Morgunblaðið - 27.01.2006, Side 12

Morgunblaðið - 27.01.2006, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Staða þýðinga á morgun MIKLAR líkur eru á því að barátta Norður-Atlantshafslaxasjóðsins gegn reknetaveiðum Íra á laxi sé nú að skila árangri. Írar hafa tvöfaldað hlutfall sitt af veiddum laxi í sjó mið- að við önnur aðildarlönd ESB á síð- ustu 10 árum og hafa ekki viljað fara eftir varúðartillögum eigin vísinda- manna. Vegna þessa hefur vott- unarfyrirtækið Slow Food dregið til baka vottun sína á írskum laxi, en það var gert að tillögu Orra Vigfús- sonar, formanns NASF. Þetta mál hefur vakið mikla at- hygli á Írlandi og hefur töluvert ver- ið um það fjallað í írskum fjöl- miðlum, meðal annars í The Irish Times. Ráðherra sjávarútvegsmála á Írlandi, Pat Gallagher, hefur með- al annars veitzt að Orra Vigfússyni og Laxasjóðnum, sem hafa síðan svarað fyrir sig, einkum hvað varðar veiðar á merktum laxi við Írland. Í frétt The Irish Times í gær kem- ur svo fram að sjávarútvegsráðherr- ann sé orðinn valtur í sessi vegna málsins og verði líklega færður til í starfi innan ríkisstjórnarinnar. Veiða 200.000 laxa á ári Orri Vigfússon segir að Írar veiði um 200.000 laxa í sjó í reknet á ári. Írlandi sé skipt upp í 17 laxveiði- ársvæði og hafi vísindamenn lagt til að ekki yrði veitt á 9 þeirra vegna slæmrar stöðu laxins. Þrátt fyrir það vilji ráðherrann halda áfram veiðum í sjó. Það vilji hann einnig þrátt fyrir það að sannað hafi verið að við veið- arnar sé tekið mikið af laxi sem ann- ars gengi upp í laxár annars staðar í Evrópu eins og Englandi, Wales, Frakklandi, Spáni og Þýskalandi. Því sé haldið fram af írska sjáv- arútvegsráðuneytinu að þar sem lít- ið sé um það að lax merktur í öðrum Evrópulöndum finnist í afla Íra sé lítil sem engin hætta á ferðum. Það sé hins vegar ekki rétt. Á undaförn- um árum hafi þúsundir merkja frá öðrum Evrópulöndum fundizt í laxi veiddum við Írland þrátt fyrir að merkingar séu orðnar litlar sem engar. Loks megi nefna það að við reknetaveiðarnar sé laxinn króaður af, en það auðveldi sel á þessum slóðum að éta laxinn. Þar sé að auki um verulegt afrán að ræða. Mikill stuðningur „Ég var á Írlandi í síðustu viku til að ganga frá kynningu á þessum málefnum. Nú hafa allir stjórn- arflokkar á Írlandi lýst yfir stuðn- ingi við það markmið NASF að stöðva reknetaveiðar á laxi við Ír- land gegn sanngjörnum bótum til netaveiðimanna þar í landi. Ég hef mikinn stuðning frá yfirvöldum í Evrópu í þessu máli og með mér í síðustu viku var fulltrúi frá utanrík- isráðuneyti Bandaríkjanna í Wash- ington. Sendiráð þeirra í Dublin hélt okkur veizlu og mættu þar meðal annars sendiherrar Þýskalands, Frakklands og Spánar til að sýna samstöðu. Ég er því orðinn bjart- sýnni en áður á að árangur náist og þessum veiðum verði hætt,“ segir Orri Vigfússon. Samherjar Þeir styðja hvor annan í laxinum, Orri Vigfússon, formaður NASF, og John Perry, sem fer með sjávarútvegsmál innan Fianna Gael- flokksins á Írlandi. Mikill stuðningur er við að stöðva laxveiðar í sjó. Líkur á að Írar hætti laxveiðum í sjó Ráðherra sjávarútvegsmála valtur í sessi vegna málsins og deilna við Orra Vigfússon, formann NASF Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SUÐURNES BANKASTJÓRN Seðlabanka Ís- lands hækkaði stýrivexti um 0,25 prósent í gærmorgun, í 10,75 pró- sent. Þetta er tólfta vaxtahækkun Seðlabankans frá maí 2004 og kemur í kjölfar 0,75 prósenta hækkunar í lok september og 0,25 prósenta hækkunar í byrjun desember 2005. Davíð Oddsson, formaður banka- stjórnar Seðlabankans, skýrði frá ákvörðun bankastjórnar á blaða- mannafundi í gær. Í máli hans kom m.a. fram að áhrifa stýrivaxtahækk- ana Seðlabankans hefði nú loks tekið að gæta í verðtryggðum vöxtum. „Eigi að síður væri ótímabært að fagna sigri í baráttunni við verðbólg- una. Samkvæmt verðbólguspánni sem birt var í Peningamálum í des- ember sl. yrði verðbólga töluvert yfir markmiði Seðlabankans,“ sagði Dav- íð. Endurskoðuð verðbólguspá Davíð sagði að Selabankinn hefði endurmetið verðbólguhorfur í ljósi framvindu efnahagsmála undanfarna tvo mánuði, en bankinn telur þær enn óviðunandi. „Í desember og jan- úar reyndist verðbólgan nokkru meiri en fólst í desemberspá bank- ans. Gengi krónunnar hefur einnig lengst af verið ívið lægra en reiknað var með í spánni,“ sagði Davíð Að sögn Davíðs er vöxtur eftir- spurnar afar hraður og mun meiri en samrýmst getur jafnvægi í þjóðarbú- skapnum. Dregið hafi hægar úr spennu á íbúðamarkaði en vonir stóðu til og áhrif vaxtahækkana Seðlabankans komi ekki fram í vöxt- um fasteignaveðlána eins og tilefni sé til. Vísbendingar um launaskrið „Þróun á vinnumarkaði undan- farna mánuði er einnig vaxandi áhyggjuefni. Undanfarna þrjá mán- uði hafa komið fram skýrar vísbend- ingar um aukið launaskrið, eins og oftast gerist þegar atvinnuleysi verð- ur jafnlítið og um þessar mundir. Horfur eru á að launakostnaður hækki töluvert meira á næstu árum en samrýmist verðbólgumarkmiði Seðlabankans nema framleiðni aukist mun hraðar en gert er ráð fyrir í spám bankans, en það verður að telja ósennilegt,“ sagði Davíð. Í máli Davíðs kom fram að hæsta raungengi frá því á níunda áratugn- um og meiri viðskiptahalli en áður hefur mælst benti til þess að umtals- verður verðbólguþrýstingur kynni að vera framundan, jafnvel handan þess sjóndeildarhrings sem spár Seðla- bankans næðu jafnan til. „Peningastefnan verður að bregð- ast tímanlega við þessum aðstæðum því ella verður að beita enn harka- legra aðhaldi síðar. Eins og nú horfir kann Seðlabankinn því að þurfa að hækka vexti enn frekar síðar á þessu ári,“ sagði Davíð að endingu. Í Hálffimm fréttum greiningar- deildar KB banka segir að í ljósi þess að Seðlabankinn telur verð- bólguhorfur enn mjög dökkar megi velta því upp hvort nægjanlega stór skref séu stigin til þess að bregðast við yfirvofandi verðbólguþrýstingi. Greiningardeildin hefur spáð því að stýrivextir muni ná hámarki um mið- bik ársins og hafa aðrir greining- araðilar gert slíkt hið sama. Hins vegar segir hún að ljóst sé að ef til frekari stóriðjuframkvæmda komi munu forsendur breytast verulega hvað stýrivaxtaferli bankans snertir. Sagt var frá því í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær að greining- ardeild Íslandsbanka hefur gagnrýnt það fyrirkomulag Seðlabankans að tilkynna um vaxtaákvörðun sína klukkan 9:00, en gera ekki grein fyrir ákvörðuninni fyrr en rúmlega tveim- ur tímum síðar. Ingimundur Frið- riksson, aðstoðarbankastjóri Seðla- bankans segir þetta fyrirkomulag ekki frábrugðið starfsháttum seðla- banka margra ríkja. „Fyrirkomulag Seðlabankans er hins vegar ekki höggvið í stein, heldur mun áfram verða haldið við mótun þess í fram- tíðinni, eins og gert hefur verið und- anfarna mánuði,“ segir Ingimundur. Verðbólga töluvert yfir markmiði Seðlabankans Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðbólguþrýstingur „Hæsta raungengi frá því á níunda áratuginum og meiri viðskiptahalli en áður hefur mælst benda til þess að umtalsverður verðbólguþrýstingur kunni að vera framundan,“ sagði Davíð Oddson, for- maður bankaráðs Seðlabankans, á blaðamannafundi í gær.                         Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.