Morgunblaðið - 27.01.2006, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 9
FRÉTTIR
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16
Nýjar skyrtur
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Hálfvirði
Allur vetrar- og heilsársfatnaður
með 50%afslætti
Ú T S A L A
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862
Laugavegi 25,
sími 533 5500.Útsala í kjallara
Nýjar vörur
Laugavegi 28, sími 562 6062
Útsala
St. frá 34-46
Enn meiri afsláttur
H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9
ENN MEIRI
VERÐLÆKKUN
-50%
SENDIHERRA Bandaríkjanna á Ís-
landi, Carol van Voorst, afhenti Ólafi
Ragnari Grímssyni, forseta Íslands,
trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum í
gær.
George W. Bush Bandaríkjaforseti
tilnefndi hana sem sendiherra Banda-
ríkjanna á Íslandi í október sl. Eftir
staðfestingu öldungadeildar Banda-
ríkjaþings var hún svarin í embætti af
Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, 3. janúar sl.
Sendiherrann á að baki 26 ára feril í
bandarísku utanríkisþjónustunni. Áð-
ur en hún kom til Íslands gegndi hún
starfi varasendiherra í Vínarborg
2004–2005 og í Helsinki 1999–2002.
Hún var yfirmaður Austurríkis-,
Sviss- og Þýskalandsdeildar banda-
ríska utanríkisráðuneytisins frá
2002–2004.Van Voorst var ein af yf-
irmönnum alþjóðlegu stjórnsýslunn-
ar í Sarajevó
1998–1999, einnig
var hún yfirmaður
Norður- og
Eystrasaltsland-
adeildar banda-
ríska utanríkis-
ráðuneytisins
1995–1997. Á veg-
um bandarísku
utanríkis-
þjónustunnar hefur hún sinnt störf-
um tengdum málefnum Danmerkur,
Noregs og Þýskalands, ásamt því að
starfa í Hollandi, í Panama og á Sín-
aískaga.
Sendiherrann er með doktorsgráðu
í sagnfræði frá Princeton-háskóla og
meistaragráðu í öryggismálum frá
National War College. Hún er gift
William A. Garland, starfsmanni
bandarísku utanríkisþjónustunnar.
Afhenti forseta
trúnaðarbréf sitt
Carol van Voorst
ÁSRÚN Kristjánsdóttir gefur kost á
sér í 2. sæti í prófkjöri Framsóknar-
flokksins í Reykjavík sem fram fer
laugardaginn 28. janúar.
Ásrún er menntaður myndlistar-
maður og hönnuður með kennararétt-
indi. Hún situr í
menningar- og
ferðamálaráði fyr-
ir Framsóknar-
flokkinn. Hún sat í
stjórn kjördæmis-
sambands
Reykjavíkur
norður og síðar í
stjórn Framsókn-
arfélags suður.
Í fréttatilkynningu frá Ásrúnu seg-
ir að hún leggi áherslu á að virkja
hugvitið. Auka þurfi vægi hönnunar í
menntun, atvinnulífi og umhverfis-
mótun. Stuðla þurfi að útrás íslenskr-
ar menningar. Hún vill ennfremur
stórauka listnám í grunnskólum. Þá
vill hún hlúa að menningarstofnunum
í Reykjavík. Ásrún leggur einnig
áherslu á fjölbreytta búsetukosti og
aukinn aðgang að menntun og at-
vinnulífi fyrir eldri borgara.
Gefur kost á
sér í 2. sæti
Ásrún Kristjánsdóttir
ÓLAFUR Egilsson, lögfræðingur og
sendiherra, hefur orðið við hvatn-
ingu margra Seltirninga um að hann
gefi kost á sér til framboðs í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins laugardaginn 4.
febrúar næst-
komandi. Hann
stefnir á 3. sæti
listans.
Ólafur leggur
áherslu á öfluga
kynningu og sam-
ráð við bæjarbúa
á mótunarstigi
mála, þar með tal-
in eru skipulags-
og skólamál. Ennfremur leggur
hann áherslu á trausta fjármála-
stjórn, lægri fasteignagjöld, víðtæka
verslun og þjónustu, umhverfisvernd
og eflingu menningarlífs. Loks legg-
ur hann áherslu á að hlynnt verði að
ungum og öldnum á Seltjarnarnesi.
Ólafur er lögfræðingur að mennt.
Hann hefur lengst af starfað í utan-
ríkisþjónustunni og meðal annars
verið sendiherra í London, Moskvu,
Kaupmannahöfn og Peking. Hann
hefur starfað að félagsmálum og var
meðal annars forgöngumaður og for-
maður Listvinafélags Seltjarnarnes-
kirkju.
Eiginkona Ólafs er Ragna Ragn-
ars lögg. skjalaþýðandi. Þau eiga tvö
börn og þrjú barnabörn.
Býður sig
fram í 3. sæti
Ólafur Egilsson
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur sýknað Íslandsbanka, Eirík
Tómasson, Gunnar Tómasson, Gerði
Sigríði Tómasdóttur og Þorbjörn
Fiskanes hf. af kröfum Jóns Gauta
Dagbjartssonar. Jón Gauti tilheyrir
öðrum armi í deilumáli Þorbjörns
Fiskaness hf., þ.e Fiskaneshópnum
en stefndu tilheyra Þorbjörnshópn-
um.
Dómkröfur Jóns Gauta voru að-
allega þær, að stefndu yrðu dæmd til
að greiða sér rúmar 15,5 milljón kr.
Dómurinn hafnaði þeirri máls-
ástæðu Jóns Gauta að um óheimila
ráðstöfun Íslandsbanka á hlutum
hans í Þorbirni Fiskanesi hf. hefði
verið að ræða. Þá taldi dómurinn
órökstutt á hvaða hátt um væri að
ræða saknæma háttsemi hjá öðrum
stefndu.
Stefnandi byggði einnig á því að
Íslandsbanki hefði vitað um samning
annarra stefndu við Granda hf. um
kaup á þeirra hlutafé, á þeim tíma-
punkti er bankinn sá um miðlun á
bréfum Fiskaneshópsins. Þessi full-
yrðing Jóns Gauta var að mati dóms-
ins órökstudd.
Þá hafnaði dómurinn því að um
brot á tilkynningaskyldu hefði verið
að ræða. Dómurinn hafnaði jafn-
framt málsástæðu stefnanda um inn-
herjasvik. Þá var þeirri málsástæðu
hafnað að um markaðsmisnotkun
hefði verið að ræða og að þar með
hefði verið brotið gegn 41. gr. laga
um verðbréfaviðskipti. Þótti máls-
ástæðan vera órökstudd og virst
byggjast á misskilningi.
Þá var því einnig hafnað að um
brot á trúnaðarskyldu gagnvart al-
mennum hluthöfum hefði verið að
ræða, en dómurinn taldi að stefndu
hefðu ekki búið yfir innherjaupplýs-
ingum.
Sigrún Guðmundsdóttir héraðs-
dómari dæmdi málið.
Þorbjörnshópur
og Íslandsbanki
sýknaðir