Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.01.2006, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín PétrúnJónsdóttir fædd- ist á Kjalveg 26. júlí 1929. Hún lést á St Franciskusspítalan- um í Stykkishólmi 19. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Kristín Pétursdóttir, f. 10. maí 1885, d. 5. júlí 1978 og Jón Þorleif- ur Jóhannesson, f. 25. mars 1885, d. 24. febrúar 1971. Systk- ini Kristínar voru: Guðrún, f. 4. desember 1912, d. 24. maí 1996, maður hennar var Sig- urður Snædal Júlíusson og áttu þau þrjá syni, og Jóhannes, f. 9. nóvember 1915, d. 22. mars 1997. Hinn 5. nóvember 1949 giftist Kristín Guðjóni Ottó Bjarnasyni frá Böðvarsholti í Staðarsveit, f. 18. október 1917. Foreldrar Guð- jóns voru Bjarnveig K. Vigfús- dóttir, f. 3. október 1885, d. 18. júlí 1956 og Bjarni Nikulásson, f. 20. september 1881, d. 5. júní 1967. Börn Kristínar og Guðjóns eru: 1) Kristín Jóna Guðjónsdóttir, f. 25. mars 1951, maki Gunnar H. Hauksson, f. 29. október 1946. Börn þeirra eru: a) Kristín Pét- rún, f. 30. desember 1969, maki Garðar Sigurmon Guðmundsson, f. 21. ágúst 1966, synir þeirra eru Guðmundur Gunnar, f. 15. októ- ber 1991, og Hilmir Hrafn, f. 19. ágúst 1999. b) Matthías Páll, f. 4. apríl 1978, sam- býliskona Kristín Helga Guðjónsdótt- ir, f. 11. september 1981, sonur þeirra er Sindri Snær, f. 8. maí 2001. c) Elín Guðný, f. 6. mars 1983. 2) Bjarni Guð- jónsson, f. 17. ágúst 1955, maki Bjarney Guðmundsdóttir, f. 22. maí 1955. Synir þeirra eru Guðjón Ottó, f. 23. mars 1977, og Guð- mundur Sævin, f. 9. apríl 1983, unnusta Sara Kristjánsdóttir, f. 18. ágúst 1986. 3) Jóhann Pétur Guðjónsson, f. 28. september 1959, maki Þórey Kjartansdóttir, f. 2. apríl 1960. Synir þeirra eru Kjartan Már, f. 24. október 1985, og Jón Bjarni, f. 26. september 1987. Kristín lauk gagnfræðaprófi frá Ingimarsskóla í Reykjavík vorið 1947 og húsmæðraskóla- prófi frá Húsmæðraskólanum að Löngumýri í Skagafirði vorið 1949. Kristín Pétrún var lengst af heimavinnandi húsmóðir, en vann einnig við fiskvinnslustörf. Útför Kristínar Pétrúnar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Ingjaldshóls- kirkjugarði. Hinn 19. janúar síðastliðinn kvaddi elskuleg tengdamóðir mín, Kristín Jónsdóttir, þennan heim. Hún hafði átt við erfið veikindi að stríða í nokkurn tíma og var sjálf- sagt hvíldinni fegin. Ég í sjálfselsku minni hefði viljað fá að hafa hana lengur hjá okkur, en minn vilji má síns lítils gagnvart máttarvöldunum. Það var árið 1976 sem ég kom inn í fjölskylduna að Ennisbraut 18 í Ólafsvík. Þá var feimin ung stúlka að koma í sína fyrstu heimsókn til tilvonandi tengdafólks. Þar tók á móti mér hún Didda og bauð mig velkomna með svo indælu viðmóti að öll feimni hvarf sem dögg fyrir sólu. Svona var hún Didda, og betri tengdamóður var ekki hægt að hugsa sér. Ávallt tilbúin að gera allt það sem hún gat fyrir aðra. Hún var snilldar saumakona og það var ófá flíkin sem hún saumaði, bæði fyrir fjölskylduna og aðra. Það voru ekki síst barnabörnin sem nutu góðs af saumaskapnum. Nú er ég sit hér og set hugsanir mínar á blað, þjóta hjá ótal ljúfar minningar. Minningar sem gott er að ylja sér við. Allar heimsóknirnar til Ólafsvíkur eftir að við fluttum suður. Í þeim heimsóknum vorum við dekruð og máttum helst ekkert gera. Ferðalagið skemmtilega aust- ur á firði árið 1998, og svo auðvitað heimsóknir þeirra Diddu og Guðjóns til okkar í Hafnarfjörðinn þó svo að þær heimsóknir hefðu mátt vera miklu fleiri. Guðjón minn, Jóna, Bjarni og Jóhann, þið sjáið nú á eftir elskulegri eiginkonu og móður og er missir ykkar mikill. Ég votta ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Didda mín, ég þakka þér fyrir okkar góðu kynni í 30 ár, kynni sem aldrei hefur borið á minnsta skugga. Guð geymi þig. Bjarney. Hún amma mín, Kristín Pétrún Jónsdóttir, hefur kvatt þennan heim. Hún var yngst þriggja systkina frá Kjalveg og hvílir nú þar sem hún getur horft heim á æskuheimilið. Það voru ófáar ferðir sem ég fór með henni að vitja æskustöðvanna og fékk þá að heyra ýmsar sögur frá því hún var lítil stúlka og gekk í skóla á Sandi en þangað var töluverður spotti að ganga frá Kjalveg. Hún var stundum send að þrífa kirkjuna að Ingjaldshóli og oftar en ekki var kirkjugólfið notað sem dansgólf og kústurinn sem dansherra. Hún kynntist honum Guðjóni sínum snemma á lífsleiðinni og færði hon- um mysu að drekka meðan hann plægði fyrir langafa minn. Hún fór til Reykjavíkur og gekk í Ingimars- skóla og hélt þaðan í Húsmæðra- skólann að Löngumýri en alltaf var afi hinn rólegasti og beið eftir ástinni sinni, henni ömmu. Ég spurði ömmu að því eitt sinn er ég var að velta því fyrir mér hvað þau hefðu þekkst lengi, hvort hún elskaði afa jafn mik- ið og þegar hún hitti hann fyrst og hún svaraði um hæl „Nei, ég elska hann miklu meira.“ Hvíldarstundir ömmu voru ekki margar því henni féll sjaldan verk úr hendi en þegar þær gáfust settist hún á beddann sinn, hlustaði á músík og reri í takt. Hún var rétt orðin fertug er ég fæddist og fram á fullorðinsár var ég mikið hjá henni og afa. Amma var mikil saumakona og saumaði á mig ófáa kjólana og grímubúningana. Ég vil þakka þér, elsku amma mín, fyrir að hlýja hendur mínar er ég skreið upp í rúm til þín snemma morguns er aðrir héldu til vinnu, ég vil þakka fyrir kleinuhringina og pönnukökurnar, ég vil þakka þér fyrir að þú kenndir mér að lesa, sauma, prjóna og hekla. Ég vil þakka þér fyrir öll símtölin sem við áttum þegar ég gætti yngri systkina minna því þú vissir hvað ég var myrkfælin. Ég vil þakka þér fyrir að hafa gætt drengjanna minna, þeirra Guðmundar Gunnars og Hilmis Hrafns, en umfram allt vil ég þakka Guði fyrir að ég skyldi hafa verið það heppin að eiga þig fyrir ÖMMU. Bið ég nú þann Guð sem vísaði mér til þín að gæta þín vel. Þín Pétrún. Elsku besta amma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Amma mín hún Didda var alltaf svo góð og tók á móti mér þegar ég var búinn í skólanum og átti alltaf til franskar eða Doritos og kók. Síðan fékk ég brúnköku ef hún var til. Við spiluðum mikið, fyrst til að stytta mér stundir en núna hin síðari ár var það til að stytta henni stundir. Þinn Guðmundur Gunnar. Elsku amma Didda. Nú ertu farin frá okkur og komin til hennar mömmu þinnar þangað sem þú vildir fara á þínum síðustu ævidögum. Ég er viss um að þú hafir það gott þarna hinum megin og sért fallegur hvítur engill sem verndar okkur hin. Þín síðustu orð til mín voru að þú baðst mig um að fara með þig og mikið langaði mig þá til þess að fara með þig hvert sem þú vildir. Ég á margar fallegar og góðar minningar um þig, amma mín, sem ég mun aldrei gleyma, til dæmis þegar ég var að koma á Ennisbraut- ina í hádeginu þegar ég var í skól- anum og alltaf eldaðir þú fyrir mig það sem mig langaði í og stundum fékk ég franskar hjá þér sem þú steiktir í potti og mér fannst það svo skrítið því mamma steikti þær alltaf í ofninum og svo fékk ég brúnköku- sneið á eftir, af bestu ömmubrún- köku í heimi. Einnig man ég eftir því þegar við vorum hjá þér og afa á jól- unum öll fjölskyldan og síðan síðar meir á jóladag og þá fylgdist ég spennt með þér setja frómasinn í skálarnar því ég var að reyna að sjá í hvaða skál mandlan færi, mig lang- aði alltaf svo að vinna möndlugjöf- ina. Þú varst alltaf svo góð og skemmtilegt og gott að koma til þín og afa. Elsku amma, ég mun alltaf minn- ast þín og ég mun passa hann afa fyrir þig. Þín Elín Guðný. Nú er lífsins leiðir skilja lokið þinni göngu hér á jörð flyt ég þér af hljóðu hjarta hinstu kveðju og þakkargjörð. Gegnum árin okkar björtu átti ég þig í gleði og þraut umhyggju sem aldrei gleymist ávallt lést mér falla í skaut. (Ók. höf.) Af elsku þinni öllum vildir gefa svo örlát, hlý og hjartahrein varst þú, til að hugga og sorgir manna að sefa þú sóttir styrk í þína barnatrú. Þó hafir þú nú hrundið þínu fleyi híft upp segl og kvatt okkur um stund. Við hittumst öll á hinum æðsta degi er höldum við á Drottins okkar fund. (L.M.) Innilegar samúðarkveðjur, elsku Guðjón og fjölskylda, Álfheiður, Sævar og fjölskylda. Ég man vel eftir því, þrátt fyrir ungan aldur, þegar hann Guðjón föð- urbróðir minn kvæntist Kristínu Jónsdóttur, henni Diddu, eins og hún var jafnan kölluð, sem nú hefur kvatt okkur sem eftir lifum. Guðjón hafði verið til heimilis hjá foreldrum mínum á Borg í Ólafsvík. Hann var bæði góður frændi og vinur okkar barnanna og í raun hluti af fjölskyld- unni. Það urðu því umskipti fyrir okkur systkinin þegar Didda kom inn í líf Guðjóns og hann stofnaði sitt eigið heimili. Frá fyrstu kynnum urðum við Didda miklir mátar enda var mikill samgangur milli heimila bræðranna frá Böðvarsholti, sem báðir höfðu sest að í Ólafsvík sem þá var í örum vexti. Didda var sérstak- lega glaðlynd, hafði einstaklega prúða framgöngu og hún laðaði börnin að sér með ljúfmannlegu við- móti. Þannig var hún gagnvart öllum sem áttu samleið með henni. Það var mikið jafnræði með þeim hjónum Guðjóni og Diddu og þau bjuggu börnum sínum fallegt heimili við Ennisbrautina í Ólafsvík. Þegar ég rifja upp kynni mín af Diddu er það allt samofið nánu sambandi mínu við Guðjón frænda minn. Heimsóknir til þeirra og margvísleg samskipti styrktu bönd ættrækni og vináttu. Það lýsti Diddu vel öll umhyggjan sem hún sýndi foreldrum sínum öldruðum og Jóhannesi bróður sín- um eftir að heilsa hans brást. Þau bjuggu í sama húsi og nutu hjálpar og umönnunar eins og á hjúkrunar- heimili væri. Didda vann árum sam- an hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur við fiskvinnslustörf. Þar naut hún sín við matvælaframleiðslu, vandvirk og örugg í hverju verki. Þar hitti ég hana að störfum þegar ég kom sem stjórnmálamaður í vinnustaðaheim- sókn. Tók hún mér jafn vel og þegar ég kom til hennar sem barn og ung- lingur og fékk mjólk og kleinur við eldhúsborðið hjá henni. Hún gerði ekki mannamun, spurði stjórnmála- manninn áleitinna spurninga og ætl- aðist til þess að fá heiðarleg svör um málefni líðandi stundar. Það kom skýrt fram í samtölum við hana að hún treysti á hið góða í fari manna og ætlaðist til þess að orð manna stæðu. Síðast þegar ég kom til hennar og Guðjóns á dvalarheimilið að Jaðri fór ekki á milli mála að hún þurfti á því góða skjóli að halda sem hún naut á dvalarheimilinu. Og heilsa hennar og styrkur var ekki svo sem áður var. Hún var samt með allan hugann við gamla heimilið þeirra Guðjóns og var á leið þangað strax og heilsa þeirra batnaði. En hún lagði fyrr en vænst var upp í sína hinstu för. Með þessum línum vil ég minnast Kristínar Petrúnar með virðingu og þakklæti og sendi Guðjóni og fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur. Sturla Böðvarsson. Við viljum með fáum orðum minn- ast góðrar vinkonu og þakka henni að leiðarlokum fyrir áralanga vin- áttu og tryggð. Við Didda, eins og hún var alltaf kölluð, höfum þekkst í meira en hálfa öld, eða frá því að hún giftist Guðjóni frænda mínum og tengdist þannig fjölskyldu minni. Mikill sam- gangur og vinátta var á milli heimilis þeirra og foreldra minna á meðan þau bjuggu í Ólafsvík. Eftir að for- eldrar mínir fluttust til Reykjavíkur áttu þau sitt annað heimili í Ólafsvík hjá Diddu og Guðjóni. Margar voru ferðirnar farnar til Ólafsvíkur og alltaf fyrst komið við á Ennisbraut- inni, þar sem Didda beið með mat eða aðrar góðgerðir. Þetta góða og nána samband hélst líka við börnin þeirra þrjú og fjölskyldur þeirra. Við Guttormur minnumst allra skemmtilegu og góðu stundanna hjá þeim Diddu og Guðjóni á Ennis- brautinni. Eftir að farsíminn kom til sögunnar og Didda vissi að von væri á okkur vestur hringdi hún yfirleitt til okkar á leiðinni til að vita hvar við værum stödd, og til þess að athuga hvort ekki væri tímabært að setja steikina í ofninn. Mest þykir okkur samt vænt um vináttu og tryggð þeirra beggja og barnanna þeirra. Kæru vinir, Guðjón, Jóna, Bjarni, Jóhann Pétur og fjölskyldur. Við vottum ykkur innilegustu samúð okkar. Blessuð sé minning góðrar konu. Guðrún Guðbrandsdóttir og Guttormur Þormar. Í dag er kvödd hinstu kveðju frá Ólafsvíkurkirkju hún Kristín Pétrún Jónsdóttir, eða Didda eins og hún var ætíð kölluð. Kynni okkar eru orðin löng eða frá því ég var lítil stúlka í Böðvarsholti, hún var gift föðurbróðir mínum, honum Guðjóni. Minningar mínar um Diddu eru bjartar og fallegar, fullar af um- hyggju og góðsemi við allt og alla. Frá því að ég man eftir mér komu þau reglulega í heimsókn til foreldra minna í Hlíðarholt, yfirleitt var það á sunnudögum eins og títt var í þá daga. Mér er minnisstæð öll sú virð- ing og væntumþykja sem var á milli foreldra minna og Guðjóns og Diddu sem haldist hefur alla tíð. Þarna mynduðust þau ættar- og vinabönd sem varað hafa æ síðan á milli okkar og ekki síður við börn þeirra og þá sérstaklega á milli okkar Jónu. Á heimili þeirra Diddu og Guðjóns var gott að koma, fyrst á Þórshamri og síðan að Ennisbraut 18, þar sem þau bjuggu lengstan hluta af sínum búskap. Didda var með afbrigðum myndarleg húsmóðir, bæði í matar- gerð og ekki síður í handavinnu. Það lék allt í höndunum á henni, enda var hún eftirsótt til saumaskapar og eft- ir að börnin voru komin af höndum fór hún að taka að sér saumaskap og hafði af því smá vinnu. Didda hafði unun af blómarækt og fannst mér alltaf gaman að fylgjast með hvað blómin í stofugluggunum hjá henni voru falleg. Þegar ég fór fyrst að heiman í vinnu til Ólafsvíkur var auðsótt mál að fá að vera hjá þeim á Ennisbrautinni, þó svo að ég þyrfti að deila herbergi með Jónu. Þetta var haustið 1965 og var ég hjá þeim í fjóra mánuði. Á þessum tíma saum- aði Didda á mig kjól úr grænu efni og gerði hún blóm úr rústrauðu flaueli sem hún setti í barminn. Þetta var minn fyrsti sparikjóll eftir að ég komst á unglingsár. Oft eftir að ég fór að búa aðstoðaði Didda mig við saumaskap. Alltaf var gott að koma til þeirra hjóna, Diddu og Guð- jóns. Didda var fróð um menn og málefni, vel lesin og ættfróð og Guð- jón með sinn skemmtilega húmor og hnyttnu tilsvör. Hjá þeim hjónum fann maður sig alltaf velkominn og eigum við Jón og börnin okkar öll ljúfar minningar sem hér eru þakk- aðar. Síðustu tvö árin hafa verið Diddu minni erfið sökum veikinda hennar, en nú er hún laus frá þeirri þraut. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Guðjón, Jóna, Bjarni, Jó- hann og fjölskyldur, megi Guð vaka yfir ykkur og veita ykkur styrk á þessari erfiðu kveðjustund. Elsku Didda, hafðu þökk fyrir allt og guð geymi þig. Gréta. KRISTÍN PÉTRÚN JÓNSDÓTTIR Elsku amma lang. Nú ert þú orðin engill á himninum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þinn Hilmir Hrafn. HINSTA KVEÐJA Elskuleg móðir okkar, DAGBJÖRT SIGURÐARDÓTTIR, Tjösvollvegen 33, Aakrehamn, Noregi, lést 20. desember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Valgerður Bagley, Magnús Óskarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.