Morgunblaðið - 27.01.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.01.2006, Qupperneq 27
Opið lau.: 11:00 - 16:00 1.990- Verð áður: 2.990- 4.990- Verð áður: 6.960- 14.980- Verð áður: 19.970- 1.990- Verð áður: 2.890- 990- Verð áður: 1.990- 1.990- Verð áður: 4.860- 2.990- Verð áður: 3.890- 11.740- Verð áður: 18.850- 1.875- Verð áður: 3.870- Úrval l jósa á frábæru verði! Allt að 70 afsláttur% MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 27 UMRÆÐAN ÞEGAR Kristinn H. Gunnarsson gekk í Framsóknarflokkinn fyrir um átta árum vöruðu margir sem starfað höfðu með Kristni í Alþýðubandalaginu okkur framsóknarmenn við og sögðu að við myndum fljótlega óska þess að þennan liðsauka hefðum við aldrei fengið. Við hlustuðum ekki á þessa andstæð- inga okkar heldur fögnuðum auknum þingstyrk en þótti vissulega skrýtið að sjá alþýðubandalagsmenn gráta það þurrum tárum að þingstyrkur stjórn- arandstöðunnar skilaði sér af þessum sökum ekki allur yfir í nýstofnaða flokka Samfylkingar og Vinstri grænna. En nú er það löngu komið á daginn að hrakspár alþýðubandalagsmanna áttu við rök að styðjast enda voru þær byggðar á reynslu af langvarandi erf- iðleikum í samskiptum og samstarfi við Kristin. Í Framsóknarflokknum höfum við mörg upplifað feril Kristins meðal okk- ar á þann veg að hann sé stöðugt að reyna að breyta Framsóknarflokknum í nýtt Alþýðubandalag; að hann sé hreinlega rangur maður, í röngu húsi, á vitlausum tíma, eins og skáldið sagði. Enginn getur annað sagt en að við framsóknarmenn höfum tekið rausn- arlega á móti Kristni H. Gunnarssyni. Hann var gerður að formanni þing- flokks meðan hann var nýliði í okkar hópi. Oft er formennska í þingflokki upphaf að frekari metorðum hjá stjórn- málamanni. Eftir eitt kjörtímabil undir for- mennsku Kristins taldi þingflokkurinn ástæðu til þess að kjósa nýjan formann og setja Kristin til hliðar. Hann átti sem þingflokksformaður að leiða hóp- inn til sameiginlegrar niðurstöðu en reynslan sýndi að honum fórst það hlutverk illa úr hendi. Honum lét betur að fara eigin leiðir og gagnrýna ákvarð- anir sem búið var að taka eftir lýðræð- islegum leiðum. Samstarfsmenn hans í Framsókn- arflokknum eru löngu orðnir vanir því háttalagi hans að þegja á fundum þar sem mál eru til meðferðar en tjá sig svo í fjölmiðlum þegar lýðræðisleg nið- urstaða er fengin og ákvörðun liggur fyrir. Telur hann sig jafnan ranglæti beittan og hefur forystu flokksins sér- staklega á hornum sér og finnur henni allt til foráttu. Sumir hafa trúað þeirri glansmynd sem Kristinn dregur upp af sjálfum sér sem óhræddum riddara sannleikans sem þorir þegar aðrir þegja. Hvað sögðu starfsmenn Byggðastofnunar? Þá datt engum manni í hug að Krist- inn væri heppilegt ráðherraefni eftir reynsluna sem fengist hafði af því að fela honum stjórnarformennsku í Byggðastofnun. Ástandinu í Byggða- stofnun undir stjórn Kristins lýstu starfsmenn stofnunarinnar með þess- um orðum í bréfi sem birt var í Morg- unblaðinu 15. maí 2002: „Ítrekað höfum við þurft að horfa uppá fullkomlega óásættanleg vinnubrögð og framkomu frá hendi stjórnarformanns sem virðist í herför gegn forstjóra stofnunarinnar og starfsmönnum hans. Teljum við okkur hafa sýnt mikið langlundargeð og fórnfýsi að umbera það ástand sem verið hefur ríkjandi síðustu mánuði. At- burðir síðustu daga hafa endanlega fyllt mælinn“ Takið eftir að starfsmennirnir tala um herför gegn forstjóra stofnunar- innar og starfsmönnum hans. Margir framsóknarmenn upplifa ástandið í flokknum einmitt þannig að Kristinn sé í herför gegn formanni flokksins og Framsóknarflokknum sjálfum og að mælirinn sé löngu fullur. Er ekki nóg tjáningarfrelsi til skiptanna? Síðustu daga hefur Kristinn svo með ótrúlega ósmekklegum hætti blandað sér í prófkjörsbaráttu framsókn- armanna í Reykjavík. Sjálfur er hann þingmaður NV-kjördæmis og með lög- heimili í Bolungarvík. Engu að síður telur hann sér sæma að leggja op- inberlega til „samherja“ sinna í höf- uðborginni og væna þá og flokksforystuna um óeðlileg vinnubrögð. Hneykslið er það eitt að margir þekktir fram- sóknarmenn hafa op- inberlega lýst stuðningi við Björn Inga Hrafns- son en Björn Ingi var einmitt framkvæmda- stjóri þingflokksins hluta af formannstíð Kristins, m.a. á þeim tíma þegar hann var settur af sem slíkur. Þetta horfir þannig við mér að að- eins einn maður úr framvarðar- og for- ystusveit Framsóknarflokksins hafi orðið sér til minnkunar í tengslum við prófkjörið í Reykjavík. Sá maður er Kristinn H. Gunnarsson, sem á ekki aðild að mál- inu, en reynir að hafa áhrif á gang mála með því að vekja tortryggni í garð flokkssystkina sinna. Það er alþekkt meðal allra flokka að menn lýsi stuðningi við einstaka frambjóðendur í prófkjöri. Það er hins vegar einsdæmi hér á landi að alþing- ismaður stígi fram með árásir gegn framboði tiltekins manns úr sama stjórnmálaflokki eins og Kristinn hefur gerst sekur um undanfarna daga. Mér finnst sérkennilegt að Kristinn, sem virðist annt um eigið skoðanafrelsi og gefur af sér þá mynd að hann sé óháður og tali aðeins fyrir sjálfan sig, talar um aðstoðarmenn ráðherra og aðra sem lýst hafa stuðningi við Björn Inga Hrafnsson af fádæma óvirðingu. Hann virðist gefa sér að þessir ein- staklingar séu ekkert nema handbendi eða peð sem skákað er til af hinni al- vondu forystu Framsóknarflokksins. Kristinn virðist ekki vilja veita þess- um stuðningsmönnum Björns Inga hin minnstu réttindi til tjáningarfrelsis í eigin nafni. Sjálfur þarf hann á svo stórum skammti af tjáningarfrelsi að halda að kannski finnst honum ekki nóg til skiptanna fyrir aðra framsókn- armenn. Rangur maður í röngu húsi á vitlausum tíma Einar Kristján Jónsson fjallar um Kristin H. Gunnarsson og Framsóknarflokkinn ’Kristinn virðist ekkivilja veita þessum stuðn- ingsmönnum Björns Inga hin minnstu réttindi til tjáningarfrelsis í eigin nafni. ‘ Einar Kristján Jónsson Höfundur var kosningastjóri Framsóknarflokksins í Norðvestur- kjördæmi fyrir alþingiskosningarnar árið 2003 og núverandi formaður Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.