Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 9 FRÉTTIR Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Nýjar skyrtur Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Hálfvirði Allur vetrar- og heilsársfatnaður með 50%afslætti Ú T S A L A Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Laugavegi 25, sími 533 5500.Útsala í kjallara Nýjar vörur Laugavegi 28, sími 562 6062 Útsala St. frá 34-46 Enn meiri afsláttur H Æ Ð A S M Á R A 4 • S Í M I 5 4 4 5 9 5 9 ENN MEIRI VERÐLÆKKUN -50% SENDIHERRA Bandaríkjanna á Ís- landi, Carol van Voorst, afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum í gær. George W. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi hana sem sendiherra Banda- ríkjanna á Íslandi í október sl. Eftir staðfestingu öldungadeildar Banda- ríkjaþings var hún svarin í embætti af Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, 3. janúar sl. Sendiherrann á að baki 26 ára feril í bandarísku utanríkisþjónustunni. Áð- ur en hún kom til Íslands gegndi hún starfi varasendiherra í Vínarborg 2004–2005 og í Helsinki 1999–2002. Hún var yfirmaður Austurríkis-, Sviss- og Þýskalandsdeildar banda- ríska utanríkisráðuneytisins frá 2002–2004.Van Voorst var ein af yf- irmönnum alþjóðlegu stjórnsýslunn- ar í Sarajevó 1998–1999, einnig var hún yfirmaður Norður- og Eystrasaltsland- adeildar banda- ríska utanríkis- ráðuneytisins 1995–1997. Á veg- um bandarísku utanríkis- þjónustunnar hefur hún sinnt störf- um tengdum málefnum Danmerkur, Noregs og Þýskalands, ásamt því að starfa í Hollandi, í Panama og á Sín- aískaga. Sendiherrann er með doktorsgráðu í sagnfræði frá Princeton-háskóla og meistaragráðu í öryggismálum frá National War College. Hún er gift William A. Garland, starfsmanni bandarísku utanríkisþjónustunnar. Afhenti forseta trúnaðarbréf sitt Carol van Voorst ÁSRÚN Kristjánsdóttir gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Framsóknar- flokksins í Reykjavík sem fram fer laugardaginn 28. janúar. Ásrún er menntaður myndlistar- maður og hönnuður með kennararétt- indi. Hún situr í menningar- og ferðamálaráði fyr- ir Framsóknar- flokkinn. Hún sat í stjórn kjördæmis- sambands Reykjavíkur norður og síðar í stjórn Framsókn- arfélags suður. Í fréttatilkynningu frá Ásrúnu seg- ir að hún leggi áherslu á að virkja hugvitið. Auka þurfi vægi hönnunar í menntun, atvinnulífi og umhverfis- mótun. Stuðla þurfi að útrás íslenskr- ar menningar. Hún vill ennfremur stórauka listnám í grunnskólum. Þá vill hún hlúa að menningarstofnunum í Reykjavík. Ásrún leggur einnig áherslu á fjölbreytta búsetukosti og aukinn aðgang að menntun og at- vinnulífi fyrir eldri borgara. Gefur kost á sér í 2. sæti Ásrún Kristjánsdóttir ÓLAFUR Egilsson, lögfræðingur og sendiherra, hefur orðið við hvatn- ingu margra Seltirninga um að hann gefi kost á sér til framboðs í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins laugardaginn 4. febrúar næst- komandi. Hann stefnir á 3. sæti listans. Ólafur leggur áherslu á öfluga kynningu og sam- ráð við bæjarbúa á mótunarstigi mála, þar með tal- in eru skipulags- og skólamál. Ennfremur leggur hann áherslu á trausta fjármála- stjórn, lægri fasteignagjöld, víðtæka verslun og þjónustu, umhverfisvernd og eflingu menningarlífs. Loks legg- ur hann áherslu á að hlynnt verði að ungum og öldnum á Seltjarnarnesi. Ólafur er lögfræðingur að mennt. Hann hefur lengst af starfað í utan- ríkisþjónustunni og meðal annars verið sendiherra í London, Moskvu, Kaupmannahöfn og Peking. Hann hefur starfað að félagsmálum og var meðal annars forgöngumaður og for- maður Listvinafélags Seltjarnarnes- kirkju. Eiginkona Ólafs er Ragna Ragn- ars lögg. skjalaþýðandi. Þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn. Býður sig fram í 3. sæti Ólafur Egilsson HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Íslandsbanka, Eirík Tómasson, Gunnar Tómasson, Gerði Sigríði Tómasdóttur og Þorbjörn Fiskanes hf. af kröfum Jóns Gauta Dagbjartssonar. Jón Gauti tilheyrir öðrum armi í deilumáli Þorbjörns Fiskaness hf., þ.e Fiskaneshópnum en stefndu tilheyra Þorbjörnshópn- um. Dómkröfur Jóns Gauta voru að- allega þær, að stefndu yrðu dæmd til að greiða sér rúmar 15,5 milljón kr. Dómurinn hafnaði þeirri máls- ástæðu Jóns Gauta að um óheimila ráðstöfun Íslandsbanka á hlutum hans í Þorbirni Fiskanesi hf. hefði verið að ræða. Þá taldi dómurinn órökstutt á hvaða hátt um væri að ræða saknæma háttsemi hjá öðrum stefndu. Stefnandi byggði einnig á því að Íslandsbanki hefði vitað um samning annarra stefndu við Granda hf. um kaup á þeirra hlutafé, á þeim tíma- punkti er bankinn sá um miðlun á bréfum Fiskaneshópsins. Þessi full- yrðing Jóns Gauta var að mati dóms- ins órökstudd. Þá hafnaði dómurinn því að um brot á tilkynningaskyldu hefði verið að ræða. Dómurinn hafnaði jafn- framt málsástæðu stefnanda um inn- herjasvik. Þá var þeirri málsástæðu hafnað að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða og að þar með hefði verið brotið gegn 41. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Þótti máls- ástæðan vera órökstudd og virst byggjast á misskilningi. Þá var því einnig hafnað að um brot á trúnaðarskyldu gagnvart al- mennum hluthöfum hefði verið að ræða, en dómurinn taldi að stefndu hefðu ekki búið yfir innherjaupplýs- ingum. Sigrún Guðmundsdóttir héraðs- dómari dæmdi málið. Þorbjörnshópur og Íslandsbanki sýknaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.