Morgunblaðið - 27.01.2006, Page 31

Morgunblaðið - 27.01.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 31 Laugardaginn 14. janúarsl. var haldinn fjöl-mennur baráttufundurí Bolungarvík um bættar samgöngur milli þétt- býliskjarna á norðanverðum Vestfjörðum. Fundurinn, sem hugsaður var til upplýsinga fyrir almenning, var löngu tímabær vegna þeirrar ákvörðunar rík- isstjórnarinnar að hefja gerð 1.200 metra ganga á Ós- hlíð nú á næstu mánuðum. Mætti spyrja sig hvort bæjarfélögin, eink- um þó Bolung- arvíkurkaupstaður, hefðu ekki fyrir löngu átt að hafa haft frumkvæði að slíkum fundi, en ekki fulltrúi hins almenna borg- ara. Þrátt fyrir góðan vilja rík- isstjórnarinnar er að mínu mati lítil reisn yfir þeirri fram- kvæmd sem nú er fyrirhuguð á Óshlíð. Hún hefur takmarkað að segja fyrir öryggi þeirra sem aka daglega um þennan rúm- lega 50 ára gamla, hættulega veg. Ég spyr; veit þjóðin af þess- um fjáraustri sem til stendur? Því fari það svo að aðeins sá hluti verði gerður sem rík- isstjórnin hefur í hyggju tel ég það fjáraustur. Tvöfalt meiri hætta Í framsöguerindi Hörpu Grímsdóttur, forstöðumanns snjóflóðaseturs Veðurstofu Ís- lands á Ísafirði, kom fram að dánarlíkur þeirra sem aka um Óshlíð (frá Ísafirði til Bolung- arvíkur) og Kirkjubólshlíð (frá Ísafirði til Súðavíkur) eru tvö- falt meiri en almennt gerist í umferðinni á Íslandi. Þetta er auðvitað með öllu óviðunandi og í engu samræmi við þær kröfur sem Íslendingar gera til um- ferðaröryggismála. Harpa hefur fyrir hönd Snjóflóðaseturs og Leiðar ehf. tekið saman mikið magn upplýsinga er lýtur m.a. að dauðsföllum, umferð, snjó- flóðum, skriðuföllum, grjóthruni og fleiru á þessum tveimur veg- um. Í skýrslu Hörpu eru í fyrsta sinn teknar saman á ein- um stað marktækar og rök- studdar upplýsingar um þessa tvo vegi. Erindi Hörpu staðfesti fyrir mér í flestu þá fullyrðingu að Óshlíðarvegur er ekki sam- gönguleið sem hægt er að bjóða þúsund manna samfélagi uppá að nota sem daglega akstursleið til að sækja þjónustu og verslun í höfuðstað Vestfjarða. Það sama má segja um Kirkjubóls- hlíð. Þegar þessi orð eru sett á blað er Óshlíðin lokuð og öku- maður slapp með naumindum úr flóði þar í morgunsárið. Vestfirðir hafa af einhverjum ástæðum um langt árabil átt mjög undir högg að sækja í að fá sinn hlut af þjóðarkökunni. Í afar framsýnu erindi Ísfirðings- ins Steinþórs Bragasonar rekstrariðnfræðings, sem nú er á lokaári í vélaverkfræði í Dan- mörku, kom margt athyglivert fram. Hann leiddi viðstadda með ljósmyndum og teikningum í gegnum þær endalausu skammtímalausnir sem gerðar hafa verið á þessum vegaköflum með girðingum, vegskálum, stálþiljum, vírnetum, grjót- pakkningum og rásum og hann gagnrýndi yfirvöld fyrir að horfa ekki til mun lengri tíma í framkvæmdum en raun ber vitni. Þá vakti hann athygli á þeirri staðreynd að öll umferð sem nú fer um Óshlíð liggur einnig í gegnum þrönga íbúa- byggð á eyrinni á Ísafirði þar sem bílar aka nánast í bakgarði sumra íbúa. Steinþór kynnti einnig spenn- andi og rökstudda hugmynd sína um varanlegar lausnir í samgöngumálum á Vestfjörðum. Hann reyndi að varpa skýrara ljósi á heildarmyndina. Í erindi sínu vakti hann m.a. sérstaka at- hygli á því að Bol- víkingar lönduðu mestum þorskafla á landsvísu á árinu 2005. Hann lék sér að tölum og reikn- aði söluvirði þess afla ásamt ýsuafla sem barst á land í Bolungarvík á síð- astliðnu ári, á dönskum markaði. Sú tala, þ.e. ein- göngu fyrir árið 2005, myndi ríflega duga fyrir göngum milli þeirra þétt- býliskjarna sem hér er um rætt. Hvers eiga Bolvíkingar að gjalda; þeir státa af heims- meisturum í sjósókn og afla- brögðum, af því að landa flest- um tonnum af þorski á ársgrundvelli á landsvísu og búa við hagstæð skilyrði til sjó- sóknar, en fá svo ekki að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að hafa vegasamgöngur til og frá bænum sínum í lagi! Að koma ekki einu sinni aflanum, sem þeir hafa svo mikið fyrir að sækja fyrir þjóðarbúið, á mark- að hindrunarlaust! Vestfirðingar hafa í gegnum tíðina verið með mestu aflaklóm landsins og ekki látið sitt eftir liggja að skapa tekjur fyrir þjóðarbúið. Hvers vegna njóta þeir „eldanna“ svo takmarkað? Að lifa með reisn Vestfirðingar vilja búa fyrir vestan og þeir vilja búa þar með reisn. Á síðastliðnum rúm- um tuttugu árum hefur orðið atgervisflótti frá Bolungarvík. Íbúum hefur fækkað um 470 manns á þessum tíma. Það er auðvitað ekki eðlilegt og alls ekki viðunandi og getur vart verið þjóðhagslega hagkvæmt. Þetta fólk vil ég fá aftur heim; heim til að búa við góð lífsskil- yrði sem hæfa nútímanum og leggja drög að og taka þátt í nýju uppgangstímabili í elstu verstöð landsins, Bolungarvík. Vestfirsk byggð þarf að eign- ast alvöru talsmenn innan rík- isstjórnar og alþingis. Það er löngu kominn tími til að nú verði raunverulega litið í vest- urátt og hafnar verði skipulegar aðgerðir til að styrkja búsetu á þessu gjöfula svæði. En hvað þarf til? Ég er með hugmynd. Framkvæmdir og viðhald á Óshlíð síðustu 50 ár eru for- tíðin. Enginn er dæmdur fyrir það sem þar hefur verið gert síðustu hálfa öld, enda gert samkvæmt bestu vitund þeirra sem þá réðu. En nú eru aðrir tímar. Göng alla leið Nútíðin og framtíðin eru göng úr Syðridal í Bolungarvík og inn í Tungudal í Skutulsfirði (Ísafjörður stendur við Skut- ulsfjörð). Þannig verður Skut- ulsfjarðarbotninn „sólarmiðjan“ en geislarnir munu teygja sig til Súðavíkur, Bolungarvíkur, Þingeyrar, Suðureyrar, Flat- eyrar og svo auðvitað á eyrina á Ísafirði, byggðarkjarnann sjálf- an sem er okkar allra, – höf- uðstaður Vestfjarða. Útkoman verður blómstrandi mörg þús- und manna byggð sem er sam- keppnishæf við aðra staði á landinu. Eftir það sem ég hef nefnt hér að framan vona ég að íbúar Bolungarvíkur, hvort sem það eru kvótaeigendur, sjómenn, verkafólk, fyrirtækjaeigendur, ellilífeyris þegar, heilbrigðisyf- irvöld, skólafólk eða bæj- arstjórnin, séu sammála mér að nú verði að gera eitthvað rót- tækt í málinu. Við viljum a.m.k. 20% afla- verðmætis Bolungarvíkur heim! Ég sé því aðeins eina leið og hugmynd mín er þessi: Við ger- um þá kröfu til ríkisstjórnar Ís- lands, þingmanna og forseta um að a.m.k. 20 % af söluvirði þess aflaverðmætis sem bærinn okk- ar skapar í ríkiskassann verði veitt til baka til Bolungarvíkur til endurreisnar samfélaginu þar. Ég er að tala frá hjartanu og finn ekki aðra leið. Afrakst- urinn mun ekki láta á sér standa: Samgöngurnar verða tryggar og öruggar. Fólkið kemur til baka og mun búa við góð lífsskilyrði, nýsköpun verð- ur í atvinnutækifærum (t.d. saumastofa sem saumar skóla- búninga fyrir öll skólabörn landsins, það byggir undir jafn- ræði og styrkir sjálfstraust, eykur aga dregur úr einelti og heilsumenningarhús fyrir þung- lynd börn), uppbygging verður í menntun og menningu (félags- heimilið okkar fær loks löngu tímabæra endurnýjun, enda u.þ.b. jafngamalt veginum á Ós- hlíð), húsakostur verður end- urnýjaður (ekki hefur verið byggt hús hér í tæpa tvo ára- tugi) betur verður gert við elli- lífeyrisþega og margt, margt fleira mun breytast við aukið fjármagn inn í byggðarlagið. Meiri atvinna, hærri laun, – og þá kemur fólkið. Bolvíkingar munu aftur geta lifað með reisn! Einlæg bón til yfirvalda Ég bið ríkisstjórn og alþing- ismenn Íslands að láta Vestfirð- inga ekki þurfa að knékrjúpa fyrir því sem eru þeirra sjálf- sögðu réttindi sem hluti af ís- lenskri þjóð. Það hefur nefni- lega skapast sú undarlega hefð í samfélaginu á undanförnum misserum að ef kröfur koma að vestan kallast það væl. Vestfirð- ingar hafa bognað en þeir munu ekki bugast. Það er ekki þeirra háttur. Æ, Æ … Það var fremur sorglegt til þess að vita að það hefði getað dregið broddinn úr kröfum fundarins á laugardag að helstu forsvarsmenn Bolungarvíkur mærðu ríkisstjórnina fyrir væntanlega framkvæmd og státuðu af því að hræðast ekki sjálfir að aka þennan veg um Óshlíð þar sem dánarlíkur eru tvöfalt meiri heldur en í annarri umferð á Íslandi. Menn eru sannarlega stórir kallar! En sem betur fer höfðu þær yf- irlýsingar ekki mikil áhrif! Eftir stendur: Við viljum göng – alla leið! Við viljum fólk- ið aftur heim! Hverjir njóta eldanna – varla Vestfirðingar? Eftir Soffíu Vagnsdóttur ’Ég bið ríkisstjórn ogalþingismenn Íslands að láta Vestfirðinga ekki þurfa að kné- krjúpa fyrir því sem eru þeirra sjálfsögðu réttindi sem hluti af ís- lenskri þjóð.‘ Soffía Vagnsdóttir Höfundur er í bæjarstjórn og bæjarráði Bolungarvíkur. hans sem sem ekki sitt á orð- why fix it“ íslensku, sem ekki Því ætti ekki að breyta stefnu í gengismálum á Íslandi. Kouri komst að sömu niðurstöðu í sínu erindi, hann sagði að hér á landi væru margir frumkvöðlar og að Íslendingar ættu að halda áfram á sömu braut í alþjóðlega fjármála- heiminum. na að laga i er brotið? Morgunblaðið/ÞÖK , forstöðumaður Hagfræðistofnunar, og Robert ahafi í hagfræði, voru á ráðstefnunni. Frederic Mishkin háskólaprófessor. FYRIRKOMULAG gengismála á Ís- landi – Horft til framtíðar er heiti árs- skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fyrir árið 2005. Í skýrslunni eru tíndir til þeir möguleikar sem fyr- ir liggja hvað gengisstefnu varðar; myntráð, einhliða fastgengi, dollara- eða evruvæðing, tvíhliða fastgengi, myntbandalag eða fljótandi gengi sem er núverandi fyrirkomulag ásamt verðbólgumarkmiði. Kostir og gallar hvers möguleika fyrir sig eru metnir og er komist að þeirri niðurstöðu að aðeins tveir þeirra komi til greina, að taka þátt í evrópska myntsamstarfinu, sem hefði í för með sér inngöngu í Evrópubandalagið og upptöku evru, eða að halda núverandi fyrirkomu- lagi. Kostir og gallar þessara tveggja leiða eru síðan skoðaðir enn frekar út frá nokkrum þáttum. Upptaka evrunnar jákvæð fyrir samkeppnisatvinnuvegina Hvað varðar fjármálakerfið og fjár- málalegan stöðugleika er niðurstaða skýrslunnar sú að bæði innganga í myntbandalag og fljótandi gengi skapi meiri fjármálalegan stöðugleika en kerfi sjálfstæðs gjaldmiðils með fast gengi. Því er í raun ekki gert upp á milli þessara tveggja möguleika. Hvað samkeppnisatvinnuvegi og þá helst útflutning varðar myndi upp- taka evru leiða til þess að kostnaður við erlend viðskipti kæmi til með að minnka en mörg útflutnings- og sprotafyrirtæki hafa kvartað sáran vegna sterkrar krónu. Segir í skýrsl- unni að á heildina litið myndi upptaka evru sennilega hafa hvað jákvæðust áhrif fyrir samkeppnisatvinnuvegina. Að sömu niðurstöður er komist þegar litið er til alþjóðaviðskipta sem myndu líklega aukast ef evra yrði tekin upp. Það sama mætti segja um erlendar fjárfestingar. Hvað íslenskan vinnumarkað varð- ar segir að ekki sé víst að hann sé nægilega sveigjanlegur til þess að ráðlegt geti talist fyrir Ísland að af- sala sér stjórn peningamála en sveigj- anlegur vinnumarkaður er æskilegur því þá hafi þjóðhagslegir hnykkir, bæði jákvæðir og neikvæðir, minni áhrif á atvinnu og framleiðslu en ella. Því er ekki mælt með myntbandalagi út frá sjónarmiðum vinnumarkaðar- ins. Þá er ekki mælt með því að Ísland gangi í myntsamstarf Evrópuþjóð- anna út frá hagstjórnarlegum sjón- armiðum. Núverandi stefna hin rétta Meginniðurstaða skýrslunnar er því sú að þar sem Ísland sé lítið hagkerfi skipti hagstjórn okkur miklu máli. Ís- lendingum sé því betur borgið með núverandi fyrirkomulagi í geng- ismálum en með því að taka upp fast- gengisstefnu og ganga í evrópska myntsamstarfið. Til að styrkja núverandi fyr- irkomulag enn frekar er lagt til í skýrslunni að samráð verði aukið á milli þeirra sem fara með stjórn pen- ingamála og þeirra sem fara með fjár- mál ríkisins til að efla stuðning fjár- málastjórnarinnar við peningamálastjórnina. Við slíkt sam- starf verði þó ávallt að hafa sjálfstæði Seðlabankans í huga. Einnig er lagt til að tekin verði upp fjármálaregla þar sem útgjöld hins opinbera yrðu látin vaxa um sem nemur lang- tímavöxtum framleiðni íslenska hag- kerfisins. Þannig yrði hið opinbera rekið með halla í kreppu en afgangi í góðæri og það myndi hemja hagsveifl- una. Styrkja þarf Seðla- bankann tanda en vildi minna á að oft hefði lítil loðna veiðst í janúar þó að mun fleiri skip hefðu þá verið við veiðarnar. Slæmt tíðarfar frá áramót- um lengst af hefði hamlað eðlilegri loðnuleit en þó væru menn bjartsýnir. Um borð í Árna Friðrikssyni RE er 14 manna áhöfn en leiðangursmenn Hafrann- óknastofnunar eru sjö. Árna Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson klárt er skipið lagði af stað til loðnuleitar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.