Morgunblaðið - 27.01.2006, Side 26

Morgunblaðið - 27.01.2006, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Stórar svarthvítar ljósmyndirJohn Coplans sýna líkamagamals manns, nærmyndir af hárugri og slitinni húðinni, fellingar af holdi og útlimi sem fettast og fléttast saman. Þetta eru myndir af hrörnun og elli, óvægnar og afhjúp- andi. Coplans ljósmyndaði aðeins sjálfan sig og kallaði verkin sjálfs- myndir en engu að síður er andlitið aldrei með á verkunum. Þessar heiðarlegu myndir listamannsins af ásýnd eigin líkama afhjúpa á áhrifa- ríkan hátt sannleikann um líkams- hylkið sem felur frjóan anda lista- mannsins; í efnistökunum tekst hann á við staðalmyndir líkams- dýrkunar og drauminn um eilífa æsku. Formræna þáttinn sækir hann að mörgu leyti til módernism- ans, í verkunum má sjá álíka hug- myndir og Lee Friedlander birti í nektarmyndum sínum af konum, þar sem unnið er gegn stað- almyndum um kvenlíkamann. Þá má sjá áhrif frá teygðum líkams- myndum Bill Brandts, og svo er þarna andblær módelstúdía klass- ískra listamanna á borð við Edward Weston.    Það er fengur af því að fá sýningumeð verkum John Coplans í Hafnarhúsið, en hún verður opnuð þar í kvöld. Þegar Coplans kom fyrst fram með þessi verk skömmu upp úr 1980, þegar hann var rúmlega sex- tugur, vöktu þau mikla athygli og voru innan árs komin upp á veggi listasafna. Hann hélt þessum mynd- rænu rannsóknum sínum áfram í 20 ár, eða allt þar til hann lést árið 2003, 83 ára gamall. Myndir hans hafa verið sýndar víða og eru vin- sælar meðal safnara. En John Coplands sneri sér seint að ljósmyndun og átti þá að baki lit- ríkt lífshlaup. Coplans var breskur gyðingur, alinn upp í Suður-Afríku, og í seinni heimsstyrjöldinni leiddi hann hersveitir afrískra hermanna í bardögum við heri Mussolinis. Eftir stríðið lagði hann stund á listnám í London, fór að mála og flutti til Bandaríkjanna árið 1960. Hann var annar stofnanda hins kunna list- tímarits Artforum árið 1962, gerðist upp úr því sýningastjóri og meðan hann stýrði The Pasadena Art Museum setti hann upp mikilvæg- ustu sýningar þess tíma á verkum Richard Serra, Roy Lichtenstein og Andy Warhol. Hann ritstýrði merk- um bókum um listamenn, þar á með- al um Cézanne og Weegee, og þá enduruppgötvaði hann einn af helstu frumherjum bandarískrar landslagsljósmyndunar, Carleton Watkins, leitaði uppi og safnaði verkum eftir hann. Snemma á áttunda áratugnum flutti Coplans til New York og tók að sér ritstjórn Artforum, en ritinu stýrði hann í sex ár og var jafnframt útlitshönnuður þess. Árið 1980 seldi Coplans ljós- myndir Carleton Watkins, sem hann hafði safnað með mikilli fyrirhöfn, og notaði ágóðann til að fleyta sér inn í ljósmyndunina með þessum eft- irtektarverða árangri.    Ólafur Gíslason listfræðingursegir Coplans í þessum verkum sýna líkamann í pörtum, sem „brotakennt landslag“. Og gagnrýn- andinn Max Kozloff – en hann var vinur og samstarfsmaður Coplans og kynnti okkur einn vetrardag í New York fyrir 12 árum – sagði Coplans hafa lifað á hengifluginu að hann viti ekki um nokkurn lista- mann sem hafi „enduruppgötvað sig á viðlíka hátt á sjötugsaldri, með ljósmyndum sem sýna hans eigin slitna líkama.“ Í verkunum sem hann vann síð- ustu árin fyrir andlátið paraði Copl- ans saman tvær og tvær myndir. Sum þessara verka getur að líta í Hafnarhúsinu. Hann bjó við Bowery í New York, skammt frá þeim stað þar sem Tvíburaturnarnir stóðu. Í viðtali sagði Coplans frá því að í margar vikur, þegar vindurinn stóð frá rústunum eftir hryðjuverkin 11. september, hafi hann fundið þessar lyktir í vinnustofunni og svefn- herberginu. „Fnykurinn þrýsti sér sífellt inn; lyktin minnti mig á brennandi líkama í líkbrennslu hindúa. Gríðarlegur fjöldi líkama var að sviðna innst í kjarna brenn- andi haugsins. Án þess að tengja hryllinginn meðvitað við það sem ég var að gera var ég farinn að taka myndir af handleggjum mínum og fótum og tengja síðan tvær stakar myndir saman til að gera eina. Eftir að hafa gert fjögur slík verk áttaði ég mig á tengslunum þegar frá því var greint í fréttum að verkamenn væru að grafa upp rústirnar og fyndu í sífellu líkamsleifar fórn- alambanna.“ Sumum hefur þótt sem verk Copl- ans minni á einhverjar furðuskepn- ur, aðrir tala um ljóðræna eig- inleika. En bersögli listamannsins er sláandi og í raun makalaust hvernig honum auðnaðist að vinna svo heillandi myndaraðir úr myndefni sem að marga mati var forboðið; sínum eigin hrörnandi líkama. Landslag eigin líkama ’Þessar heiðarlegumyndir listamannsins af ásýnd eigin líkama af- hjúpa á áhrifaríkan hátt sannleikann um líkams- hylkið sem felur frjóan anda listamannsins.‘ efi@mbl.is AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson KONA nokkur sem var í bænum á Menning- arnótt sagði mér frá því að hún hefði lagt lykkju á leið sína, frá Laugavegi niður á Hverfisgötu, þegar hún heyrði undurfagra söngrödd berast þaðan. Á tröppum Þjóðleik- hússins stóð þá stúlka, og fyllti loftið söng. Það var Elísa Vilbergsdóttir. Nafn Elísu er ekki þekkt í íslensku sönglífi, en ef fram heldur sem horfir, á hún þó von- andi eftir að verða það. Í vor syngur hún aðal- hlutverkið í uppfærslu Listahátíðar, Íslensku óperunnar og Þjóðleikhússins á óperunni Freischütz, eða Töfraskyttunni, eftir Carl Maria von Weber, en það verður í fyrsta sinn sem óperan er sýnd á Íslandi. Undanfarin tvö ár hefur Elísa stundað söngnám í Westminster Choir College í Princeton í Bandaríkjunum; lauk námi í vor, en þar áður var hún við nám í Þýskalandi í fjögur ár. Hún er búsett í Bandaríkjunum. Nú í janúar tók Elísa þátt í stórri söngv- arakeppni í New York, Liederkranz- keppninni. Þar er keppt í þremur flokkum, óperudeild, ljóðadeild og Wagnerdeild, og er skemmst frá því að segja, að Elísa náði þeim frábæra árangri að hreppa annað sætið í Wagnerdeildinni. Önnur íslensk stúlka, Dísella Lárusdóttir, vinkona og samnemandi Elísu í Princeton, keppti í óperudeild, og komst í úrslit. Missti næstum af úrslitunum Elísa Vilbergsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að Liederkranz keppnin væri haldin á vegum þýsku Liederkranz-stofnunar- innar í New York, og væri bæði stór og virt og vel að henni staðið. Þeir sem taka þátt í henni geta einungis spreytt sig í einni af þremur deildum keppninnar. „Ég ákvað í samráði við kennarann minn að prófa mig í Wagnerdeildinni. Þegar ég var komin í und- anúrslit, sá ég að þeir sem höfðu náð þangað, voru flestir talsvert eldri en ég, en aldurs- takmörkin þar voru tíu árum hærri en í hin- um deildunum, eða 45 ár. Þetta voru reyndir söngvarar en ég var að læra aríurnar mínar tvær einni og hálfri viku fyrir keppnina. Ég þurfti að hafa fimm aríur tilbúnar og fjórar af þeim áttu að vera eftir Wagner. Ég hafði bara tvær Wagneraríur í farteskinu og þess vegna lærði ég aðrar tvær á svo skömmum tíma. Það voru um fjörutíu söngvarar í Wagner- deildinni og þar af komust fimm í úrslit, en miklu fleiri kepptu í hinum deildunum, sér- staklega óperudeildinni, þar sem 25 komust í úrslist.“ Elísa segir að sér hafi gengið ágætlega í undanúrslitunum. Þá var sagt að hringt yrði samdægurs í þá sem kæmust í úrslit, sem áttu að fara fram strax næsta dag. „En það var ekkert hringt í mig – og ég svosem ekkert að búast við því, eftir að hafa heyrt í öðrum söngvurum. Morguninn eftir fór ég í mína vinnu, að kenna þýsku útí bæ. Þá hringdi vin- ur minn í mig og spurði hvers vegna ég væri ekki mætt, það væri verið að leita að mér. Þá hafði misfarist að hringja í mig, en ég hafði komist í fimm manna úrslitin. Ég dreif mig af stað, og komst að til að syngja í úrslitunum. Um kvöldið var hringt og mér tilkynnt að ég hefði komist í annað sæti, á eftir tenórsöngv- ara, sem ég hafði reyndar hvorki séð né heyrt.“ Vinningshafar úr öllum þremur deildum keppninnar fá það í verðlaun að syngja á tón- leikum í Carnegie Hall, og verða þeir tón- leikar 25. mars í Weill tónleikasalnum. „Það verður örugglega æðislega gaman. Við fáum peningaverðlaun líka, sem ég reikna með að verði afhent þar. Okkur býðst líka að syngja næsta vetur á tónleikum á vegum Lieder- kranz-stofnunarinnar.“ Röddin hefur germanskan blæ Elísa er 29 ára, og það þykir nokkuð ungt til að syngja tónlist Wagners, sem krefst gjarnan stórra, þroskaðra söngradda. Það tekur tíma fyrir söngraddir að þroskast inn í þann stíl, og sumar gera það aldrei. Í söng- heiminum er því talað um Wagner sem sér- stakt fag, og ekki að undra að keppt skuli sér- staklega í flokki sem krefst slíkra radda. En hvernig komst Wagner inn í líf Elísu? „Ég hef verið að heyra það æ meir síðustu árin að röddin mín hafi þennan „germanska“ blæ, og henti því vel í þýska fagið, – eins og í hlutverk Agötu í Freischütz, sem ég syng á Listahátíð í vor.“ Elísa er hávaxin og segir það stað- reynd að fyrir margar óperur þýsku meist- aranna, Wagners, Strauss og fleiri, geri það síður til að vera stór, þar sem hlutverkin bjóði upp á það. Oft séu þær per- sónur sem sópr- anarnir syngja, sterkir og sjálf- stæðir ein- staklingar, og oft einar á sviðinu. „Röddin er líka stór. Það tekur lengri tíma fyrir þannig raddir að þroskast og finna sinn fókus. Þetta er þungt fag. En um leið og ég prófaði mína fyrstu Wagneraríu, fannst mér ég vera komin heim. Það var aría Elsu úr Lohengrin, Ein- sam in trüben Tagen. Ég söng hana svo aftur í úrslitunum.“ Í undanúrslitunum söng Elísa meðal ann- ars aríu Elísabetar í Tannhäuser, Dich, teure Halle. Það er greinilegt að fleira en norræn hæð og raddstærð Elísu sem fer vel við Wagner. Það er varla hægt að neita því, að nafn hennar, Elísa, er eins og sniðið á Wagn- ersöngkonu. „Já, ég heiti meir að segja Elísa Sigríður, kannski að þetta séu einvers konar forlög,“ segir Elísa og hlær. Og svo er það ímyndin. Ætli lífseigasta ímyndin um óperusöngkonu sé ekki einmitt sú um Wagnersöngkonuna stóru með vængj- aðan eða hyrndan hjálm og spjót sér við hönd; – ímynd sem tengist kannski helst nor- rænu Wagnerstjörnunum Kirsten Flagstad og Birgit Nilsson og hinni þýsku Fridu Leid- er. Elísa segir að þessi ímynd lifi góðu lífi. „Þessi tenging Wagneróperunnar við norræn- ar sögur og sterkt fólk er lífseig. En þótt hæðin geti komið sér vel fyrir mig að þessu leyti, getur hún líka orðið minn akkilesarhæll. Það getur líka verið erfitt að finna hávaxna tenóra.“ Elísa rifjar upp þegar frábær söng- kona, Deborah Voigt, ein mesta Wagner- söngkona okkar daga var rekin frá Kon- unglegu bresku óperunni í Covent Garden í hitteðfyrra vegna frjálslegs vaxtarlags sem ekki þótti henta. „Þá sá maður að það er ekki nóg lengur að hafa súpergóða rödd, svona er þetta orðið í öllu. En söngvarar eru líka farnir að sérhæfa sig meira, og ætla sér ekki í hvaða hlutverk sem er. Það kostar mikla orku að standa á sviði og syngja, og það skiptir máli að fólk geti það.“ Langar til Bayreuth Elísa hlakkar til að takast á við Töfraskytt- una á Listahátíð í vor. „Þetta er mjög að- gengileg ópera og mikið ævintýri. Það þekkja flestir Töfraflautuna og mér finnst þessi ópera koma einna næst henni í aðgengileika til dæmis fyrir þá sem eru ekki mikið fyrir óperur. Ég hlakka rosalega til. Margir af þeim sem standa að sýningunni eru ungt fólk sem er að byrja að feta sig í bransanum; – fólk með alls konar skemmtilegar hug- myndir.“ Elísu dreymir um að komast í pílagríms- ferð til Bayreuth í Þýskalandi í sumar, á ár- legu Wagnerhátíðina sem þar er haldin, og ef til vill getur orðið af því. Í Bayreuth eru jafn- an afar áhugaverðar uppfærslur á óperum Wagners, og iðulega eiga nýir straumar í uppfærslum þeirra rætur þar. Að öðru leyti er framtíð Elísu óráðin. Nú í febrúar fer hún til Þýskalands til að syngja fyrir umboðsskrifstofur. Evrópa og Bandarík- in eru bæði undir í leitinni að starfi. Í Þýska- landi eru óperuhúsin mörg og breiðari grund- völlur fyrir nýja söngvara. Í Bandaríkjunum er erfiðara að komast að, – en gott þegar það tekst. „Hér er ég á mjög góðum stað, þar sem margt er um að vera. Það er gott að vera ná- lægt bæði Curtis Institute í Fíladelfíu og New York, þar sem Juilliard skólinn er, Manhattan skólinn og fleira. Hér er rjóminn af góðu söngfólki og margt að gerast á þessum slóð- um. Maður veit alla vega, að ef það gengur vel hér, – þá ætti maður að hafa eitthvað í þetta,“ segir Elísa Vilbergsdóttir. „Maður verður bara að vera opinn fyrir tækifærunum og velja vel þegar þau gefast.“ Tónlist | Íslensk söngkona, Elísa Vilbergsdóttir, í öðru sæti í stórri Wagnerkeppni í New York Fannst ég komin heim í Wagner Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Elísa Vilbergsdóttir reynir fyrir sér í óperum Wagners.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.