Morgunblaðið - 27.01.2006, Page 33

Morgunblaðið - 27.01.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 33 UMRÆÐAN Glænýr Saab 9-3 línan frá SAAB hefur slegið í gegn á Íslandi. Við kynnum nú kröftugri meðlim fjölskyldunnar: SAAB 9-3 Turbo. Kraftmeiri, sjálfskiptur og á ótrúlega skynsamlegu verði. Prófaðu SAAB 9-3 Turbo í dag. Beinskiptur SAAB 9-3 á 2.290.000 kr. er upp- seldur eins og er. Erum að bæta á biðlistann. Öruggasti bíllinn í sínum flokki ár eftir ár og sérstaklega hannaður fyrir skandinavískar aðstæður. Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00r f í i i .i i : f t kl. : : lau ar a a kl. : :00 Fyrir enn lengra komna 2.790.000,-* * Skynsemin hefur aldrei verið skemmtilegri. FYRIR sextíu og einu ári, í janúar 1945, voru Ausch- witz-fangabúðirnar „frels- aðar“. Sífellt fækkar þeim eftirlifendum sem voru sjón- arvottar að þessum atburði og þess er ekki langt að bíða að enginn verði til frásagnar. Í augum sumra er Ausch- witz söguleg staðreynd, sannkallað tákn hryllings – en í augum annarra er nafn- ið ópersónulegt viðfangsefni fræðimanna. Það eru líka til efasemdarmenn sem draga í efa fjölda hinna myrtu eða jafnvel efast um tilvist gas- klefanna og gefa í skyn að Auschwitz hafi verið venju- legar vinnubúðir þar sem fangar hafi látist eðlilegum dauðdaga. Auschwitz var í raun vefur fangabúða. Í aðalbúðunum voru fangar pyntaðir, þeir sættu til- raunum í svokölluðu vísindaskyni eða voru teknir af lífi. Lang- flestum var hins vegar þrælað til dauða í nálægum iðnverum. Auschwitz-Birkenau-búðirnar, nokkrum kílómetrum frá aðalbúð- unum, voru hins vegar hreinar út- rýmingarbúðir. Þær voru enda- stöð lesta sem fluttu milljónir manna alls staðar að úr Evrópu á áfangastað. Skelfingu lostnum föngum var hópað saman og örlög þeirra ákveðin á svipstundu með því að smella fingri. Þeir sem lentu „vitlausu“ megin höfðu ekki grun um hvað biði þeirra. Á hverju kvöldi umbreyttust þús- undir manna í reyk og ösku eftir að hafa verið smalað inn í gas- klefa við hlið brennsluofna. Ve- sældarlegar verur í mannsmynd fylgdust með kvölum hinna dauða- dæmdu í gegnum gægjugöt. En þeir sem leiddir voru í burtu frá gasklefunum voru ekki hólpnir – þeir fengu aðeins gálgafrest. Þeir voru sviptir mannlegri reisn, afklæddir, rakaðir frá höfði og niður í tær, klæddir í þunn nátt- föt, barðir, pyntaðir, sveltir, taldir og endurtaldir. Ef fullkomin nið- urlæging er til, þá er þetta hún. Örskömmu eftir komuna fylltust fangarnir skelfingu þegar þeir átt- uðu sig á því hvers vegna logar og reykur stigu til himins. Það er hægt að telja hina myrtu en það er ekki hægt að mæla ógn í sál- inni. Enn frekari flokkun tók við. Vinnufært fullorðið fólk var skilið frá, húðflúrað og flutt í vinnubúðir hvarvetna á yfirráðasvæði nasista. Þeir sem urðu eftir vissu að þeirra beið aðeins eitt þegar vinnuþrek þeirra þraut. Það var Auschwitz- Birkenau; djöfulleg uppfinning mannlegs hugvits. Nasistar sprengdu þau mann- virki í loft upp sem notuð voru til útrýmingar þegar þeir áttuðu sig á því að endalokin voru nærri. Það er athyglisvert að „herraþjóðin“ skyldi vera svo meðvituð um hve viðurstyggilegar aðgerðir hennar voru, að hún hafi reynt að hylma yfir umfang glæpanna. Í janúar 1945 voru þeir fangar sem voru enn gangfærir reknir í svokallaðar dauðagöngur en hinir skotnir til bana. En varnir Þjóðverja á aust- urvígstöðvunum hrundu fyrr en ætlað var svo ekki var tími til að framfylgja dauðadómnum yfir þeim sem eftir voru. Af þeim sökum lifðu þeir, sem ekki létust úr kulda, sjúkdómum og hungri, það að verða vitni að komu Rauða hersins. Við skulum ekki fagna of fljótt. Enginn flýtti sér til að frelsa Auschwitz eða nokkrar aðrar nauðungarbúðir. Sov- étmönnum var nauðugur einn kostur að berjast og sigra heri nasista eða gjalda afhroð ella. Sovétmenn sóttu fram og breyttu landamær- um Evrópu og hnepptu aust- urhluta Evrópu í ánauð, komu á einræði kommúnista og stofnuðu fangelsi fyrir óæskilega borgara. Þeir komu á fót nýjum gúlögum að sovéskum hætti þar sem milljónir létu lífið. Frelsun Auschwitz fylgdi í kjölfar þessa sem tilviljanakennd aukaafurð. Raunar gerðu vestrænu ríkin á meðal bandamanna hvorki breytingar á hern- aðaráætlunum sínum til að hraða frelsun búðanna né reyndu þau að hægja á útrýmingunni. Það er almennt viðurkennt að bæði bandamenn og Sovétmenn hafi vit- að um tilgang og tækni glæpa nas- ista en samt þótti ekki einu sinni svara kostnaði að gera loftárásir á járnbrautarteinana sem notaðir voru til að leiða fólk til slátrunar. Ætla hefði mátt að mannkynið myndi læra af reynslu síðari heimsstyrjaldarinnar. Engu að síður hafa milljónir saklausra karla, kvenna og barna mátt þola þrælkun, pyntingar og morð síðan 1945. Markmiðið: Að halda eða ná völdum í nafni þjóðernis, stéttar, trúar eða hverrar annarrar „virtr- ar“ hugmyndafræði eða áætlana. Þar að auki virðist allt morandi af ofsatrúarmönnum sem opinberlega hvetja til dauða heiðingja. Á með- an ræða virðulegir herrar og frúr í þægilegum fundarsölum í hæfi- legri fjarlægð um hvort tiltekin mál flokkist undir þjóðarmorð eð- ur ei. Þegar við minnumst Auschwitz ber okkur að hafa í huga að frels- un búðanna kom alltof seint fyrir langstærstan hluta fanganna sem þær hýstu. Ógn í sálinni – Auschwitz minnst Tom Luke var fangi í nauðungarbúðum frá 1942 til 1945 og var sjálfur fórnarlamb og vitni að þeim atburðum sem lýst er í greininni ’Það er hægt að teljahina myrtu en það er ekki hægt að mæla ógn í sál- inni. ‘ Frá Auschwitz – Í dag, 27. janúar, er alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba helfararinnar. Höfundur er fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, fæddur í Tékk- landi en er nú ástralskur ríkisborgari. HVER á þennan Guð sem svo oft er flíkað? Hvers vegna má bara blessa hjónaband gagnkyn- hneigðra fyrir augliti Guðs en ekki sam- kynhneigðra? Hver segir að hann Guð sé andsnúinn því að hugsa fallega um samkynhneigð hjón? „Hjónabandið er hinn ævaforni rammi utan um æxlunarhlutverk mannsins“ skrifaði ein sómakona í Morg- unblaðið um helgina. Má vera en ég tel að í nútímanum sé hjónabandinu ætlað enn stærra hlutverk en það. Í Biblíunni má lesa sér til um fjölkvæni, hjónaband eins karl- manns og margra kvenna, þó að ekki sé það leyfilegt í dag. Hvers vegna það? Má vera að það henti ekki í nútímaþjóð- félagi. Hlutverk hjónabandsins er ekki síður að halda uppi aga og reglu hjá mann- fólkinu. Þú skalt elska þinn eig- inmann/þína eiginkonu og ekki hafa annan/aðra á meðan. Þú skalt bera ábyrgð á viðkomandi og hugsa fallega um hann í blíðu sem stríðu allt þar til yfir lýkur. Þetta er falleg hugsun, svona sér náttúr- an um sig, við sjáum með þessu móti um hvort annað, berum á ein- hvern hátt ábyrgð hvort á öðru sem og okkar niðjum umfram aðr- ar manneskjur. Regluverk stórfjöl- skyldunnar er vissulega veikara í dag en það var á árum áður og hjónabandið og ábyrgðin sem á því hvílir kannski þeim mun mikilvæg- ara. Sem betur fer er margt breytt í dag miðað við hvernig heimurinn var þegar Biblían var rituð. Ef við tökum bara stöðu konunnar sem dæmi þá var það t.a.m. ekki henn- ar hlutverk að koma fram op- inberlega, væri ég uppi þá en ekki nú sæti ég ekki við skriftir heldur eftirléti Grími, eiginmanni mínum, það verk enda hann höfuð fjöl- skyldunnar. Í Mattheusarguðspjalli segir „hafið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: „Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður.“ Þannig eru þau ekki framar tvö, heldur einn maður.“ Þarna er vissulega ekki verið að tala um að konur giftist konum og menn mönnum en þarna er verið að segja að þau hjónin verði einn maður. Og í þá daga þýddi það bara það að konan varð undirgefin sínum manni. Hann réð, hún hlýddi. Viljum við það líka í dag? Í þá daga skyldu menn ekki stjórnast af hvötum heldur eingöngu af praktík. Til að við- halda mannkyninu … í orði … en auðvitað ekki í verki. Auðvitað elskaði fólk þá …líkt og nú … en það mátti bara ekki hafa orð á því. Þess vegna var hjónabandið viðhalds- fyrirtæki, í orði en ekki í verki. Í dag tel ég hjóna- bandið ekki síður tæki fullkomnunar. Tæki til að full- komna samband tveggja ein- staklinga sem lofa að vera trúir, lofa að gæta og styðja þegar á móti blæs og gleðjast með þegar allt gengur í haginn. Og þetta fer fram fyrir augliti Guðs, fyrir þá sem á hann trúa. Og ég trúi að Guð sé þannig inn- rættur að hann vilji öllum mönn- um á jörðinni vel. Hann er hinn al- máttugi sem öllu ræður og hann innrætir ekki hatur í brjóst okkar, óréttlæti eða mannvonsku. Hann leiðir okkur að sannleikanum ef við hleypum honum að. Þegar við sleppum, þegar við leyfum honum að stjórna, þá verður hans vilji. Og hans vilji er að mennirnir séu jafn- ir. Þess vegna trúi ég að það sé ekki vilji Guðs að við meinum sam- kynhneigðum að fá blessun hans fyrir hjónabandi sínu. Að þeir samkynhneigðu strákar og stelpur sem þess óska fá ekki að upplifa þessa fullkomnun á loforðinu sem við gefum hvort öðru. Þær eru margar hefðirnar sem við höfum kosið að láta víkja vegna skynsem- innar, þessi á að vera ein þeirra. Hver á þennan Guð? Helga Vala Helgadóttir fjallar um guðstrú og hjónabandið Helga Vala Helgadóttir ’Þær eru marg-ar hefðirnar sem við höfum kosið að láta víkja vegna skynsem- innar, þessi á að vera ein þeirra.‘ Höfundur er laganemi við HR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.