Morgunblaðið - 27.01.2006, Page 44

Morgunblaðið - 27.01.2006, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ á Hellissand Upplýsingar gefa Bryndís og Ólöf í síma 569 1116 Atvinnuauglýsingar Kranamaður óskast Réttindi og reynsla æskileg. Mikil vinna, góð laun. Upplýsingar gefur Logi í síma 898 5369. Hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands Seðlabanki Íslands auglýsir laust til umsóknar starf hagfræðings á hagfræðisviði. Hagfræðisvið annast rannsóknir og greiningu á þróun efnahags- og peningamála, gerir þjóðhags- og verðbólguspár og tekur þátt í mótun stefnunnar í peningamálum. Hagfræðisvið hefur m.a. umsjón með útgáfu Peningamála og ensku útgáfu þess Monetary Bulletin. Verkefni hagfræðingsins verða m.a.:  Að fylgjast með framvindu efnahagsmála, greina gögn og skrifa um niðurstöður.  Tilfallandi rannsóknarverkefni og ráðgjöf á sviði þjóðhagfræði.  Þátttaka í öðrum verkefnum hagfræðisviðs eftir atvikum. Áskilið er a.m.k. meistarapróf í þjóðhagfræði og lögð er áhersla á að umsækjandi hafi þekkingu og áhuga á efnahagsmálum. Umsækjandi þarf að hafa gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði íslensku og ensku, og hæfileika til að setja fram fræðilegt efni á skýran hátt. Auk þekkingar á hefðbundnum hugbúnaði væri það kostur ef umsækjandi hefði góða þekkingu á notkun hugbúnaðar til tölfræðigreiningar og hagmælinga. Umsækjandi þarf að hafa góða samskipta- hæfileika og vera reiðubúinn til hópvinnu af ýmsu tagi. Upplýsingar um starfið veitir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur, í síma 569 9600. Umsóknum skal skilað fyrir 1. febrúar 2006 til starfsmannastjóra Seðlabanka Íslands. Seðlabanki Íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík, sími 569 9600. Raðauglýsingar 569 1100 FRÉTTIR Skagaströnd | Róbert Harðarson, alþjóðlegur meistari í skák, er þessa dagana á Skagaströnd til að kenna nemendum Höfðaskóla að tefla. Stendur skákátakið vikuna 23.–28. janúar en á þeim tíma fer Róbert tvisvar til þrisvar inn í hvern bekk skólans og kennir skáklistina. Alla dagana er síðan boðið upp á fjöltefli við Róbert síð- degis eftir að skóla lýkur. Þar er öllum velkomið að spreyta sig. Áhugi krakkanna er það mikill að Róbert hefur þurft að skipta fjöl- teflinu í tvo flokka vegna vandræða með pláss í stofunni þar sem teflt er. Fyrirhugað er að Róbert tefli op- inbert fjöltefli eftir hádegi á föstu- dag þar sem allir eru velkomnir, fullorðnir ekki síður en börn. Eftir helgina er svo von á stórmeist- aranum Henrik Danielsen úr skák- félaginu Hróknum til að slá botn- inn í þessa skákviku með því að tefla fjöltefli á Skagaströnd við þá sem það vilja. Styrktaraðilar skákvikunnar á Skagaströnd eru Fisk Seafood hf., Landsbanki Íslands og Marska ehf. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Áhuginn skein úr andlitum barnanna á Skagaströnd þar sem þau biðu í of- væni eftir að fá að tefla við Róbert Harðarson skákmeistara. Skákvika í Höfðaskóla Mistök við birtingu verðkönnunar ÞAU mistök urðu hjá ASÍ við birtingu á vörukörfu úr verðkönn- un sl. mánudag að aðeins var reiknuð inn ein dós af Skyr.is með bláberjum 170 grömm hjá Kaskó, en tvær dósir voru í körfunni hjá öðrum verslunum. Þetta breytir heildarverði körf- unnar þannig að vörukarfan er næstódýrust hjá Krónunni kr. 3.479, þá kemur Kaskó, þar sem karfan kostar kr. 3.543. Karfan var ódýrust hjá Bónus, 3.286 krónur. LEIÐRÉTT UNDANFARNA mánuði hefur Kraftur, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur selt armbönd í fjáröflunarskyni. Hvert armband kostar 500 krónur og rennur ágóðinn óskiptur til að efla starfsemi Krafts. Flugvélar Iceland Express voru fyrsti sölustaður armbandanna og 23. janúar, var afrakstur af sölu armbandanna á síðasta ári afhentur. Á myndinni er Lísa Ólafsdóttir hjá Iceland Express að afhenda Steinunni Björk Ragnarsdóttur, for- manni Krafts söfnunarféð. Með þeim á myndinni er Brynja Árna- dóttir, fjögurra ára dóttir Stein- unnar. Afrakstur armbandasölu afhentur LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar þriðjudaginn 24. janúar um kl. 17. Þar rákust á tveir fólksbílar, rauð- ur Peugeot og hvítur Suzuki, sem báðum var ekið austur Miklubraut og beygt áleiðis norður Kringlumýr- arbraut. Ökumenn greinir á um að- draganda óhappsins. Þeir sem upp- lýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa sam- band við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum FRJÁLSLYNDI flokkurinn telur að ýmsu að hyggja varðandi frekari upp- byggingu stóriðju hér á landi. Taka þurfi m.a. tillit til náttúru, landnytja og mengunar. „Miðstjórn Frjálslynda flokksins telur að gaumgæfa beri mjög vel fyr- irhugaðar virkjanir eða áformaðan vöxt áliðnaðar á Íslandi. Frekari upp- bygging stóriðju er vandasamt verk og taka ber fullt tillit til náttúru, land- nytja og mengunar þegar virkj- unarkostir eru skoðaðir og ákveðin frekari stóriðja. Sérstaklega þarf að huga að afleiðingum stóriðjustefnu fyrir aðrar atvinnugreinar,“ segir í fréttatilkynningu frá Frjálslynda flokknum. Að ýmsu að hyggja í áliðnaði REYKJAVÍKURAKADEMÍAN í sam- vinnu við Mannfræðifélag Íslands held- ur fund á morgun, laugardaginn 28. janúar, kl. 14, í Reykjavíkurakademí- unni, Hringbraut 121, 4. hæð. Magnús Þorkell Bernharðsson, stjórnmálafræðingur og kennari við sagnfræðideild Williams College í Williamstown í Massachussetts í Bandaríkjunum, heldur erindi um póli- tísk átök í Mið-Austurlöndum og veltir fyrir sér afskiptum og/eða af- skiptaleysi fræðimanna af þeim átök- um. Erindi sitt byggir Magnús á grein sinni Er þögn sama og samþykki? sem birtist í nýjasta hefti tímaritsins Skírn- is. Ræðir átök í Mið- Austurlöndum STJÓRN 5. svæðadeildar Félags leikskólakennara á Norðurlandi vestra lýsir yfir ánægju með nýgerð- an kjarasamning Reykjavíkurborg- ar við Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar og Eflingu þar sem réttindalaust starfsfólk í leikskólum borgarinnar fékk löngu tímabæra hækkun á laun sín eins og komist er að orði. Með þessum samningum sé leikskólastarf betur metið en áður. „Stjórnin lýsir aftur á móti yfir þungum áhyggjum af þeirri alvar- legu stöðu sem hefur skapast vegna þessa samnings gagnvart leikskóla- kennurum og uppsagna í kjölfarið. Þetta hefur í för með sér að í sumum tilfellum eru laun leikskólakennara með háskólanám að baki orðin lægri en réttindalausra starfsmanna leik- skóla sem er með öllu óásættanlegt. Með ofangreindum kjarasamningi er stórlega vegið að menntun og starfs- heiðri leikskólakennara og eðlilegt að þeir spyrji til hvers að mennta sig og vera á dýrum námslánum. Einnig telur stjórnin að gert sé verulega lít- ið úr áralangri baráttu leikskóla- kennara fyrir hverju prósentustigi til hækkunar á launum og bættum kjörum til jafns við sambærilegar háskólamenntaðar stéttir.“ Tímabær hækkun launa í leikskólum SAMFYLKINGIN efnir til opins fundar á morgun, laugardaginn 28. janúar, um eitt af hitamálum dags- ins, styttingu á námstíma til stúd- entsprófs. Fundurinn er haldinn á skrifstofu flokksins, Hallveigarstíg 1, 2. hæð kl. 11–13.30. Á fundinum munu fræðimenn, fagfólk og fulltrú- ar stjórnvalda ræða tillögur menntamálaráðherra um styttingu framhaldsskólans og aðrar leiðir til að ná settu marki. Erindi halda: Jón Torfi Jónasson, prófessor við Háskóla Íslands, Kol- brún Sigurðardóttir framhalds- skólakennari., Karl Kristjánsson, verkefnisstjóri í menntamálaráðu- neyti, Sigurður Sigursveinsson, skólameistari FSu og formaður Fé- lags íslenskra framhaldsskóla, og Þórunn E. Bogadóttir, forseti Nem- endafélags Verslunarskóla Íslands. Pallborðsumræðum stjórnar Helga Vala Helgadóttir dagskrárgerðar- maður. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, formaður Samfylkingarinnar, verður með samantekt í lok ráð- stefnunnar. Fundarstjóri er Björg- vin G. Sigurðsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar. Samfylkingin fundar um styttingu náms

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.