mjólkursamsöl- unni í nokkur ár eftir það. Hinn 21. desember 1974 kvænt- ist Sævin Svölu Haraldsdóttur, f. 7. nóvember 1942. Þau slitu sam- vistir. Bjuggu þau í Breiðholti í Reykjavík og eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Guðný, f. 11. maí 1973, maki Simon Bahraoui, börn Sævin Alexander og Adam Elí, 2) Haraldur, f. 28. september 1975, maki Ásgerður Þóra Ásgeirsdóttir, börn Helgi Þór, Daníel Andri, Magn- ea Kristín og Björg Jökulrós, 3) Sigrún Dóra, f. 29. septem- ber 1975, maki Birg- ir Sævarsson, börn Fannar Skúli og Freyja, 4) Bjarney, f. 24. maí 1978, maki Bjarni Fannar Bjarnason, börn María Fanney og Viktor Bjarki. Síðla árs 1966 hóf Sævin störf hjá Tollstjóraembættinu og starf- aði þar lengst af sinni starfsævi bæði sem tollfulltrúi og sem deild- arstjóri. Árin 1985 til 1990 gerði hann hlé á tollgæslustörfum og starfaði hjá Þýsk-íslenska en hóf svo störf við tollaeftirlit aftur. Ár- ið 1998 var Sævin gerður að að- aldeildarstjóra hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli og starfaði þar til ársins 2002. Útför Sævins fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ó, pabbi minn, nú ertu farinn. Far- inn til Guðs. Og jafnvel þótt ég héldi mig undir þessa kveðjustund búna þá er hún svo erfið. Ég reyni að rifja upp minningar og atvik en það kemur ekkert ákveðið upp í huga mér, allt rennur saman í eitt og eftir standa til- finningar, svo margar tilfinningar. Virðing og stolt stendur upp úr. Alltaf bar ég virðingu fyrir þér, pabbi minn, klári pabbi minn. Þegar ég var yngri montaði ég mig af því að þú varst tollari og kunnir svo mikið af lögum og reglum. Þú varst líka góður textamaður og iðulega lastu yfir fyrir mig ef ég lét fara frá mér texta. Þú söngst svo vel og varst svo ótrúlega lagviss. Þú þurftir sko engar nótur heldur gast tekið hvaða lag sem var og spilað á orgelið eða gítarinn eða nikkuna. Ég man eftir öllum stund- unum við orgelið heima. Það var nú aldeilis mikið spilað á það. Á jólum og páskum spilaðirðu sálma og við röð- uðum okkur við orgelið og sungum með og stundum spilaðirðu á harm- onikku og við dönsuðum gömlu dans- ana á stofugólfinu heima. Ég man hvað ég var alltaf hugfangin þegar þú hófst upp raustina og þú veigraðir þér ekki við að taka aríurnar þegar vel lá á þér. Og þú varst svo góður bílstjóri pabbi. Keyrðir um fjöll og firnindi með þýska ferðamenn og ókst leigu- bíl um borg og bí. Og núna þegar þú varst kominn í hjólastólinn varstu ekki síður leikinn á honum og gant- aðist með það og sagðir að meirapróf- ið kæmi sér vel. Ég man eftir rússakeppnunum okkar sem voru sko alvöru og upp á stig. Við spiluðum líka oft manna eða kana þegar Símon var kominn til skjalanna og við bjuggum hjá ykkur mömmu. Og áður voru þau ófá skiptin sem öll fjölskyldan sat í borðstofunni í Eskihlíðinni hjá ömmu og afa og spil- aði vist og við skiptumst á að sitja hjá. Við vorum ung systkinin þegar við lærðum að þekkja spilin. Ég man líka eftir öllum kvöldunum sem maður þvældist með þér í briddsið. Hvernig við systkinin sóttumst eftir því að fara með þér til skiptis og sitja með þér við spilaborðið í reykjarkófinu, allir þögulir og einbeittir og maður fylgdist með af athygli og fékk app- elsín í flösku. Og það eru ættarmótin og stolt af Fljótunum og Knappstöðum og fal- legu fjöllunum og gleðin og dansinn og söngurinn. Þú áttir líka góðar stundir í Brautarholtinu hjá ömmu Sigrúnu. Þar leið þér vel og ég man eftir þér sitjandi í stofunni hennar með bók eða uppi í sófa að halla þér. Þar gastu virkilega slappað af. Og ég man ekki eftir að þú hafir skammað mig, utan einu sinni. Það var þegar ég klippti Rúnu systur sköllótta. Við vorum svo ánægðar með okkur systurnar þegar því verki var lokið, ekki síður Rúna, þá þriggja ára. En þetta þótti þér ekki sniðugt uppátæki. Pabbi minn, ég var litli fuglinn þinn og það var svo gott að skríða í fangið á þér og fá huggun ef eitthvað var að. Og það eru bara nokkrir mánuðir síð- an ég hjúfraði mig í fangið á þér síð- ast og grét og þú huggaðir mig og sagðir mér að allt yrði gott. Og nú er allt gott, þú ert kominn til afa og ég er viss um að þið eruð farnir að spá í spilin með spilafélögunum sem þegar eru horfnir á braut. Ég sakna þín, elsku pabbi minn, og þú átt alltaf þinn stað í hjarta mér. Ég bið guð að varðveita sál þína og styrkja okkur sem eftir stöndum og kveðjum þig í dag. Við munum öll sakna þín. En við munum heiðra minninguna um þig. Þín Guðný. Elsku pabbi minn. Það var mikið á þig lagt, ekki verður annað sagt. Undanfarin ár hefur hvert áfallið rek- ið annað og smám saman kippt stoð- unum undan þér. Það var þó ekki á döfinni hjá þér að gefast upp, þú lifðir alltaf í voninni um að betri tíð væri handan við hornið. Þannig varst þú, þrautseigur. Þú varst líka léttlyndur og hafðir gaman af því að velta fyrir þér hlut- unum, rökræða og kryfja til mergjar. Þú varst algjört gáfnaljós. Ég hef alltaf talið mig lánsama að eiga ykkur mömmu fyrir foreldra. Ég man að þegar ég dvaldi sumarlangt í Sviss fyrir nokkrum árum lýsti ég því fyrir húsmóðurinni þar hversu heppna ég taldi mig að koma frá heimili eins og okkar, þar sem gleðin ríkti, við krakk- arnir vorum hvött til sjálfstæðis og gömul og góð gildi voru í heiðri höfð. Það var gott veganesti. Elsku pabbi. Nú höfum við kvaðst í síðasta sinn. Ótal hugsanir fara um hugann sem erfitt er að koma á blað. Ég reyni að rifja upp gömul mynd- brot, en það er erfitt, því minningin um dapurleg atvik síðustu ára, þig lasinn og þín síðustu andartök, er svo sterk. Ég veit að með tímanum mun sú minning dofna, gárurnar sléttast, en minningin um þig eins og þú varst mun lifa um ókomna tíð. Liðin er tíð er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn ég dáði þina léttu lund. Leikandi kátt þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn. Hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson.) Að lokum vil ég þakka starfskonum líknardeildar Landspítalans í Kópa- vogi fyrir þeirra mikla og göfuga starf. Þín Sigrún Dóra. Nú þegar frændi minn og vinur er fallinn frá langt um aldur fram koma óneitanlega margar minningar upp í hugann. Það kom mér reyndar ekki á óvart að hinn illvígi sjúkdómur sem hann glímdi við myndi leggja hann að velli fyrr en síðar. Í hvert skipti sem ég átti leið til höfuðborgarinnar á síðasta ári og heimsótti hann, sá ég hvernig heilsu hans hrakaði jafnt og þétt. Þótt við byggjum í sitt hvorum landshlutanum vorum við þó alltaf í góðu símasambandi og varla leið vika án þess að annað hvort hringdi ég eða hann í mig. En svo gerðist það um jólin að hann gat ekki lengur talað í símann og þá var ljóst að ekki myndi langt eftir, eins og raunin varð á. Í minningunni kemur fyrst í hug- ann Eskihlíð 22, þar sem hann bjó ásamt foreldrum sínum Guðnýju og Bjarna, þar til hann giftist og stofnaði sitt heimili. Með fjölskyldunni í Eskihlíð 22 átti ég margar skemmtilegar stundir, þar sem spilað var bridds og barist við skákborðið tímunum saman, auk ann- arra ógleymanlegra samverustunda með heimilisfólkinu í Eskihlíðinni. Eftir að Sævin stofnaði sitt eigið heimili var ég ósjaldan heima hjá honum og Svölu, þar sem við héldum áfram okkar fyrri iðju, það var að sitja við skákborðið í stanslausum einvígjum um einhverja hugsaða titla. Síðan var haldið út á örkina og spilaður tvímenningur eða sveita- keppni niðri í Bridgesambandi. Já það fór ekki á milli mála að tóm- stundaáhugamálin fóru vel saman. Ég verð þó að viðurkenna að hann var mér erfiður við skákborðið, en ég gafst samt aldrei upp. Sævin var sem sagt bæði snjall skákmaður og bridgespilari. Auk þess að hafa gaman af músík var hann góður söngmaður og ósjald- an tókum við lagið saman. En nú er lífshlaupi þessa góða drengs lokið, og hann laus við þján- ingar síns erfiða sjúkdóms. Ég vil með þessum örfáu orðum þakka Sævin áralanga vináttu og all- ar ógleymanlegu samverustundirnar á liðnum árum, jafnframt sem við Helga viljum senda Guðnýju og börn- unum hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímamótum. Bogi Sigurbjörnsson. ,,Vinir mínir fara fjöld.“ Þessi ljóð- lína Bólu Hjálmars kom mér í hug er ég frétti lát vinar míns Sævins Bjarnasonar en þegar menn komast á sjöunda tuginn fara jafnaldrar og jafnvel yngri kunningjar að týna töl- unni. Og í hugann kemur ósjálfrátt spurningin úr sama ljóði ,,Ég kem eftir kannski í kvöld,“ en enginn veit sitt skapadægur. Það var um haustið nítján hundruð sextíu og eitt að ég mætti til skóla- vistar í héraðsskólanum í Reykholti í Borgarfirði. Þetta var minn þriðji vetur og efst í huga tilhlökkun að hitta skólafélaga sem ég þekkti flesta frá fyrri vetrum í skólanum. Á milli ára hverfa alltaf einhverjir frá námi og koma ekki aftur en aðrir nýir fylla í skörðin. Þetta haust komu tveir nýir drengir í bekkinn og var Sævin annar þeirra. Eins og venja er hjá ungu fólki var nýliðunum tekið með varúð og þurftu þeir að sanna sig áður en þeir voru teknir inn í hópinn. Skemmst er frá því að segja að ekki leið langur tími þar til þeir voru viðurkenndir sem sjálfsagður hluti af þessum glaða hópi sem undi sér við nám og leiki í heimavistarskólanum í Reykholti í Borgarfirði þennan vetur. Um vorið þreyttum við svo landspróf eða gagn- fræðapróf að þess tíma hætti. Vin- áttuböndin sem urðu til þennan vetur hafa haldist síðan í gegnum þessi fjörutíu og fimm ár sem liðin eru síð- an skólavistinni lauk. Margir úr hópnum hafa hist með reglulegu millibili, haft samband eða spurnir hver af öðrum og vitað af hvað á daga hver annars hefur drifið síðan út í lífið kom. Sævin átti heima í húsi við Eski- hlíð. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur bjó ég nokkur ár í sömu götu, lengst af þeim tíma í næsta húsi. Því fór svo að við áttum margar samverustundir þessi ár. Minningarnar streyma fram þegar ég hugsa um þessa gömlu góðu tíma. Það var setið saman og spjallað ýmist heima hjá honum eða mér. Ég kynntist hans ágætu foreldrum þeim Guðnýju og Bjarna og fleira góðu fólki sem bjó í húsinu hans á þessum tíma. Oft var farið til að njóta sam- vista við skólabræður okkar niðri í Mjóstræti eða upp á Bjargarstíg. Svo var fjölmennt í bíó eða farið í Glaumbæ, Röðul eða á gömlu dans- ana í Þórskaffi. Árið sem Sævin útskrifaðist úr Reykholti hóf hann störf sem bif- reiðastjóri við Mjólkursamsöluna og ári síðar réð ég mig þar í bílstjóra- starf. Urðum við vinnufélagar þar nokkur ár. Samsalan var skemmti- legur vinnustaður á þessum tíma og góður andi og mikill léttleiki yfir þeim sem þar unnu. Eftir að þessu tímabili lauk völdum við okkur sitt hvorn starfsvettvanginn. Ég gerðist kenn- ari en Sævin réð sig til Tollgæslunnar sem varð hans aðalstarfsvettvangur eftir það. Samverustundunum fækk- aði, þó að við héldum alltaf sambandi hvor við annan. Ég stofnaði til fjöl- skyldu sem og hann gerði aðeins síð- ar. Þannig breyttust aðstæður og tækifærin til samvista. Við gerðumst ráðsettari og fylgdumst með börnum hvor annars vaxa úr grasi. Sævin var mörgum góðum hæfi- leikum gæddur. Hann var góður skákmaður og vann skákmeistaratitil tólf ára gamall. Hann var afburða bridge spilari og keppti á þeim vett- vangi árum saman. Hagyrðingur var hann góður og kastaði fram vísum við ýmis tækifæri. Læt ég fylgja hér tvær vísur sem ég man eftir hann. Ís- lenskukennarinn í Reykholtsskóla bað eitt sinn nemendur að koma með vísu í kennslustund og var vísa Sæ- vins þannig: Eina vísu yrkja má, eins og um er beðið. Efni háfleygt ei þarf tjá, ef að rétt er kveðið. Hin vísan varð til í spjalli einhvern- tíman á þessum samveruárum. Tók hann þá áskorun um að stæla þekkt þjóðskáld en sú vísa varð svona: Hugurinn lyftist til himneskra sala, hástemmdir tónar frá englanna sveitum. Loftið það sindrar í sólgeislum heitum, syngur hver fugl, jafnvel blómin þau tala. Fegurð þess lífs sem að áður við unnum, undir eins fellur í ryk og gleymsku. Vér undrumst því vora einfeldnı́ og heimsku, og óðara skiljum hve lítið við kunnum. Sævin hafði einnig mjög góða tón- listarhæfileika. Hann var lagviss, hafði góða söngrödd og lék lög í fal- legum eigin hljómsetningum af fingr- um fram á gítar, píanó og harmoniku. Minnugur var hann með afbrigðum. Á tímabili þegar hann leysti af í sex útkeyrsluhverfum í samsölunni lagði hann metnað sinn í að muna fasta- pantanir allra búðanna utan að, þann- ig að hann gæti afgreitt þær án þess að vera með nefið niðr’í nótunum. Tollskrána lagði hann á minnið eftir að hann gerðist tollþjónn og fannst starfsfélögum hans oft fljótlegra að fletta upp í honum en doðrantinum. Af þessari upptalningu má sjá að margir vegir lágu opnir fyrir honum en eins og oft er með slíka menn eiga þeir erfitt að velja einn hæfileikann fram yfir annan. Þannig var það hjá Sævin. Þó má segja að það starf sem hann valdi sér hafi notið góðs af þeim hæfileikum sem hann bjó yfir. Sævin stofnaði heimili með Svölu Haraldsdóttur og eignuðust þau fjög- ur börn á fáeinum árum. Hann byggði myndarlegt einbýlishús yfir fjölskylduna uppi í Breiðholti þar sem börnin uxu úr grasi. Voru þau hjónin samhent við heimilið og uppeldið. En hamingjan er stundum fallvölt. Svo varð hjá Sævin vini mínum. Hann átti sér vin sem hann hallaði sér stundum að og dvaldi löngum stund- um með. Sá vinur heitir Bakkus. Við þekkjum hann víst flest, höfum daðr- að við hann, og vitum að rétt er það sem sagt er, að hann er allgóður þjónn en afleitur húsbóndi. Þannig fór að fyrir nokkrum árum að hann náði húsbóndavaldi yfir Sævin. Fyrir ári fór svo annar óvinur að herja á hann. Sævin greindist með krabbamein og gekkst undir upp- skurð. Þegar svona var komið tók hann til við að ná tökum á Bakkusi sem tókst með góðra manna hjálp. Slitin bönd voru tengd að nýju. Við veikindi sín var hann að glíma allt síð- astliðið ár. Hann lést aðfaranótt 8. þ.m. Ég heimsótti hann nokkrum sinnum á Rauðakrossheimilið þar sem hann dvaldi. Síðast kom ég til hans um miðjan desember en þá var hann kominn á Landspítalann. Hann var ætíð hress eftir atvikum og minn- ið eins og ég þekkti það á fyrri árum. Þakklátur er ég fyrir þessar stundir sem gerði okkur aftur unga í anda við upprifjun gamalla minninga. Við hjónin kveðjum hér góðan vin. Sama gerum við skólafélagarnir. Fyrir hönd okkar allra vil ég votta Guðnýju móður hans, Svölu og börn- um þeirra hjóna og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Snorri Bjarnason. Með nokkrum orðum minnist ég Sævins Bjarnasonar sem fallinn er frá eftir erfið veikindi. Ég man okkar fyrsta fund fyrir nær aldarfjórðungi þegar ég kom til starfa hjá Tollgæslu- stjóra; traust handtakið og öruggt fasið gáfu fyrirheit um að gott væri að eiga hann að. Hann átti þá að baki 15 ár við ýmis tollgæslustörf, þar af 5 með hæstu starfsgráðu tollvarða, og hafði yfirburðaþekkingu á tollamál- efnum. Við störfuðum hvað nánast saman er hann stjórnaði leitar- og rannsókn- ardeild Tollgæslunnar á árunum 1982–85, en deildin sá um tollleitir á landsvísu og rannsóknir tollalaga- brota. Hygg ég að á þeim tíma hafi hann notið sín hvað best í starfi, með verkefni þar sem hæfni hans og áhugi lögðust á eitt. Hann var laginn við að stjórna þeim ósérhlífnu og áhuga- sömu mönnum sem völdust til starfa í deildinni og stóð vel undir þeirri ábyrgð að ákveða verkefnin og tryggja faglega framkvæmd þeirra. Hann var afar hæfur í rannsóknum sakamála; athugull og útsjónarsam- ur, laginn við yfirheyrslur og vandaði málatilbúnað í stóru sem smáu. Hann var afburðaíslenskumaður með frá- bær tök á máli og stíl. Árið 1990 lágu leiðir okkar Sævins aftur saman er hann kom til starfa hjá Ríkistollstjóra sem yfirmaður deildar sem endurskoðaði tollaf- greiðslur á landsvísu. Á ný kom hann mörgu góðu til leiðar fyrir tollyfirvöld og sinnti sem fyrr starfi sínu af kost- gæfni. Starfsferlinum lauk hann sem yfirmaður Tollgæslunnar á Keflavík- urflugvelli á árunum 1998–2002. Var þá gott að eiga hauk í horni í sam- skiptum við það embætti. Sævin var góður vinnufélagi; hreinskiptinn og ráðagóður, jafnt við undirmenn sem yfirmenn. Hann sá gjarnan kómískar hliðar á tilverunni; var hagmæltur og setti auðveldlega saman vísur sem krydduðu hvunn- daginn fyrir þá sem fengu að njóta. Ég á góðar minningar um Sævin Bjarnason og hugsa hlýtt til hans að leiðarlokum; þakka honum samfylgd- ina og vinskap. Megi hann hvíla í friði. Aðstandendum votta ég samúð. Hermann Guðmundsson. SÆVIN BJARNASON Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.