Morgunblaðið - 27.01.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 27.01.2006, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRAMKVÆMDUM við stækkun Kringlunnar í Reykja- vík miðar vel. Verið er að steypa útveggi hússins. Und- anfarna daga hefur verið frostlaust í Reykjavík og því góðar aðstæður til að steypa. Viðbyggingin er um 1.500 fermetrar á tveimur hæðum og er áætlað að fram- kvæmdum ljúki í vor. Morgunblaðið/Ásdís Framkvæmdir við Kringluna ganga vel SÍMINN áformar að hætta beinum verslunarrekstri á Sauðárkróki, Sel- fossi, Akranesi, í Vestmannaeyjum og í Reykjanesbæ á næstunni, auk þess sem loka á verslun fyrirtækis- ins á Laugavegi, en í gær voru til- kynntar fyrirhugaðar breytingar á verslunarrekstri og skipulagi Sím- ans. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir breytingarnar snerta 29 starfsmenn fyrirtækisins og rætt hafi verið við þá í gær. Hluta hópsins hafi verið boðið að halda sínu starfi eða taka við öðrum störfum innan fyrirtækisins og um 10 þeirra hafi þegar þekkst slíkt boð. Brynjólfur segir að gengið hafi verið frá vilja- yfirlýsingu við Pennann um sölu- samstarf sem mun fela í sér að Penninn verður einn endursölu- aðila Símans. „Samningurinn við Pennann mun hafa í för með sér að Penninn ræður eitthvað af fólk- inu til sín. Þeir munu ásamt okk- ur ræða við starfsfólk á viðeigandi stöðum um störf,“ segir Brynjólfur og bætir við að eins og er sé ekki hægt að segja til um hversu margir missa vinnuna. Áformað sé að Penn- inn taki að sér endursölu fyrir Sím- ann á þeim stöðum sem fyrirtækið hyggst hætta verslunarrekstri. Þar sem Penninn er ekki með verslun, svo sem á Sauðárkróki, verði leitað til annarra endursöluaðila. Tryggt verði að þjónusta á vegum Símans verði áfram í boði á þessum stöðum. Breyttir verslunarhættir Breytingarnar eiga að ganga í gegn fljótlega að sögn Brynjólfs. Fyrirtækið reki þær verslanir sem til stendur að loka ýmist í eigin hús- næði eða í leiguhúsnæði og frá þess- um málum þurfi að ganga. Þá taki tíma fyrir Pennann og aðra endur- söluaðila að koma upp aðstöðu hjá sér fyrir vörur Símans. Spurður hvort Síminn sé að bregð- ast samfélagslegum skyldum sínum með því að loka verslunum á lands- byggðinni segist Brynjólfur ekki telja svo vera. Breytingar hafi orðið á verslunarháttum, til að mynda með aukinni vefverslun. Þá hafi það sýnt sig að fólk leiti í stærri verslanir á höfuðborgarsvæðinu þegar það vilji geta haft meira vöruúrval. Um eðli- lega þróun sé því að ræða. Síminn mun áfram reka verslanir í Ármúla, Kringlunni og Smáralind og á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 1100 talsins. Rafræn viðskipti auðvelduð Fram kemur í fréttatilkynningu Símans vegna breytinganna að áformað sé að sameina undir eitt tæknisvið rekstur talsíma-, farsíma- og gagnasviðs. Þannig hyggist fyr- irtækið „samþætta mismunandi tæknilausnir til að auðvelda við- skiptavinum hvers kyns rafræn við- skipti“. Síminn hættir beinum verslunarrekstri á fimm stöðum á landsbyggðinni Breytingarnar snerta 29 starfsmenn Símans Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Brynjólfur Bjarnason MEÐFERÐ fanga í fangelsinu að Litla-Hrauni og ofbeldi þeirra í mill- um er áhyggjuefni Evrópunefndar til varnar gegn pyntingum og ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð og refsingum (CPT) sem skilað hefur skýrslu um ástandið í íslenskum fangelsum og fleira. Nefndin var hér á ferð sumarið 2004 og kynnti sér íslensk fangelsi og fangageymslur og ræðir í skýrsl- unni um meðferð fanga. Nefndin sagðist ekki hafa heyrt neinar ásak- anir um illa meðferð í Kópavogs- fangelsinu, Kvíabryggju og Hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg, en öðru máli gegndi um Litla-Hraun. Þar var kvartað undan harkalegri meðferð og munnsöfnuði í garð fanga við klefaleitir. Nefndin gerir einnig athugasemdir við formleg og fjarlæg samskipti fangavarða við fanga. Jafnframt sker Litla-Hraun sig úr hvaða varðar ofbeldi milli fanganna sjálfra. Við þessu hefðu yf- irvöld ekki brugðist nægilega vel og þyrftu að bæta sig. Fangelsið sjálft væri hins vegar vel búið þótt fang- arnir mættu hafa meira við að vera. Kópavogsfangelsi verði alfarið kvennafangelsi Að mati nefndarinnar er Kópa- vogsfangelsi of þröngt, en ráðstaf- anir til að útvega föngum dægra- styttingu fellur nefndinni í geð. Þá leggur nefndin til að Kópavogsfang- elsi verði alfarið breytt í kvenna- fangelsi en þar eru nú bæði kynin. Þrátt fyrir að ekki hafi verið kvartað undan kynbundnu ofbeldi milli fanga, sem vel að merkja eru ekki aðskildir, telur nefndin að þessar aðstæður bjóði upp á slíka hættu þar sem fangar af báðum kynjum verði að umgangast hver aðra á dag- inn. Hvað Kvíabryggju snertir er nefndin ánægð með dægrastyttingu sem föngum er boðið upp á og enn- fremur er fangelsið talið vel búið. Hins vegar þarf að bæta möguleika fanga til atvinnu sem eru of fábrotn- ir. Heilsugæsla í fangelsum er al- mennt góð að mati nefndarinnar en þó skortir betri stjórnun á henni og sérhæfða þjónustu s.s. hjúkrunar- fræðinga til að útbýta lyfjum til fanga. Fangageymslur lögreglunnar á landsbyggðinni eru almennt viðun- andi þó með undantekningum á borð við fangageymslu lögreglunnar á Búðardal. Þar sá nefndin járnstöng við rúm í fangaklefa sem greinilega var notuð til að handjárna erfiða fanga við. Nefndin leggur til að þetta stykki verði fjarlægt og í stað- inn kallað í lækni til að róa fanga. Nefndin gerir þá athugasemd að hugað verði að betri lýsingu í fanga- klefum hjá lögreglunni á Grundar- firði, Selfossi og Stykkishólmi auk þess sem nefndin vekur athygli á því að enginn bjölluhnappur er fyrir fanga í geymslu lögreglunnar á Ólafsvík. Evrópunefnd kannar málefni fanga á Íslandi Ofbeldið í fangelsinu á Litla-Hrauni óviðunandi Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Ís- lenskan kúfisk ehf. til að greiða Langanesi hf. 30 milljónir króna í björgunarlaun fyrir að koma skipi í eigu félagsins til aðstoðar. Í héraðs- dómi hafði Íslenskur kúfiskur verið sýknaður af öllum kröfum Langa- ness. Fossá ÞH 362, í eigu Íslensks kú- fisks, var 1,2 sjómílur frá landi þegar skelplógsbarki fór í skrúfuna og skipið varð aflvana. Vindur var 10– 15 m/sek og stóð að landi og allmikill öldugangur. Var það mat dómsins að skipið hefði þegar verið statt í yfirvofandi hættu og að hættan hefði aukist að mun þegar stjórnborðsakkerið slitnaði frá því. Var óumdeilt að skipið hefði þá rekið um 0,4 sjómílur í átt til lands þegar bakborðsakker- ið náði að stöðva rekið. Engin vissa lá fyrir um að bakborðsakkerið hefði náð að halda skipinu áfram og heldur ekki að skelplógurinn hefði getað náð nægilegri festu til að halda skipinu, þó að skipverjar hefðu verið búnir að festa hann við polla og verið tilbúnir að sleppa hon- um fyrir borð ef festingin í síðara akkerið hefði gefið sig. Aðila greindi ekki á um að skip- verjar Bjargar Jónsdóttur ÞH 321, í eigu Langaness, brugðust skjótt við hjálparbeiðni frá stefnda og undir- bjuggu aðgerðir sínar vel meðan á siglingunni að Fossá ÞH 362 stóð. Vinnubrögð þeirra á staðnum voru markviss, tóku stuttan tíma og heppnuðust eins og best varð á kosið. Þá lögðu þeir skip sitt í nokkra hættu, einkum er þeir unnu að því að koma dráttartógi milli skipanna. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Jóhannes Bjarni Björnsson hrl. flutti málið fyrir Langanes og Ólafur Haraldsson hrl. fyrir Kúfisk. Langanesi dæmd- ar 30 milljónir í björgunarlaun KARLMAÐUR var í gær sýknaður í Hæstarétti af því að hafa brotið gegn nálgunarbanni með því að hafa á almannafæri nálgast eða sett sig í samband við fyrrverandi sam- býliskonu sína annars vegar og sambýlismann hennar hins vegar. Í héraðsdómi hafði maðurinn verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Var manninum gefið að sök að hafa í tvö skipti brotið gegn nálg- unarbanni, með því að hafa á al- mannafæri nálgast eða sett sig í samband við fyrrverandi sambýlis- konu sína og sambýlismann hennar. Í báðum tilvikum greindi aðila á um hvernig fundum þeirra bar saman umrætt sinn og gátu þau vitni sem til var að dreifa ekki borið um þann þátt málsins. Gegn neitun mannsins var talið ósannað með hliðsjón af 1. mgr. 48. gr. laga um meðferð op- inberra mála að hann hefði brotið gegn 232. gr. almennra hegning- arlaga í umrætt sinn og var hann sýknaður af þeim ákæruliðum. Þá var honum einnig gefið að sök brot gegn 233. gr. almennra hegning- arlaga, með því að hafa haft í hót- unum við nágranna sinn. Maðurinn neitaði sök og stóðu orð hans gegn orðum nágrannans um það hvort maðurinn hefði hótað honum á þann hátt sem lýst var í ákæru. Gegn neitun mannsins og með hliðsjón af fyrrnefndu ákvæði var talið ósann- að að maðurinn hefði gerst sekur um brotið og var hann því sýkn- aður. Mál þetta dæmdu hæstaréttar- dómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Steinar Gunnlaugsson. Allur sakarkostnaður málsins í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði. Sýknaður af því að hafa brotið nálgunarbann EFTIR góða tíð undanfarið lít- ur ekki út fyrir að skíðasvæðið í Bláfjöllum verði opið á næst- unni, að sögn Grétars Halls Þórissonar, forstöðumanns svæðisins. Mikill og góður snjór var í Bláfjöllum fyrri hluta janúar en hann hefur farið minnkandi undanfarna daga. Grétar sagði að ennþá væri snjór á skíðasvæðinu en krapa- blettir hefðu myndast neðst í brekkunni og sú þróun héldi áfram með áframhaldandi hlý- indum, sem spáð er næstu daga. Hingað til hafa Bláfjöllin ver- ið opin í 11 daga og hafa yfir 20 þúsund gestir sótt svæðið. Ekki verður opnað aftur nema snjói duglega. Búið að loka í Blá- fjöllum í bili

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.