Morgunblaðið - 16.01.2006, Page 26

Morgunblaðið - 16.01.2006, Page 26
26 MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI VILHELM JÓNSSON, Hraunbæ 103, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 17. janúar kl. 13.00. Hulda Bjarnadóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Svavar Þorvaldsson, Bjarni Árnason, Margrét Stefánsdóttir, Arna Svavarsdóttir, James R. Brown, Árni Hrafn Svavarsson, Hrönn Skaptadóttir, Hulda Bjarnadóttir og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, PÉTUR G. PÉTURSSON heildsali, Grenibyggð 14, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu mánudaginn 9. janúar. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 17. janúar kl. 13.00. Guðrún Hulda Pétursdóttir, Sigríður Garðarsdóttir, Þormóður Jónsson, Magnús Garðarsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ólafur H. Garðarsson, Sigrún Óladóttir, Garðar Garðarsson, Einar Pétursson, Steindór Pétursson, Guðrún S. Grétarsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, DAGMAR INGÓLFSDÓTTIR, Álftamýri 58, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju miðviku- daginn 18. janúar kl. 15.00. Anna Bára Pétursdóttir, Ingólfur Guðmundur Pétursson. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður minnar og systur okkar, ÁSTDÍSAR STEFÁNSDÓTTUR, áður Smiðsgerði, Skagafirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunardeildar Heilbrigðisstofnunar á Sauðárkróki fyrir alúð og umhyggju á liðnu ári. Örn Jónsson, Gerður Stefánsdóttir, Jóna Stefánsdóttir. ✝ ÞorbjörgBjarnadóttir fæddist í Vigur í Ög- urhreppi í N-Ísa- fjarðarsýslu 16. október 1922. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Sig- urðsson, hrepp- stjóri, oddviti og bóndi í Vigur, og Björg Björnsdóttir frá Veðramóti í Skagafirði, húsfreyja í Vigur. Systkini Þorbjargar eru Sigurður Bjarnason, alþingismaður, rit- stjóri og fyrrverandi sendiherra, f. 18.12. 1915, Björn bóndi í Vigur, f. 31.12. 1916, d. 20.10. 1994, Bald- ur bóndi í Vigur og oddviti, f. 9.11. 1918, d. 8.7. 1998, Þórunn kenn- ari, f. 14.7. 1925 og Sigurlaug, kennari og fyrrverandi alþingis- maður, f. 4.7. 1926. Þorbjörg giftist 15. október 1965 Brynjólfi Samúelssyni húsa- smíðameistara. Þau skildu. Sonur Þorbjargar og Brynjólfs er Bjarni ritstjóri, f. 30.12. 1963. Eiginkona hans er Ingibjörg Anna Arnars- dóttir, f. 15.1. 1968. Dóttir þeirra er Margrét Edda Lian, f. 22.12. 2002. Þorbjörg varð gagnfræðingur frá Menntaskólan- um á Akureyri 1941. Hún stundaði nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1943– 1944 og lauk hús- mæðrakennaraprófi frá Húsmæðrakenn- araskóla Íslands ár- ið 1946. Þorbjörg var í hálft ár við nám í Danmörku við Ankerhus Askov ár- ið 1956 og fór á Ful- bright-styrk í sex mánuði til Banda- ríkjanna veturinn 1960–1961. Hún var kennari við Húsmæðraskóla Reykjavíkur árin 1946–1948. Hún varð síðan skólastjóri Húsmæðra- skólans Óskar á Ísafirði árið 1948 og gegndi því starfi til ársins 1986. Þorbjörg fluttist frá Ísafirði til Reykjavíkur árið 1986. Hún kenndi um tíma við Langholts- skóla í Reykjavík og starfaði við skóladagheimilið á Dyngjuvegi í nokkur ár þar til hún lét af störf- um vegna aldurs árið 1992. Þorbjörg var formaður deildar Norræna félagsins á Ísafirði frá 1975–1986. Hún var formaður Sambands vestfirskra kvenna frá 1977. Útför Þorbjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar ég og Bjarni eiginmaður minn vorum í tilhugalífinu bauð hann mér með sér í ferðalag vestur í Vigur. Móðurfjölskylda hans átti þar lítinn bústað sem þau skiptust á að vera í á sumrin. Ég vissi að fyrir væru í bú- staðnum mamma hans og tvö systk- ini hennar. Ég hafði aldrei komið á Vestfirði fyrr og hlakkaði mikið til. Er við vorum komin varð ég dauð- skelkuð. Bústaðurinn var lítill og ein- ungis eitt rými, engin lokuð herbergi. Þessu var borgarbarnið ekki vant. Fyrstu nóttina mína í bústaðnum man ég að ég hugsaði að það væri eitthvað bogið við minn verðandi að hann byði mér, unnustu sinni, upp á að vera með þessu gamla fólki í svona miklu návígi. Ég vissi að það var gott samband á milli þeirra mæðgina en mér fannst þetta einum of mikið af því góða. Það fór þó svo að við vorum í heila viku í bústaðnum og ég get fullyrt að ég hafi aldrei fyrr lært eins mikið á einni viku eins og þessari. Ég skildi af hverju unnusti minn bauð mér upp á þessa dvöl. Ég kynntist nefnilega henni Hobbu minni í því umhverfi sem henni leið best í og það hafði varanleg áhrif á mig. Hobba var einstakur náttúruunn- andi og lét sér annt um allt kvikt í kringum sig og það smitaði svo sann- arlega út frá sér. Hún gat setið tím- unum saman við gluggann í bústaðn- um og horft út eftir Djúpinu með slíkan glampa í augunum yfir fegurð- inni að maður hreifst ósjálfrátt með. Kríurnar, æðarfuglinn og sólskríkjan fengu einnig sinn skerf af aðdáun hennar ásamt fjöllunum allt í kring. Hún kenndi mér vísur og ljóð ásamt því að segja mér sögur frá þeim tíma sem hún var að alast upp í þessu ein- staka umhverfi. Það var unun að fara með henni í göngutúra um eyna því það varð varla sú jurt á vegi okkar sem fékk ekki athygli og lof frá Hobbu. Hennar lífsgæði fólust ekki í því að eignast hluti heldur í að njóta samvista við sína nánustu og njóta þess sem náttúran hafði upp á að bjóða. Hún fann fegurðina í því smáa. Efir þessa fyrstu viku mína í Vigur með Hobbu varð ekki aftur snúið og það varð árlegur viðburður í 11 ár að fara og dvelja með henni í bústaðnum góða um vikutíma og njóta. Ein af vísunum sem Hobba kenndi mér var vísa sem hún lærði sem barn í Vigur: Nú er ekkert eins og fyrr á öllu sé ég muninn liggja týndir leggirnir og litli bærinn hruninn. Að mörgu leyti var þessi vísa tákn- ræn. Hobba fann að sjúkdómurinn sem átti eftir að ræna hana svo miklu var farinn að ágerast, minnið farið að bregðast henni og bæjarveggirnir í höfðinu sem höfðu skýlt þessari mik- ilhæfu manneskju tóku að hrynja. En ávallt brosandi og glaðleg hélt hún áfram að finna fegurðina í hinu smáa og tók sínum veikindum af miklu æðruleysi og ró. Þrátt fyrir að erfitt sé að horfa upp á þá sem manni þykir vænt um verða veikir þá var það létt- ir að finna að hugur Hobbu reikaði meir og meir inn í Vigur því þar leið henni best. Þó elsku Hobba mín sé farin héðan þá á ég margar dásamlegar minning- ar um yndislega, sterka, hlýja og brosmilda konu sem hafði djúp og auðgandi áhrif á mig. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Anna. Ég get ekki sagt að það hafi komið mér á óvart þegar systir mín hringdi í mig og sagði mér að hún Hobba föð- ursystir okkar væri dáin. Þessi lífs- glaða kona hafði verið í fjötrum sjúk- dóms síns í nokkur ár og var henni væntanlega kærkomin lausnin. Hún er nú gengin á vit frelsara síns, sem hún trúði á og treysti alla tíð. Láttu nú sanna blessunar brunna blómlega renna á móti mér, svo sæluna sanna ég fái að finna og fögnuð himnanna, þá ævin þver. (Höf. ók.) Ég minnist Hobbu með hlýju og virðingu. Hún kom með fuglunum á vorin, í eyjuna sína kæru í Djúpinu þar sem hún var fædd og uppalin. Þar átti hún sínar rætur og sína sum- arparadís í Pukru, ásamt systkinum sínum. Þar var margt skrafað og spjallað. Alltaf fór hún í dúnleitir og hafði af því ómælda gleði og ánægju. Talaði við kollurnar sínar, eins og þær væru vinkonur hennar til margra ára. Ósjaldan var kallað í kaffisopa og dýrindis kruðerí í Pukru þegar maður var að heyja í nánd, mikið spjallað og spurt frétta úr Djúpinu. Ekki var síður skemmtilegt að hlusta á sögurnar hennar frá því í gamla daga, skýrar og skemmtilegar. Í gegnum hugann renna ljóslifandi myndir af Hobbu, þar sem hún röltir heim í bæ að ná í mjólk í brúsann sinn, gjarnan raulandi, því Hobba var afar söngvin. Fékk hún sér gjarnan kaffibolla og horfði á fréttir hjá okkur en hvarf svo aftur í sumarhöllina sína á Hreggnasa. Hobba var sannkallað náttúrubarn og var annt um allt sem lífsanda dró, hvort sem það voru menn, skepnur, fuglar eða blóm. Létt lund hennar smitaði út frá sér hvert sem hún fór og bros hennar geislaði eins og sól á sumardegi. Vinnusemi hennar er alkunn, hún var alltaf að en hafði samt alltaf tíma fyrir fólk. Henni eru þakkaðar ófáar stundir í blómagarðinum heima í Vigur. Ekki er hægt að minnast Hobbu án þess að nefna Bjarna son hennar. Þau mæðgin voru afar náin. Sam- skipti þeirra einkenndust af gagn- kvæmri virðingu og ástúð, en glettn- in var þó aldrei langt undan. Um leið og ég votta Bjarna og öll- um aðstandendum mína dýpstu sam- úð þakka ég kærri frænku hlýja sam- fylgd. Björn Baldursson. Það er hrollkaldur vetrarmorgunn einhverntíma í byrjun sjöunda ára- tugarins. Hobba frænka vekur tvö lítil stelpustýri sem finnst það lítt spennandi tilhugsun að fara á fætur klukkan sex að morgni. En það er víst ekki undanfæri með að vakna því Fagranesið leggur af stað í Djúpið klukkan 7 og litlu heimasæturnar í Vigur ætla heim með því eftir „orlofs- dvöl“ hjá Hobbu frænku í Hús- mæðraskólanum á Ísafirði. Ilmandi kakólykt og glaðleg og hlý rödd frænku gerir það heldur bæri- legra að fara á fætur. Staðgóður morgunverður, framreiddur af sér- stakri natni og umhyggju, eins og alltaf, gerir það að verkum að litlu svefnpurkurnar hressast óðum. Svo þarf að dúða sig því úti er hríð- arhraglandi og löng sjóferð fyrir höndum. Töluverður snjór er á götunum og færi þungt fyrir stutta fætur, ekki síst með farangur. Hobba fer niður í kolageymslu og sækir þar stóra Hús- mæðraskólasleðann, sem hver hrein- dýrabóndi í Lapplandi gæti verið fullsæmdur af. Sleði þessi hinn mikli er notaður til ýmissa aðdrátta fyrir skólann, námsmeyjar draga hann eftir sér í innkaupaferðum. Dótinu er hlaðið á sleðann og systurnar skiptast á að sitja á honum en Hobba frænka dregur hann niður á bryggju þar sem Fagranesið liggur. Það líður að brottför. Dótið er sett um borð. Hobba faðmar litlu systurnar í kveðjuskyni og gaukar að þeim nesti í poka til að hafa á leiðinni, brauð- sneiðar, epli, mjólk í flösku og súkku- laðistykki. Stendur á bryggjunni og veifar þegar landfestar skipsins eru leystar. Þessi litla bernskuminning er ein af óteljandi mörgum sem koma upp í hugann nú þegar okkar kæra frænka hefur lokið sinni farsælu og kærleiks- ríku jarðvist. Allar einkennast þessar minningar af kærleika, hlýju, virðingu og þakk- læti fyrir alla þá umhyggju og ástúð sem hún auðsýndi okkur Vigursystk- inum, bróðurbörnum sínum og einnig okkar börnum sem settu sig aldrei úr færi með að heimsækja Hobbu frænku og njóta þar góðra veitinga og skemmtilegra samræðna. Við erum elsku Hobbu ævinlega þakklátar fyrir allt það góða sem hún kenndi okkur og allar góðu stundirn- ar á Ísafirði, í Vigur og í Reykjavík síðustu árin. Guð blessi minningu Þorbjargar Bjarnadóttur, stórmerkrar en um- fram allt ástríkrar og góðrar konu. Björg og Ragnheiður Bald- ursdætur. Þegar við fjölskyldan fluttumst frá Svíþjóð 1982 til Ísafjarðar tóku Þor- björg, Bonsi og Bjarni sonur þeirra á móti okkur opnum örmum. Þorbjörg var þá skólastýra Húsmæðraskólans, þekkt kona sem hafði stjórnað Hús- mæðraskólanum í mörg ár. Ég þekkti hana ekki mikið, hafði heyrt að hún væri mjög ströng við nem- endur skólans og bjóst ekki við miklu. En þarna kynntist ég Þor- björgu svilkonu minni fyrst vel og það er mikil gæfa fyrir mig að hafa fengið að kynnast og umgangast Þor- björgu, þessa merku og góðu konu. Hún var mikil mannkostakona, hjartahlý og trygg, létt í lund og góð manneskja. Við náðum vel saman og þrátt fyrir nær þriggja áratuga ald- ursmun, skipti hann engu. Þorbjörg varð vinkona mín og mér mjög kær. Við spjölluðum um heima og geima eins og vinkonur gera og hún sagði mér margt fróðlegt og skemmtilegt, ég fræddist um matargerð og hús- hald, sem varð til þess að ég sótti nokkur sauma- og vefnaðarnámskeið í skólanum fyrir hennar tilstilli. Mér þótti vænt um hana og er afar þakk- lát fyrir að hafa átt vináttu hennar og fyrir öll góðu árin á Ísafirði. Því mið- ur höfum við ekki getað spjallað sam- an síðustu árin en hún er oft í huga mér og verður það ævilangt. Sammi maðurinn minn og börnin okkar þakka henni líka af alhug, hún sýndi allri fjölskyldunni áhuga og um- hyggju, hún var okkur öllum mjög mikilvæg og auðgaði líf okkar. Hjartans þakkir fyrir allt. Blessuð sé minning hennar. Þórhalla Gísladóttir. Hobba frænka afasystir mín var mér alltaf svo óskaplega góð. Söng fyrir mig og sagði mér sögur alveg frá því ég var kornabarn í vöggu og gaf mér svo mörg heilræði þegar ég eltist. Hún var stór hlekkur í keðj- unni miklu sem tengir mig við Vigur, sveitina mína. Ég sé hana í anda koma skokkandi heiman frá Pukru, í gúmmískóm eða stígvélum sem búið var að bretta niður, til að taka á móti okkur krökkunum, brosandi út að eyrum og tilbúin að kyssa mann og knúsa, eins og Vigurfólki er einu lag- ið. Svona hlýjar móttökur voru líka á Ísafirði þegar ég kom þangað í orlof úr sveitinni eins og ég kallaði það. Ég hlakkaði alltaf svo til þessa tíma. Allt- af fann Hobba frænka upp á ein- hverju skemmtilegu til að gera. Hvort sem það var að fara í berjamó, í bíltúr um firðina, í sund, nú eða að vinna hin ótal verk sem þurfti í Hús- mæðraskólanum. Mér fannst ég vera Lísa í Undralandi í þessum stóra skóla, þar var allt svo stórt, bæði eld- húsið og allt sem þar var inni. Allt var þar í röð og reglu. Um leið og Hobba kenndi mér umgengni í eldhúsi, sem ÞORBJÖRG BJARNADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.